Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 43
alltaf áhuga á því. Ég er fast- ekki ráðið við kostnaðinn. Það eru ráðinn hjá sjónvarpinu eins og er, miklir möguleikar í kvikmyndagerð en það getur vel verið, að maður hér á landi. Landslagið er stór- fari út í þetta aftur. Ég hef til kostlegt, og ekki vantar okkur sög- dæmis alltaf verið hrifinn af Önnu urnar. frá Stóruborg eftir Jón Trausta og ^ langað til að kvikmynda hana, en Angelique Framhald af bls. 23 Hann leit útundan sér á bóndakonuna og tengdaföður hennar, kom- inn að fótum fram, sem sat framan við eldinn. Svo strauk hann rautt nefið með erminni og hélt áfram: __ Ég sá prestinn, Sverðfinn-Malbrant, Monsieur le Baron og Martin Genert. — Þeir segja, að nú sé orrustan ekki lengur orrusta, heldur mannaveiðar, eða öllu heldur konuveiðar. Það eruð þér, Madame la Marquise, sem þeir eru að sækjast eftir. Það hefur verið sett fé til höfuðs yður, og þeir eru öruggir með að finna einhvern, sem selur yður fyrir fimm hundruð livres. Fólkið er svo hrætt og svo hungrað. Og hér er áætlunin: 1 kvöld eigum við að hittast við Dúfutýru og þegar við erum öll saman komin, förum við inn í fenin, gegnum skóg- inn, og þaðan niður til strandarinnar. Þeir hafa ekki ennþá náð Ponce- le-Palud á sitt vald, og hann hjálpar okkur annaðhvort að komast í felur ...... eða í skip. — I skip, endurtók Angelique. Það var eins og þessi orð innsigluðu ósigur hennar. Þennan vetur hafði hún smátt og smátt misst allan skilning á tilgangi orrustunnar, sem þau háðu. Þeirra eina viðfangsefni og jafnvel eftir að það var það eina, sem þau gátu, var að bjarga sjálfum sér meðan þau hrökkluðust úr einum stað í annan. Fögnuðurinn sá einn, að finna sjálfan sig lif- andi á hverju kvöldi. Nú var ekkert annað eftir en flóttinn. — Ég sagði þeim ekki að hitta okkur hér, hvíslaði Flipot, — vegna þess að ég treysti ekki fólkinu hér. Það veit hver þér eruð. Og eins og allir aðrir, kennir það yður um hrakfarir sínar. Bóndakonan og tengdafaðirinn tuldruðu saman og litu illskulega i áttin til þeirra. Nú var svo komið fyrir Angelique, að hún þorði ekki að koma of nálægt daufum eldinum með dóttur sína, því hún gerði sér ljósa grein fyrir þeim haturshug, sem vesalings fólkið bar til hennar. Maður konunnar hafði fallið í orrustunni gegn herjum konungsins. Hermennirnir höfðu svipt þau öllu um leið og þeir fóru hjá, brauðinu, búpeningnum, korninu, og höfðu tekið elztu dótturina með sér. E'ng- inn vissi, hvað um hana hafði orðið. Fjarst í herberginu, þar sem stóra rúmið stóð, grillti i fjögur lítil andlit undan rifnum ábreiðunum. Börnin voru látin halda kyrru fyrir í rúmunum allan daginn, sVo þeim yrði hlýrra og Þau myndu ekki eins til hungursins. Nokkrum andartökum seinna gaf gamli maðurinn tengdadóttur sinni merki, brá yfir sig treyjunni og tók öxi sína; svo sagðist hann ætla að fara út og höggva í eldinn. — Mér kæmi ekki á óvart, þótt hann ætlaði að fara á fund hermann- anna, hvslaði Flipot. — Ef til vill ættum við að hypja okkur þegar í stað. Angelique var sammála. Af engri sjáanlegri ástæðu reyndi konan að halda í hana. Angelique lét sig það engu varða. Án þess að biðja nokkurs, tók hún með sér hleif af brauði og ostbita handa Honorine. Konan hellti yfir hana ókvæðisorðum. — Burt með þig! Burt með þig! Og andskotinn hirði þig! Þú hefur gert nógu illt þegar með því að komast upp á milli mín og húsálfanna minna, þú og þessi bölvaði krakki þinn. Síðan þú komst, hef ég ekkert heyrt til búálfanna i veggj- unum. Ef búálfarnir yfirgefa staðinn, hvað verður þá um okkur? Brottflutningur búálfanna virtist miklu ægilegri í hennar augum en allar þær hörmungar, sem hún hafði mátt þola. Angelique lagði af stað á múldýri, sem var svo af sér gengið, að það gerði ekki betur en að það gæti staulast áfram. Flipot teymdi undir henni. Þau fóru gegnum brunnin þorp, þar sem líkin dingluðu dap- urlega niður úr trjánum á þorpstorgunum. Nóttin var að falla á, þegar þau náðu til Dúfutýru. Þar logaði ljós. Þetta var vitinn í Bocage. Þetta voru stór steinkerti, sem stóðu á stöll- um og lágu þrep upp að þeim; Mannvirkið hafði verið reist á kross- götum til að leiðbeina næturferðalöngum, sem annars hefðu getað villzt á koldimmum, niðdimmum vegunum. Annað hlutverk týrunnar var að draga að sér reikandi sálir og koma í veg fyrir, að þær ofsæktu sofandi, lifandi menn, í draumum. Þrátt fyrir skort á olíu og feitmeti á enduðum þessum vetri, kepptust guðhræddar hendur um að halda lifandi á týrunni. Skógarinn, sem bjó skammt frá Dúfutýru, kom Þang- að á hverju kvöldi með tinnuna sína til að tendra hampkveikinn. Angelique sté af baki og settist niður á mosavaxin steinþrepin. — Hér er enginn, sagði hún. — Sennilega frjósum við í hel, ef við verðum að sitja hérna með barnið í margar klukkustundir. Flipot, taktu múldýrið og farðu og finndu hina. Segðu þeim að flýta sér að finna hlýju, þar sem við getum dvalizt í nótt. Flipot lagði af stað og fótatak múldýrsins heyrðist lengi i gegnum tært loftið. Annað slagið gnast í freðnum trjánum. Kuldinn var níst- andi. Angelique sat grafkyrr og fann hvernig hún varð æ kaldari og kaldari. Andardráttur henna þéttist og varð að úða rétt fyrir framan vitin. Þótt hún hefði vafið Honorine að brjósti sér, innan undir skikkjunni, voru kinnar hennar ekki einu sinni hlýjar viðkomu. 1 daufri skímunni af týrunni sá hún augu barnsins, svört og glaðvak- andi, eins og í þresti, horfa á nóttina umhverfis Þær. Angelique var ekki lengur fær um að hlýja henni með líkama sínum. Litlu hendurn- ar, sem héldu fast um brauðvitann og ostinn, voru rauðar af kulda. Angelique minntist orða bóndakonunnar: — Bölvaði krakki. Svo Það var hún kölluð. Varir Angelique skulfu af reiði. Hvað voru þeir að skipta sér af þessu, bændakurfarnir? — Það er mitt að segja, hvort þú ert bölvuð eða ekki. Hún tók með kuldastirðum fingrum sjalið sitt og vafði það betur utan um barnið, svo sperrti hún eyrun í von um að heyra fjarlægt fótatak múldýrsins eða hófagný. En eyru hennar greindu annað hljóð, sem hún átti ekki von á: skrjáf og brak í lággróðri. — Hver er þar? kallaði hún. Hún reyndi að grilla hvað var á hreyfingu i lággróðrinum. Allt í einu heyrði hún langdregið væl, og stóð upp með öndina í hálsinum. Úlfar! Hún hefði átt að geta sér þess til að Þeir myndu koma! Hvað eftir annaö, síðustu mánuðina, höfðu þau lent í kasti við solt- in villidýr, sem langur og érfiður vetur hafði knúið frá sínum venju- legu heimkynnum. ÍJlfahópar höfðu jafnvel veitt herfylkjum eftirför. Þeir lúskruðu allt í kringum varðeldana, og mennirnir neyddust til að kasta að þeim logandi eldibröndum. Hér var birtan af týrunni ekki nóg til að reka þá burtu Angelique bar skambyssu í belti sér. Hún gæti hrætt Þá, en ekki lengi. Hún minntist skógarakofans skammt frá. Hún yrði að ná þangað, áð- ur en úlfarnir kæmu of nálægt, og meðan enn vottaði fyrir dagskímu á bláum himninum, sem frostið gerði óendanlega tæran. Hún lagði af stað, vissi, að henni var veitt eftirför, og heyrði, þegar úifarnir skut- ust í kringum hana. Þegar hún leit um öxl, sá hún glampa á glyrnurnar í þeim. Án þess að hægja á sér, beygði hún sig, tók upp nokkra steina og kastaði í átt- ina tii þeírra, eins og þeir væru aðeins heimaríkir hundar. Framar öllu varð hún að gæta þess að hrasa ekki og falla. Hún dró andann léttar, þegar hún sá rauða týru í glugganum og vissi, að kofinn var þarna undir trjánum. Hún varð að láta fæturna ganga á hurðinni áð- ur en heyrnarleysingjanum varð ljóst, að einhver var úti fyrir. Þegar skóarinn opnaði, gerði Angelique honum skiljanlegt með merkjamáli, að úlfarnir væru á hælunum á henni, og hann yrði að verja hús- ið gegn þeim. Til að hughreysta skóarann og son hans, sem báðir horfðu á hana skelfdum augum, lagði hún gullmolann á borðið, síð- asta molann, sem barón de Crossiec hafði látið hana hafa. Á þessum hallæristímum hefði svínssíða verið betur þegin. Engu að síður tók skóarinn gullmolann og velti honum vandlega fyrir sér, áður en hann stakk honum í pyngju sína. Angelique settist við eldinn. Hér var að minnsta kosti hlýtt. Heyrn- arlausi og mállausi drengurinn kastaði meiri viði á eldinn, og Angeli- que tók að orna Honorine litlu. Strax og barninu fór að hiýna, tók það að narta í ostmolann sinn, jafnframt þvi, sem hún virti þetta nýja umhverfi fyrir sér með sínu venjulega, athugula augnaráði. Sérstakan áhuga hafði hún fyrir kippunni af tréskóm, sem hékk niður úr loft- röftunum. Angelique hlustaði áfram af öllum mætti, vonaðist til að heyra múskettuskot, sem hún var viss um að félagar hennar myndu hleypa af, þegar þeir næðu til fundarstaðarins og gerðu sér ljóst, að hún hafði flúið undan úlfunum. Þá ætlaði hún að fara út fyrir kofadyrnar og skjóta af skammbyssu sinni. Hún heyrði samt ekkert. Loks gafst hún upp og iagðist ásamt Honorine í rúmið, sem skóarinn benti á. Dýnan var full af spónum og afar þægileg. Hún afþakkaði tortryggi- lega ábreiðu, en þáði gæruskinn. Hún var undarlega róleg og tókst jafnvel að sofa draumlaust í nokkr- ar klukkustundir. Hún var fyrir löngu hætt að gera sér grillur út af því, sem liðið var. Velta þvi fyrir sér, sem gæti eða gæti ekki hafa orðið, hugsa um dramatíkina, sem einkenndi hennar til þess að gera stuttu ævi. Hún hafði óskað sér þess að lifa utan við lögin og varpa öllu fyrir borð, sem henni hafði verið kennt. Hafði fyrri eiginmaður hennar ekki einmitt goldið dýru verði þennan glæp? I stað Þess að læra af því, hafði hún haldið áfram að reka sig á viðurkennd lög og reglur. Barátta hennar fyrir tilverunni varð hluti af eðli hennar, og hún hafði fríviijug yfirgefið hinn tamda heim forréttindanna og sitgið inn í konungdæmi villidýranna, sem daglega urðu að berjast fyrir lifi sínu UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf saml lclkurinn i hennl Ynd- Isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa elnhvers staðar i blaðinu op hcitlr RÓðum verðlaunum handa þeim. scm getur fundið örklna. Verðlaunin eru stór~lkon- fcktkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandlnn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn HeimUi Örkin er & bls. Síðast er dregið var hlaut vcrðlaunin: Sigurjón Jóhannsson Laugarósveg 67 Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 22. 22. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.