Vikan


Vikan - 01.06.1967, Page 40

Vikan - 01.06.1967, Page 40
Hin fjölhæfa 8-11 verkefna Irésmlðavél: Bandsög, rennibekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, diskslípa, smergel' skífa og útsögunarsög. Fóanlegir fylgihlutir: Afréttari þykktarhefill og borbarki. Fullkomnasla IrésmföaverKslseölö á minsla gólffleti fyrir heimili, skóla og verkstœði EMCO UNIMAT AL- HLIÐA RENNIBEKK- UR. EMCO MAXIMAT AL- HLIÐA RENNIBEKKUR. verkfœri & járnvörur h.f. Tryggvagötu 10 — Símar 15815 og 23185 V J ur og var fyrir níu árum kastað út af bar. Þeir létu ekki bjóða sér slíkl, heldur köstuðu heilli benzíntunnu inn um dyrnar á barnum og kveiktu í öllu sam- an. Fjórir menn létust í brun- anum. Dauðadómurinn er stað- reynd, en talið er líklegt að þeir bræður hafi möguleika á að fá honum breytt í lífstíðarfangelsi. Forstöðumaður Quentin-fang- elsisins heitir Lawrence E. Wil- son. Hann er þeirrar skoðunar að lífið í fangelsunum, eins og það tíðkast víðast hvar, hafi mjög skaðleg áhrif á fangana. Meðferð fanga sé í fyllsta máta ómannúðleg og engum til gagns. Þjóðfélaginu beri skylda til að reyna að bæta líferni fanganna, kenna þeim eitthvað og gera þá hæfari til þess að verða nýt- ir þjóðfélagsþegnar, þegar þeir hafa afplánað dóm sinn. Sam- kvæmt þessum skoðunum rekur hann Quentin-fangelsið á þann hátt, sem lýst hefur verið hér að framan. Auk þess hefur hann komið á fót Fangahjálp, sem rekin er af einkaaðilum. Þessi stofnun tekur á móti föngum um leið og þeim er hleypt út úr fang- elsum og leiðbeinir þeim og hjálpar til þess að þeir hverfi ekki til síns fyrra lífernis og hafni strax aftur í fangelsi. Fangahjálpinni hefur orðið vel ágengt í að fá fangelsistímann styttan. Þetta hefur sparað bandaríska ríkinu mikil fjárút- lát, því að einn fangi kostar rík- ið um 60.000 krónur á ári. Hins vegar eru ekki allir hlynntir skoðunum Wilsons. Lögreglustj órinn í San Francisco réðist til dæmis harkalega á Quentinfangelsið í blaðaviðtali fyrir skömmu. Hann sagði, að aukin menntun fanganna hefði það eitt í för með sér, að af- brotamenn yrðu miklu klókari og glæpir þeirra betur skipulagðir og úthugsaðir. Fyrir bragðið tæki það lögregluna þrisvar sinnum lengri tíma að koma upp um þá. Margir fanganna hefðu það betra innan múranna en utan, sagði hann, og kvaðst ekki vita um neinn stað annan en Quentin- fangelsið, þar sem menn fengju ókeypis fæði og húsnæði, lækna- þjónustu og skólagöngu. Lög- reglustjórinn sagði, að 95% þeirra fanga, sem fremdu afbrot í fyrsta sinn, höfnuðu bak við lás og slá aftur. ViS notuðum kvik- myndavagninn .... Framhald af bls. 26 huga að taka þann hluta myndar- innar suður af Grindavlk, en þar var nýstrandaður togari. Til þess kom þó aldrei, eins og fram kemur hér á eftir. Við byriuðum síðan töku mynd- arinnar. Þórður Jónsson á Látrum, 40 VIKAN 22- tbl- formaður björgunarsveitarinnar Bræðrabandið, var í rauninni hvort tveggja í senn: höfundur kvik- myndahandritsins og leikstjóri. Einnig samdi hann og las textann við myndina, og gerði það með stakri prýði. Þegar við vorum staddir i Kols- vík vestra, önnum kafnir við að kvikmynda björgunina, berast okk- ur fréttir þangað um strand brezka togarans Sargon við Hafnarmúla beint á móti Patreksfirði. Flestir úr björgunarsveitinni voru þarna hjá mér við kvikmyndunina, en fengu nú skipun um að koma þegar í stað. Eg ákvað að slást í för með þeim, og við lögðum af stað þá um nóttina í blindhríð og vonzkuveðri. Snemma um morguninn komum við á strandstaðinn, og þá næ ég kvik- mynd af eðlilegri björgun. Það vildi svo vel til, að nokkuð birti til um morguninn og bæði varð björgunin auðsóttari fyrir það og mér tókst að ná betri myndum. Þennan kafla felldi ég inn í Látrabjargsmyndina og er það sennilega bezti hluti hennar. Myndin var frumsýnd í apríl 1949 og hlaut mjög góða dóma. Sýning- artími hennar var ein og hálf klukkustund. Síðar var hún stytt úti í Noregi niður í hálftíma, og sú útgáfa hefur verið sýnd víða um heim. Fyrir fjórum árum var hún sýnd í Keflavíkursjónvarpinu, og hver veit nema hún verði ein- hverntíma sýnd í íslenzka sjónvarp- inu? — Hvenær hófst undirbúningur að fyrstu leiknu myndinni þinni, Síðasti bærinn í dalnum? — Mér hafði snemma dottið í hug, að nógu gaman væri að taka kvikmynd byggða á íslenzkum æv- intýrum og þá ef til vill aðallega ætlaða börnum. Ég sneri mér til Ævars Kvaran, leikara, og fékk hann í lið með mér að athuga möguleika á því, að úr þessu gæti orðið. Ævar benti mér á Loft Guð- mundsson, rithöfund, í því skyni að biðja hann að skrifa sögu með þetta fyrir augum. Loftur varð við þessari bón og skrifaði söguna. Kvikmyndahandrit eftir henni gerði Þorleifur Þorleifsson, og gerði hann verki sínu svo góð skil, að menntað- ir menn á þessu sviði töldu það einstakt í sinni röð. Ævar Kvaran valdi nú leikara í samráði við mig og sá um leikstjórn. Síðan hófst taka myndarinnar. Það þarf ekki að taka það fram, að við mikla erfiðleika var að etja, enda voru tækin okkar frumstæð og allar aðstæður hinar verstu. Öll innanhúsatriði voru tekin í baðstof- unni f Árbæ, en utanhúss atriðin við gamla bæinn á Tannastöðum f Ölfusi. Náttúruöflin gerðu okkur sérstaklega gramt í geði sumarið sem taka útiatriðanna fór fram. Einu sinni fórum við til dæmis af stað upp að Tannastöðum f ágætu veðri á laugardegi með allt hafur- taskið. En á leiðinni kom dembandi rigning, og urðum við því að snúa við aftur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.