Vikan


Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 2

Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 2
DUSMÆ30R - ATHUGID ____________ heimilistækin eru byggð eftir kröfum norskra neytendasamtaka — því ákaflega vönduð og verð hagkvæmt. KPS- heimilistækin eru seld víða um heim: Á Norðurlöndum - Sviss — Vest- ur-Þýzkalandi — Austurríki og jafnvel víða í Afríku — og standa sig allsstaðar jafn vel. KPS — 250 lítra kæliskópurinn er ókaflega fallegur — sterkur og fyrirferðaIítilI. — Mól 60X60X 117 cm. Skápurinn er með 22 lítra frystihólfi og er á hjólum. Verð aðeins kr. 12.700,00. KP3-automatic eldavélin er með bakarofni — hitaofni jafnsuðuhellu — hraðsuðuhellu — gufihiti fyrir bakar- ofn — lausri ofnrúðu — klukku og Ijósi. Er á hjólum. 370 lítra 67 X 94 X 103 cm. 500 Iftra 67X94X154 cm. - Verð frá kr. 18.900,00. KPS frystikisturnar 320 lítra eða 500 lítra — eru með læstu loki Ijósi — ryðfríum körfum og grindum í botninn — öryggisljósi og eru á hjólum. KPS frystikisturnar eru ákaflega fyrirferða- litiar miðað við geymslurými. Eigum einnig 160 lítra og 330 lítra frystiskápa og sambyggðan frysti- og kæliskáp 330 lítra. KPS-heimilistækin fáið þér víða um land. Sölustaðir í Reykjavík: VERZLUNEM BÚSLÓÐ HF, Skipholti 19 BALDUR JÓNSSOlv] SF., Hyerfisgötu 37 AÐALUMB0Ð: Einar Fai’estveil &Cohf. /esturgötu 2 - II. hæð. PRODUSERT OG GARANIEHl AV _____norges storste I HUSHOLDNINGSAPPARATER vv K PETTERSENS S0NNER A S SARPSBORO í FULLRI ALVÖRU Að Vesta á filmu... Líklega deltur fáum í hug að setjast niður í stofunni hjá sér nú til dags og semja annál yfir það helzta sem gerist hér norður á hjara veraldar. Blöð, útvarp og sjónvarp herma okkur daglega frá alburðum líðandi stundar, jafnt hérlendis sem erlendis. En á einhvern hátt verðum við að búa í hendur framtíðinni sem réttastar frásagnir af því sem gerzt hefur á okkar dögum. Með hvaða hætti verður það bezt gert á þessari miklu tækniöld? Langt er síðan erlendar þjóðir tóku að gera heimildarkvik- myndir um merka alburði. Með tilkomu íslenzka sjónvarpsins höfum við kynnzt slíkum mynd- um, og eftir þau kynni er al- menningi væntanlega Ijóst, að kvikmyndin er einmitt tækið til þess að varðveita liðna merkis- atburði. Annálar okkar daga verða ekki skrifaðir, heldur fest- ir á filmu, svo að komandi kyn- slóðir geti séð þá með eigin aug- um. Aðeins örfáar heimildarkvik- myndir hafa verið gerðar hér á landi og er skaði að ekki skyldi meira fé og tíma eytt til þeirrar iðju. Við höfum verið seinir að tileinka okkur þessa nýju tækni, en nú er áhuginn líklega að vakna. Seint á liðnu sumri var sagt frá tveimur ungum mönn um, sem unnið hafa að gerð heimildarkvikmyndar um stríðs- árin. Þeim hugkvæmdist að leita til Breta og Bandaríkjanna í von um, að þeir hefðu tekið kvik- myndir af herstöðvum sínum hér á landi á stríðsárunum. Þessi von | rættist og aðeins örfá atriði I þurfli að selja á svið og leika til þess að fylla upp í eyðurnar. Það verður sannarlega gaman að sjá þessa heimildarkvikmynd ^ um stríðsárin. Þetta tímabil er enn þorra manna í fersku minni, og ekkert fyrirbæri seinni ára , hefur valdið eins gagngerum f breytingum á lífi okkar og hátt- um og einmitt það — hvort sem sú breyting varð til hins betra j eða verra. Og unga fólkinu verð- j ur þessi heimur að öllum líkind- um býsna undraverður og girni- I legur til fróðleiks. Við þurfum að gera fleiri I heimildarkvikmyndir og það má j ekki dragast lengi. Á hverju ári glatast eilthvað, sem hefði verið þess virði að festa það á filmu. G.Gr. 2 VIKAN 38. tbl. Sagan af EdiSullivan Ed Sullivan er tvímælalaust ein þekktasta sjónvarps- stjarna í víðri veröld. Þáttur hans er orðinn 19 ára gamall og hefur alla tíð notið gífurlegra vinsælda. — INKSTU VIKU íslendingar hafa kynnzt Ed Sullivan í Keflavíkursjón- varpinu, og þess vegna er ekki ólíklegt að marga fýsi að kynnast eilítið nánar ferli þessa manns. í næsta blaði segjum við söguna af Ed Sullivan, hvernig þátt- ur hans varð til og ýmis skemmtileg atvik, sem hann hefur lifað í samskiptum sínum við frægustu skemmti- krafta heims. Helgi Sæmundsson skrifar að þessu sinni um byggða- söfnin og hið merkilega starf sem þau hafa unnið á undanförnum árum. Grein hans nefnist Hver einn bær á sína sögu. . . Þá kemur annar hluti greinaflokks Kristmundar Bjarnasonar um Grím Thomsen og Magda- lenu Thoresen, Me3 dökkan lokk og mjúkan. Dýrkeypt ástarævintýri nefnist þýdd grein, sem fjall- ar um réttarmorð, sem talið er að framið hafi verið í Bretlandi 1961. Mikið hefur verið skrifað um þetta óvenjulega mál, enda vakti það alheimsathygli á sín- um tíma. Smásagan verður innilend að þessu sinni: Lygin eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Loks má nefna Sól- skinsmyndir frá liðnu sumri og ótalmargt fleira. Í ÞESSARIVIKU DÓTTIR DAJANS Á VÍGSTÖÐVUNUM Bls. 4 TIL PÓLLANDS í LEIT AÐ KVONFANGI . Bls. 8 MEDAN BRJÓST MITT ÆSKA OG ÁSTIR FYLLTU, fyrsta grein af þremur um Grím Thomsen og Magdalenu Thoresen. Krist- mundur Bjarnason tók saman ........ Bls. 10 SÆLL í SINNI TRÚ, smásaga Bls. 12 TÍGRISTÖNN, hin spennandi framhaldssaga um ævintýri Modesty Blaise ........ Bls. 14 EFTIR EYRANU, þáttur Andrésar Indriðasonar um nýjustu dægurlögin ............... Bls. 16 SJÖ MÍNÚTNA VERK OG HUNDRAÐ MILLJ- ÓNIR í ÁGÓÐA......................... Bls. 18 HÚS OG HÚSBÚNAÐUR.................... Bls. 20 ANGELIQUE í BYLTINGUNNI, framhaldssag- an um þessa vinsælu, frönsku ævintýrakonu Bls. 22 GENGIÐ UM SKÁLA, fjórða grein Sigurðar Hreiðars um heimssýninguna í Montreal . . Bls. 24 HUMOR í VIKUbTKittN ÚTGEFANDI; HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður IlreiSar. Meðritstjóri: GyHi Gröndal. BlaðamaSur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friöriksson. Drcifing; Óskar Karlsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholt 33. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. — Verð í lausasölu kr. 35. Áslcriftarverð er 470 kr. ársþriSjungslega, greiSist íyriríram. Prentun og myndamót Hilmlr hf. FORSÍÐAN Fáir menn hafa verið meir I fréttunum að undan- förnu en varnarmálaráðherra ísraels, Dajan. En dóttir hans hefur líka komiS við sögu. Hún var á vígvöllunum í leifturstríðinu fræga, og átti svo sannarlega erindi þangað: Þar kynntist hún hinum eina rétta, og við birtum myndir af brúðkaupi þeirra á blaðsiðu 4. Nei, og affur nei! Þið getið séð það í fjölskyldualbúminu, að það hefur aldr- ei verið skeggjaður maður í þessari fjölskyldul 38. tbl. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.