Vikan - 21.09.1967, Side 6
tesamoll þéttir
dyr og glugga.
Hið teygjanlega tesamoll fellur í
samskeyti og rifur milli fals og karma,
þar eð tesamoll er gert úr svampkenndu
efni, sem útilokar bæði súg og vætu.
tesamoll deyfir hurðaskelli og þéttir dyrnar svo notalegur
ylur heizt í herberginu.
O í LT Æ. K I MKás&á
Margar gerðir af BLAUPUNKT bíltækjum
ásamt festingum í flestar tegundir
bifreiða.
GUNNAR ÁSGEIRSSON H. F.
Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200
TÆKNIGALLAR . ..
Þeir eru margir, sem þurfa að
láta ljós sitt skína á síðu þeirri,
sem þú hefur til umráða í Vik-
unni. Ég vil aðeins spyrja þig
um eitt atriði. Ég rakst á blað
hét Tækni fyrir alla. Þetta hefti
hét ækni fyrir alla. Þetta hefði
sem ég rakst á var 1. árg. 7. tbl.
frá 1960. Getur það staðizt? En
svo er það stóra spurningin, er
blaðið lifandi enn? Ef svo er
ekki, er von á endurvakningu
þess? Hvenær?
Viltu vera svo góður að svara
þessu eins fljótt og hægt er.
Einn með lausa skrúfu og
tæknigalla.
P.S. Ég spyr ekki um skriftina,
af því ég veit að hún er hreint
afbragð.
Þessi ár hafa verið mikil breyt-
ingaár í útgáfustarfsemi. Fyrst
kom út tímarit, sem hét Flug-
mál, breyttist því næst Flugmál
og tækni, og síðast Tækni fyrir
alla. Það kom út í u.þ.b. 2 ár.
Ártal þitt er rétt. Blaðið hætti
að koma út 1961.
Skriftin þín er bráðskemmti-
leg, að ekki sé talað um undir-
skriftina.
UM KETTI OG HELLA.
Kæri Póstur!
Gefðu okkur nú svar við því,
hvers vegna læða (köttur) eign-
ast kettlinga, sem líkjast sitt
hvorum högnanum (köttur). Sem
sé, að um marga pabba geti ver-
ið að ræða. Hún átti þá alla í
einu.
Af hverju er Surtshellir ekki
merktur? Maður nokkur gekk
um hraunið í óratíma, en fann
hvergi hellismunnann.
k og b.
Þið skötuhjú, sem þetta bréf rit-
ið, virðizt ekki vera mjög kettl-
ingagögg (sbr. mannglögg). Því
jafnvel þótt kettlingarnir læð-
unnar hafi verið ólíkir, þá get-
um við fullyrt, að það stendur
sami faðirinn að þeim öllum.
Hins vegar finnst okkur sérlega
furðulegt að bæði högni og læða
skuli þýða köttur, og þökkum
innilega fyrir fræðsluna.
Hitt er rétt, að til skamms
tíma hefur Surtshellir verið mjög
illa merktur, og margur ferða
langurinn orðið reiður og ergi-
legur vegna þess. Einhver spýta
mun þó eiga að vísa á hann. En
þvi er hér með komið áleiðis
til réttra aðila, að ráðin verði
bót á þessu hið skjótasta.
BÖKIN BOGNA.
Kæri Póstur!
Gefðu mér nú gott ráð. Ég er
fimmtán ára og með bogið bak.
Ég get ómögulega gengið bein í
baki. Er hægt að fá eitthvað til
þess að spengja á sér bakið?
Hvar er það þá hægt og hjá
hverjum? Hvað ætli það kosti,
ef það er þá hægt? Hvernig er
skriftin? Svaraðu mér fljótt og
án útúrsnúninga.
H.H.
P.S. Ég kaupi þig alltaf. Mér
finnst þú vera gott blað og góð
dægrastytting.
Bogið bak stafar oftast af hrygg-
skekkju. Það er ágætt ráð, þeg-
ar fólk þjáist af einhverju, að
fara til læknis, þeir geta verið
býsna glúrnir. Og það er ekki
óliklegt að sá læknir, sem þú
ferð til, sendi þig í bakæfingar
hjá sjúkraþjálfara. Það er alls
ekki mjög dýrt.
Skriftin er sæmileg, ekki meir.
HÁTT SKAL STEFNT, ÞÓTT LÁGT
SÉ LAGZT.
Kæri Póstur!
Svo er mál með vexti, að ég
er staðráðin í að giftast Keith
Richard, stráknum í The Rolling
Stones, og ég ætla að skrifa hon-
um út og biðja hans. Ég er nokk-
urn veginn búin að semja bréfið,
en ég veit ekki hvað er að gift-
ast á ensku, og íslenzk-ensk orða-
bók er ekki til, eins og þú veizt.
Svaraðu mér fljótt og vel.
Silla.
Að giftast er to marry á enku.
Annars grunar okkur að þið
verðið skilin aftur, áður en árið
er liðið. — Það er til gömul ís-
lenzk-ensk orðabók eftir Geir
Zoega.
AUGLÝSINGATEIKNUN.
Kæri Póstur!
Ég er 18 ára gamall og mig
langar til þess að fá allar upp
lýsingar um það, hvar sé hægt
að læra auglýsingateiknun og
allt þar að lútandi.
Hvernig er skriftin?
Ási.
Auglýsingateiknun er aðeins
kennd hérlendis í Handíða- og
Myndlistarskólanum. Þeir veita
allar upplýsingar, þú skalt skrifa
þeim cða cinhvem veginn hafa
samband við þá sem allra fyrst.
Skriftin er sæmileg, en staf-
setningin anzans ári slæm.
6 VTKAN
38. tbl.