Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 7

Vikan - 21.09.1967, Side 7
MIKIL HRIFNING. Elsku Vika! Ég er hérna stelpa, sem er hrifin af strák, sem er svo hrif- inn af annarri stelpu, en hún er svo hrifin af enn öðrum strák, sem er hrifinn af mér. Ég er 14 ára og er ekkert hrifin af strákn- um, sem er hrifinn af mér. Á ég nokkuð að byrja að vera með honum? Rugluð. Nei, góða, vertu ekki að því. Hættu bara að hugsa um þessa flækju, og re.yndu að jafna þig á hlutunum. ÚR EINU í ANNAÐ . . . Kæri Póstur! Nú var það í blöðunum að bú- ið væri að banna Glaumbæ að hafa opið lengur en til Vz 12. ■— Gott og vel. En hvernig er það, gera þessir menn, sem eru að banna hitt og þetta í þjóðfélag- inu, sér grein fyrir, að það stór- vantar ptáss fyrir fólk að skemmta sér. Það er ekki nema öfáir staðir sem ungt fólk kemst inn. Það má gifta sig og gera allt mögulegt, en það má ekki fara inn á. Það má gifta sig og gera allt sé heilsuspillandi og ólöglegt að troða svona í húsið, þá verður þetta fólk, sem á annað borð get- ur hugsað sér að troðast þetta, einhvers staðar að vera. Skemmtilöggjöfin hérna er hlægileg í alla staði. Vínveiting- ar miðaðar við 21 ár, sem er svo vitlaust að enginn maður getur virt slíkt. Þessir vinir, sem setja lögin, hljóta að vita, að í ámóta tilfellum og þessu er það ekki bókstafurinn, sem skapar venj una, heldur réttlætistilfinning fólksins. sjálfs. Vínveitingaleyfi á að lækka niður í 18 ár sem allra fyrst. Það var ein vitleysan enn, þeg- ar farið var að loka danshúsun- um klukkan eitt, í staðinn fyrir 3 og 4 áður. Þetta var upphafið að „heimapartíunum“ sem allir þekkja. Það var víst varla breyt- ing til batnaðar, enda standa þau oft og oftast lengur en til 3 og 4. Það á að loka danshúsunum seinna! Drykkjusiðum fslendinga þarf að snai-breyta. Brennivínsþambið er hræðilegt í alla staði. Það á að hækka sterku vínin um helm- ing, en þar á móti á að lækka veiku vínin. Og svo auðvitað leyfa bjórinn. Þetta myndi snar- breyta íslendingum á örstuttum tíma. Annars er bezt að snúa sér að efninu: Getur þú sagt mér hvort skemmtilöggjöfin er nokkurs staðar í heiminum eins vitlaus og hér? Njólfur. Nákvæmur samanburður hef- ur ekki verið gerður, en þessi „skemmtilöggjöf“ er víst nokkuð vitlaus í Noregi líka, og raunar víðar. OG BRJÓSTIN VAXA. Kæri Póstur! Ég ætla að skrifa þér frá mjög persónulegu vandamáli, og bið þig að svara sem fyrst. Ég er hávaxin stelpa og öll- um finnst ég vera sæt. Þér finnst ég áreiðanlega bara vera að monta mig, en það segja þetta svo margir. Ég er dökkhærð og með stór og falleg augu. En ég hef svo voðalega lílil brjóst. Og þau hafa ekkert stækk- að í eitt ár. Er ekki hægt að láta laga þetta með einhverjum sprautum? Hvaða tæknar lækna svona? Ég yrði miklu fallegri, ef þetta yrði lagað. Ein 14 ára. Bréf þitt er hjartnæmt og hríf- andi og- vakti Póstinn til umhugs- unar og vorkunnsemi og hann var staðráðinn í að hjálpa þér eftir mætti, þangað til kom að undirskriftinni. Sumar jafnöldrur þínar eru eins og vel gerður fótboltavöll- ur frá hálsi til mittis að framan- verðu, og þykir ekkert athuga- vert. Bíddu svo sem eins og tvö ár, sannaðu til að það verður breyting á þessu. Herbert! Ég held ég viti núna hversvegna þú veiðir aldrei fisk! Jfl, VIÐ EBUM SflMMfllA „Hún er bœði fallegri 09 fullkomnari CENTRIFUG AL VVAbH M0DEL620 EINUM HNAPPI veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 (T) ÞVÆR, (T) HITAR, © SÝÐUR, © MARGSKOLAR, (T) ÞEYTIVINDUR fliiAN m -öll ffNI- S ápai; puskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg ÍIQ|lf|||P im sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður E|Íaaií|ll9 skaleíRi i; kur sjálf inn sérstakt skolefni þér óskið að nota það g ÍjlSÍÍon Tvlvirk. afbragðs SlSHIIilj þeytivinding m erKjaljfts ?jsr- íestii Þarf ekki að festast íj niður með boltum Ofltl Nœlonhúðuð að utan — fínslípað, Sérlega 1(1011111(1 01 311 ryðfrítt stál að innan auðveld luHSfilllj repsla i ullkomnasta og fallegasta élin á markaðinum leiffaryieir . SiMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVIK. Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 með nónari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála NAFI>l __________________________________________________________ HEIAAILI ________________________________________________________ TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík i 38. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.