Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 48
SVANA sófasettið N Ý T T ! NÝTT! Gelum afgreitt það með þriggja og fjögurra sæta sófum. Áklæði norsk og íslenzk. Framleiðandi: MÓDEL HÚSGÖGN BÖLSTRARINN Hverfisgötu 74. — Sími 15102. Útsölustaðir: Selfoss: Kjörhúsgögn. Norðfjörður: Þórður Flosason. Vestmannaeyjar: Eggert Sigurlásson. Akranes: Verzl. Bjarg h.f. Keflavík: Gunnar Sigfinnsson. viturlegum fortölum að fá Filip- pus til að gera betur, iofaði meira að segja að beita áhrifum sínum til að kóngur yrði í framtíðinni útnefndur dýrlingur. En Filippus var of veraldlega þenkjandi til að það freistaði hans að ráði. Hinsvegar breyttist afstaða hans Htillega eftir að hin kona hans dó. Þá viðurkenndi hann Ingiborgu að vísu sem eiginkonu sína, en hélt henni í strangara fangelsi en nokkru sinni fyrr. Um með- ferðina, sem þessi dóttir Valdi- mars mikla og drottning Frakk- lands varð þar að sæta, vitnar bréf frá henni til páfans, þar sem hún biður hann að sjá -til þess, að henni yrði ekki reiknað það sem hjúskaparbrot, ef fangaverð- irnir nauðguðu henni. Árið 1213, eftir að hafa haldið konu sinni fanginni í tuttugu ár, lét konungur loks undan, sleppti henni úr prísundinni og tók hana til sin. Þetta mun þó ekki hafa stafað af því, að hann hafi iðrast misgerða sinna við hana; það hefði verið í ósamræmi við allt hans lundarfar. Trúlega hefur hann séð fram á, að nauðbrúður hans myndi aldrei gefa sig, hvorki með illu né góðu, og því praktískast að láta undan og vingast þar með aftur við bæði páfa og Danakonung. Ingiborg stóð því sigri hrós- andi um síðir. Fegurð hennar var nú farin veg allrar veraldar, en hjartað gott sem fyrr. Hún lifði enn í rúm tuttugu ár og varði þeim tíma til bænahalds og líknarstarfa. Eftir að maður hennar dó, lét hún syngja fyrir hann hverja sálumessuna af ann- arri, og átti hann það þó síst skilið af henni. Börn höfðu þau hjón engin átt. Filippus átti þó betri hliðar en kvennamál hans gefa til kynna. Hann var alúðlegur við almúgamenn og bar blak af þeim gegn ofríkismönnum í aðalsstétt. Sú saga er um hann sögð, að eitt sinn hafi einn fógeta hans viljað ná til sín með rangindum vínekru, sem tilheyrði efnalítilli ekkju. Fékk fógeti tvö ljúgvitni til að vitna sér í hag frammi fyr- ir konungi. Filippus leiddi annan hinna keyptu lygara lítið eitt afsíðis og hvíslaði að honum svo engir aðrir heyrðu: „Farðu nú með Faðirvorið, og mjög lágt og ógreinilega." Meðan lygalaup- urinn tuldraði bænina fram, sagði konungur annað veifið svo hátt, að nærstaddir heyrðu vel: „Já, nú segir þú sannleikann." Þá hélt hinn ljúgvotturinn að félagi hans játaði allt fyrir konungi og kom upp um svindl fógetans. Rúmlega sex aldir eru nú síð- an danskur kóngur gifti dóttur sína og ríkiserfingja jafnframt. Það var Valdimar Atterdag sem það gerði árið 1363, er hann gaf Margréti dóttur sína Hákoni sjötta Noregskonungi. Þá voru hjónabönd konungsætta öllu fremur diplómatísk tengteli en kynferðisleg, svo aldur brúðhjóna var aukaatriði, enda var Margrét Valdimarsdóttir aðeins tíu ára, er hún varð drottning Noregs og þar með íslands. En henni óx fljótlega fiskur um hrygg og varð hún líklega mesti kvenskör- ungur, sem pólitísk saga Norður- landa getur um. Henni tókst með harðfylgi og kænsku að sameina öil Norðurlönd uhdir eina kór- ónu, hvað aldrei hefur lukkast fyrr eða síðar. Þar með komust fsland og Danmörk undir einn konung, og eru ekki nema rúm tuttugu ár síðan því sambandi endanlega lauk, sem kunnugt er. Aðalþröskuldurinn í vegi Mar- grétar til yfirráða á Norðurlönd- um var Albrekt nokkur frá Meck- lenburg, sem Svíar höfðu tekið til konungs yfir sig. Hann bauð drottningu upp á sættir og hjú- skap þeim til staðfestingar; Há- kon sjötti var þá dauður. Mar- grét hryggbraut hann og linnti ekki látum, fyrr en hún hafði sigrað hann og tekið höndum. S^gir sagan, að hún hafi þá lagt aumingja Albrekt í sæng með sér, en áður fjötrað hann rammlega á höndum og fótum. Já, það voru brandarar í pólitík- inni í þá daga. Greifaættin de Monpezat hef- ur að vísu aldrei getið af sér konunga, en engu að síður getur hennar víða í sögu síns lands. Hún hefur átt óðul í Gascogne eða Gaskóníu, suðvestan til í Frakklandi. Þar í sveit þykir mönnum kippa mjög í kyn Kelta og íbera, eru stoltir af sjálfum sér og blóðheitir. Þaðan er Bernadotteættin upprunnin og þaðan var d'Artagnan, sem Dumas skrifaði um. Fyrsti Monpezatinn var aðlað- ur 1028, og getið er um tvo gesti af þeirri ætt við hið sögulega brúðkaup Filippusar Ágústusar og Ingiborgar Valdimarsdóttur, sem fyrr er getið. Antoine nokk- ur de Monpezat var í liði Frans fyrsta í orrustunni við Pavíu 1525, þegar þessi lífsglaði og ridd- aralegi einvaldur, sem margir kannast við úr skrifum Margrét- ar af Navarra og Balzacs, var gersigraður og handtekinn af mönnum Karls fimmta, keisara yfir Þjóðverjum og kóngs Spán- verja. Antoine komst lífs af úr orrustunni, reið dagfari og nátt- fari unz hann kom á fund móð- ur konungs í París og f lutti henni tíðindin með þessum orðum, sem fræg eru meðal Frakka: „Allt er glatað nema heiðurinn." Og er hætt við að Frakkar hafi ekki sloppið svo vel úr öllum sínum styrjöldum. Henri de Monpezat er fæddur 11. júní, 1934, og á því þrjátíu og þriggja ára afmæli daginn eftir hjónavígsluna. Hann hefur alizt upp bæði í Frakklandi og á plantekrum, sem ættin átti í Víetnam. Margir frænda hans og forfeðra hafa verið diplómatar, og það lagði hann líka fyrir sig. Hann var staddur í Lundúnum í erindum stjórnar sinnar, er þau Margrét hittust í fyrsta sinn. Hún var þá við nám í London Eco- nomical School. Áður hafði hún meðal annars verið í læri í Svartaskóla í París og Árósahá- skóla. En nú verður Henri auðvitað að hætta sem franskur diplómat og verða í staðinn danskur drottn- ingarmaður — og diplómat, ó- beinlínis að vísu. í lýðræðisríkj- um nútímans hefur konungafólk engin bein völd. Það kemur þjóð- um sínum að beztu gagni með því að sýna sig og sjá aðra, stunda einskonar kynningar- og auglýsingastarfsemi fyrir föður- land sitt. Og þá er auðvitað mik- ið undir því komið að það sé fallegt, siðfágað og með mann- orð flekklaust sem svanadún. Og þessi skilyrði fylla þau Margrét og Henri eins og bezt verður á kosið. dþ. 48 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.