Vikan


Vikan - 01.06.1967, Síða 46

Vikan - 01.06.1967, Síða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Á foisJðumynd blaðsins sjáið þið rósótta sokka, en mikil áherzla hefur auðvitað verið lögð á sokkatízkuna undanfarið, þar sem svo mikið sést af þeim. Grófir sokkar í öllum litum hafa verið í tízku undanfarna vetur, silfur- og gullsokkar að kvöldlagi í vetur, sportsokkar voru áberandi á tizkusýningun- um í vor og á forsíðumyndinni og myndinni hér til hægri, sjáið þið djörf munstur á sokk- unum. Á myndinni hér til hliðar er kvöld- kjóll, síðari í annarri hliðinni, en styttra meg- in er perlu- og pallíettuskreyttur sokkur, í sama lit og munstri og kjóllinn, en hann er aiþakinn perlumunstri. Á annarri öxlinni er stór shiffonslaufa og myndar þetta allt til samans þessa skálínu, sem töluvert bar . á í vor, en þessi kjóll (og sokkur) er frá Cardin. Beltið er á ýmsum stöðum núna eins og oft áður. Þessi kjóll er úr grænu, glitrandi jersey. Hlýrarnir virðast festir með gylltum bólum, tvær þeirra eru reyndar á hlýrunum, en tvær fyrir neðan þá. Smeygurinn fvrir beltið er festur með sams konar bólum, að- eins stærri, og hliðarop með einni bólu í sömu stærð og þær á öxlunum. 46 VIIvAN 22' tbl- T.v. er stórköflótt kápa, litirnir rauð- ir, grænir og svart. Hún er eins og kramarhús eða tjald í laginu, en neðst er þykk, rauð rúlla úr efninu til þess að kápan standi nógu vel út. Stór rauð húfa, svipuð alpa- húfu notuð við og rauðir sokkar. Káp- an er teiknuð af Cardin. Næst er smárönd- ótt dragt frá Saint- Laurent, fall er á hlið pilsins og vesti úr sama efni alveg upp í háls. Hvít blússa með erma- líningum við og stórir ermahnapp- ar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.