Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 45
ALLT Á SAM A STAÐ JEEPSTER JEPPINN LOKSINS KOMINN Á MARKAÐINN Gjörbreyttur Stórglæsilegur Fjórhjóladrifsbíll Fallegt mælaborS BólstruS svampsæti 101” milli öxla Tvöfalt hemlakerfi o.fl. nýjungar. Jeepsterinn vekur mikla athygli þeirra er kjósa traustan fjallabíl. Jafnframt býSur hann upp á þægindi fólksbíls á góSum vegum. Jeepsterinn er fáanlegur meS húsi eSa blæjum. ' LetiS upplýsinga. - PantiS tímanlega. EGILL VILHJALMSSON HF. Laugavegi 118, sími 22240. Þá fær Þórhildur greifann sinn Framhald af bls. 11 sér formælendur hér á landi. Þó höfum við heyrt því fleygt, að til skamms tíma hafi starfað á Akureyri klúbbur rojalista, sem hafi haft að markmiði að vinna ísland aftur undir Margréti Þór- hildi. Klúbburinn hafði marga embættismenn með virðulegum titium, þar á meðal konunglegan böðul. I veizlum klúbbsins var hann látinn klæðast svörtum sokkabuxum og fékk ekki til mannfagnaðar annað en blóð- mörskepp og flösku með svarta- dauða; hlaut og sæti á gólfi næst dyrum. En konungstré Margrétar á sér rætur dýpra í jarðvegi tímans en til nítjándu aldar; hún getur rakið ætt sína allt til Gorms kon- ungs gamla, sem kvað hafa sam- einað Danmörku í eitt ríki 934. Aðrar heimildir kveða Danaveldi enn eldra. Allavega eru Danir harðir á því, að þeir eigi ekki einungis elzta fána í heimi, held- ur og elzta kóngsríkið. Það er því ekki nema eðlilegt, að þeir séu stoltir af þeirri hefð, sem konungdæminu fyigir, þótt ann- arsstaðar virðist það riða til falls, meira að segja í Svíþjóð, þar sem það á sér þó ekki síður stolt- lega sögu en í Danmörku. Ekki hefur verið ýkja mikið um að danskar prinsessur hafi gifst Frökkum; Margrét litla Friðriks- dótlir verður víst sú þriðja. Á sextándu öld gifti Kristján ann- ar, síðasti kaþólski konungur Dana, Kristínu dóttur sína Fransi hertoga í Lóthringen. Þessi kon- ungur er annars frægastur fyrir Stokkhólmsvígin svokölluðu, fjöldamorðin á sænskum fyrir- mönnum, sem leiddu til þess að Kalmarsambandið splundraðist að fullu og öllu. Ötlu sögulegra varð fyrsta konunglega hjóna- bandið, sem tengdi saman Dan- mörku og Frakkland. Til þess var stofnað árið 1193, er Filippus Ágústus Frakkakonungur gerði að brúði sinni Ingiborgu, systur Knúts sjötta Danakonungs og dóttur Valdimars mikla, sem hafði gert Danmörku voldugri en hún hafði nokkru sinni verið síðan á tímum Knúts ríka. í þá daga gat konungafólk ekki leyft sér þann munað að stofna til hjúskapar af ást, eins og þau Margrét og Henri nú gera; þá voru hjónabönd milli konunga- ætta álíka mikilvæg í milliríkja- viðskiptum og varnarbandalög og verzlunarsamningar nú á tím- um. Filippus kóngur bar heldur engan kærleik til brúðar sinnar, eins og fljótlega kom fram. Hann biðlaði til hennar af þeirri ástæðu einni, að hann átti í illvígum deilum við Ríkharð ljónshjarta Englandskonung, „krýnda ber- serkinn", sem líklega hefur orð- ið frægari en allar aðrar riddara- hetjur fyrr og síðar. Filippus von- aði að niðjar víkinganna myndu reynasl honum nýtir bandamenn, ef til stríðs kæmi við enskinn. Filippus Ágústus er allmerk persóna í sögunni, því að heita má að hann kæmi fótum undir franska konungsríkið og þar með stórveldisaðstöðu Frakklands í Evrópu. Fram til þessa hafði Frakkland naumast verið ein rík- isheild nema að nafni, þar eð því var skipt milli margra dramb- látra lénshöfðingja, sem hegðuðu sér eins og sjálfstæðir ríkisleið- togar, hver á sínum parti. Filip- pus breytti þessu verulega. Hann lækkaði rostann í þeim aðals- mönnum, sem óstýrilátastir voru við hann og varð smámsaman konungur á borði ekki síður en í orði. Þó fór því fjarri að nokk- uð konunglegt væri við hann. Hann var fremur óálitlegur í sjón, nízkur og smámunasamur, en notadrjúga skynsemi hafði hann í ríkum mæli. Ingiborg konungsdóttir var flestum konum fegurri og þar á ofan með afbrigðum dyggðug og guðhrædd. Engu að síður fékk kóngur brúðgumi hennar þvílíka andstyggð á henni á sjálfri brúð- kaupsnóttinni, að hann eftir það mátti naumast heyra hana nefnda, hvað þá að hann þyldi hana í návist sinni. Fáar sögur fara af því, sem gerðist þessa nótt, sem svo sviplega gerði að engu fyrstu tilraunina til stofn- unar diplómatískra tengsla milli Danmerkur og Frakklands, enda var enginn Kinsey þá uppi. En eitthvað hlýtur það að hafa ver- ið, því að daginn eftir var kon- ungi, þessari jafnlyndu smásál, svo brugðið, að hann var fölur sem gras og nötraði á beinunum af geðshræringu. Hann vildi óð- ur og uppvægur endursenda drottninguna um hæl með sendi- boðum Knúts konungs, en þess- konar auðmýkingu afsögðu Dan- irnir að taka til greina. Filippus lokaði þá aumingja Ingiborgu, sem var áðeins átján ára og kunni varla stakt orð í frönsku, inni í klaustri, og í þeirri vist og öðrum ógeðslegri átti hún nú fyrir höndum að hírast næstu tuttugu árin. En hversu mjög sem þjarmað var að þessari vesa- lings víkingaprinsessu, þá harð- neitaði hún að gefa frá sér með góðu þau réttindi, sem henni báru sem drottningu Frakklands. En maður hennar var ekki sið- ur ákveðinn í að losna við hana, hvað sem öllum diplómatískum tengslum liði, og var það ólíkt honum. Hann safnaði saman nokkrum biskupum og barónum, sem hann hafði í vasanum, og tét þá falsa ættartölu konu sinn- ar, þannig að hjónabandið yrði ólöglegt samkvæmt þágildandi kirkjurétti. Ingiborg vék máli sínu til páfans, sem var þá eng- inn annar en Innókens þriðji, voldugasti maður sem þann titil hefur borið og ki'öftuglega aug- lýstur ofjarl allra þjóðhöfðingja, sem hann þrætti við, nema Sverr- is Færeyings, sem barðist til rík- is í Noregi með Birkibeinum. Hann skipaði Frakkakonungi að taka sína löglegu ektakvinnu til sín tafarlaust, og skilja við aðra konu, sem hann hafði þá þegar gengið að eiga. Þegar kóngur neitaði, lýsti páfi Frakkaveldi í bann. Það þýddi að ekki mátti framkvæma nokkra kirkjulega athöfn í landinu, hvorki gifta, skíra eða jarða, og var bannið á því síðasttalda sér í lagi baga- legt. f stórum hlutum landsins var bráðlega svo komið, að fólk fékk trauðlega dregið andann sökum rotnunarfýlunnar, sem mengaði loftið. Reiði fólksins beindist gegn konunginum, sem það kenndi um hörmungarnar, og þegar það spurðist að Innó- kens hefði í hyggju aö létta banninu af þjóðinni, en leggja það þess í stað á Filuppus einan, þá leizt jöfri ekki á blikuna. Hann bauðst „flóandi í tárum og með bljúgu hjarta“ til að taka Ingiborgu til sín sem löglega eiginkonu, þó aðeins um sjö mán- aða skeið. Innókens gekk að þessu, þorði ekki að vera strang- ari, því að hann óttaðist að franska kirkjan kynni að öðrum kosti að segja sig úr lögum ,við páfastólinn. Hann reyndi þó með 22. tbi. VIICAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.