Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 44
Tízkiverzlnii Gilríi aiglssir Úrvalið aldrei meira Verðið hagstætt Gæðin landskunn Sumarkjólar heilir og tvískiptir úr Crimplene, Spinlene, Terylene og ull frá „Alundeo" og Tava, þekktustu kjólaframleiSendum í Dtinmörku _ " . . Tízkulitir — TízkusniS Sumardragtir Síðbuxur — Pils — Regnkápur BílastaeSi við búSina. Tízkuverzlunin GuOrún Raudarárstíg 1. Sími 15077. og bægja frá sér þúsund hættum. Einhvern tíma undir miðja nótt, vaknaði hún og sá skóarann standa við gluggann. Hún fór til hans og sá úlfana á reiki um rjóðrið næst húsinu. Sá stærsti settist og rak upp nokkur væl, geitin í horninu á kofanum kippti í bandið sitt og nauðaði. Angelique lagðist aftur við hlið Honorine. Hún strauk rauða lokkana frá enni bt>ijsins og horfði á friðsamt sofandi andlitið. Vælið í úlfunum, þessi válegi fyrirboði, styrkti þá tilfinningu, sem hún hafði haft, og hún sagði við sjálfa sig: — Þetta er upphafið að endanum. Um morguninn huldi nýfallínn snjór jörðina. Það fjarlægði enn von- ina um komandi vor, og landið neitaði að lifna við. \ Angelique þaulleitaði árangurslaust í kofanum að papplr og penna. Að lokum tók hún leðurbút og skrifaði á hann með viðarkoli. Það þurfti mikla þolinmæði til að útskýra fyrir syni skóarans, hvar Fayetbýlið væri, og hvernig hann ætti að komast þangað. Að lokum lagði unglingurinn af stað út í skóginn með skilaboð Ange- lique til föður de Lesdiguére um það, hvar hún væri niðurkomin. Hann kom ekki aftur fyrr en ^næsta dag. Með merkjamáli tókst honum að gera henni skiljanlegt, að hann hefði hitt einn af félögum hennar, sem hefði ákveðið stefnumót I steinaborðarjóðrinu, sem dreng- urinn teiknaði furðuvel á timburborðið. — Hversvegna hafa þeir ekki komið hingað sjálfir? Hversvegna hafði presturinn ekki látið unglinginn flytja henni skrifleg skilaboð? Úr því að hún gat ekki haft frekari upplýsingar úr drengnum, ákvað hún að fara til rjóðursins, þar sem steinsúlurnar stóðu. Það var afar sennilegt, að hún fyndi félaga sína þar. Hún lagði af stað, óánægð með að hún skyldi ekki vera klædd eins og karlmaður, því pilsin vöfðust fyrir henni í snjónum. Sem betur fór voru þetta þó bændakvennapils, en þau voru ævinlega fremur stutt, náðu ekki nema niður að ökla. Þegar hún kom upp á Úlfakamb, hikaði hún andartak, hún virti fyrir sér skaflana I gljúfrinu; það væri auðveldast að krækja fyrir gljúfrið með því að fylgja brúnum, en henni fannst hún myndi verða svo lengi á þeirri leið, að hún ákvað að fara þvert yfir gljúfrið. Það var illgerlegt með telpuna. Svo hún setti hana undir tré, þar sem hún hafði nokkurt skjól, batt hana með treflinum sinum, sagði henni að bíða þar og vera góðri. Presturinn og Flipot myndu bráðlega koma að sækja hana. Honorine var vön þesskonar meðferð. Hún hafði oft beðið álengdar, með- an á orrustu stóð eða fundi. För Angelique yfir gljúfrið var erfið. Hún féll hvað eftir annað og stakst upp að mitti ofan í snjóinn. Þegar hún kom upp hinum megin, sýndist herini hún sjá mannverur vinstra megin við sig, og þar sem hún áleit þetta vera félaga sina, var hún í þann veginn að kalla til þeirra, þegar hljóðin dóu á vörum hennar. Hermennirnir voru að fara út úr skóginum. Þeir höfðu ekki komið auga á hana, og fóru nú burt með gljúfurbarminum meðfram skóginum. Þá leið, sem Angelique myndi hafa komið á móti þeim, hefði hún ekki stytt sér leið. Hún sá þá greinilega, svart með glampandi hjálma og lensur um öxl, þar sem þeir gengu taktvist, með nákvæmni úlfsins. 1 skelfingu beið Angelique og horfði á Þá, þar til þeir voru löngu horfn- ir. Þá fyrst þorði hún að hreyfa sig aftur. Hvaðan hðfðu þessir her- menn komið? Hvað voru þeir að gera I þessum hluta skógarins? Að hverju voru þeir að leita? Hægt og varlega fikraði hún sig í áttina að steinborðarjóðrinu. Hún gat varla dregið andann fyrir kvíða. Þegar hún kom að rjóðurbrúninni, sá hún, að hún kom of seint. Menn héngu úr eikunum allt umhverfis steinsúlurnar. Sá fyrsti, sem hún þekkti, var Flipot. Vesalings Flipot! Aðeins daginn áður hafði hann verið svo fullur af lífi! Hún hafði ekki reynzt fær um að breyta örlögum hans: Hann var fæddur til að hengjast, og hengdur var hann nú. Svo þekkti hún þá alla, einn eftir annan: Föður de Lesdiguére, Sverð- finn-Malbrant, Martin Genet, Alain hestasvein, de Crossiec barón. öll þessi kunnuglegu andlit héngu þar. Fylltu rjóðrið með næstum lifandi návist og henni fannst hún næstum geta sagt við þá: — Þar finn ég ykkur að lokum___vinir mínir .... Hún hallaði sér upp að tré — Bölvaður sértu, konungur Frakklands, sagði hún — Bölvaður sértu! Hún stóð þarna orðvana, trúði varla slnum eigin augum. Hvers- konar gildru höfðu þeir fallið í? Hver hafði selt þá? Það var enginn vafi, að hermennirnir, sem hún hafði séð, höfðu unnið þessi andstyggi- legu böðulsstörf___ (öll réttindi áskiMn, Opera Hundi, París). Framhald í næsta blaði. Halló Jakob, — langt síðan við höfum sézt. 44 VIKAN »• «•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.