Vikan - 21.09.1967, Side 11
I
HJEDAN BRJOST HITT SSBA
06 iSTIB FTILTD
Árið 1822 gefur Ingibjörg þessa
skýrslu um soninn: „Grímur er
öflugur drengur. Hann hleypur
nú um allt og er digur og feitur.
Hann er laglegur í andliti, með
blá augu, mikið hörð og snör.
Hann er illur og harður.“
í þessari umsögn finnst fyrsti
vísir til lýsingar á Grími Thom-
sen eins og hann varð, er út í
lífið kom. Grímur var ævina alla
í aðra röndina „illur og harður.“
Augun gefa fyrirheit um óvenju
mikla lífsorku og baráttuvilja.
Strákurinn er karskur og eftir-
læti foreldranna. Góðir foreldrar
aga börn sín, og bendir margt til,
að hér hafi aginn verið meiri en
hollt var pilti með skapferli
Gríms. Þeir urðu skjótt ásáttir
um, að úr honum skyldi mikið
verða. Átta ára hefur hann lat-
ínunám. Hann verður jafnvel að
liggja í bókunum yfir sumartím-
ann. Þegar hann er fjórtán ára
les hann í hjáverkum þýzku og
frönsku. Ekki er honum komið
í Bessastaðaskóla, þótt hann eigi
heima á skólasetrinu, heldur til
náms hjá Árna Helgasyni, stift-
prófasti í Görðum. Var margt um
þá ráðstöfun skrafað. Séra Jón
Austmann skrifar kunningja sín-
um: „Grímur litli er að læra hjá
prófastinum, og sálin fer hvað úr
hverju að hafa þröngbýlt í
kroppnum, segja piltarnir.1
Það er hljótt um Grím þessi
ár. Nómsstritið hefur án efa sett
mark sitt á hann. Hann fer margs
á mis, sem æskan þráir. Stúdent
verður hann 17 ára gamall, og
hann á að fara á háskólann í
Kaupmannahöfn. Ingibjörg segir
árið 1836, að hann sé „æði ungur
til að komast í landsmannahópinn
þar, þó allt sé vel. Hann er auð-
mótaður til alls.“ (Leturbr. mín
K. B.). — Árið eftir fer hann ut-
an. Loksins er hann frjáls. Sam-
nefnari allra kennda, sem á hann
orka, nefnit lífsþorsti.
Á næstu árum á Grímur að
láta hið mikla hlutskipti rætast,
sem Bessastaðahjónin ætla hon-
um. Hinn mikli metnaður þeirra
fyrir hönd þessa sonar á sér djúp-
ar rætur. Metnaðargjarnir for-
eldrar vilja tíðum láta börn sín
bæta fyrir tilfinningaleg skakka-
föll, er þeir hafa sætt. Grímur
er fórnarlamb slíks uppbóta-
kerfist. Einkum mun Þorgrímur
hafa kosið sér það hlutskipti, að
sonurinn kæmist til æðstu
metorða og helzt með sem skjót-
ustum hætti. Hann átti að bæta
um „hans lága stand“, sem hafði
gert hann að vonbiðli Ingibjarg-
ar um árabil. Ingibjörgu fer líkt.
Hún man enn árin sín í Viðey
og vinnukonustandið. Tilfinning-
ar beggja falla hér í sama farveg,
og straumþunginn verður að von-
um mikill. Hjónin hafa skipulagt
lífsferil piltsins en ekki eru horf-
ur á, að hann reynist traustur
þáttur í velmektaráætluninni.
Munurinn á Álftanesinu ann-
ars vegar og kóngsins Kaup-
mannahöfn hins vegar er mikill
það herrans ár 1837. íslendingur,
sem fer utan til náms, verður að
taka upp nýja tungu, nýja lífs-
hætti, ný lífsviðhorf. Jafnvel flest
það, sem talið er sómasamlegt
heima fyrir, hlægir Hafnarbúann.
Mörlandinn er hjákátlegur í hátt-
um og fasi. Einkum er það tvennt,
sem heimaalningnum er hált á í
Borginni við Sundið: klæðnaður
og mataræði. Lyktin af harðfiski,
hangikjöti og hákarli er nefnd
íslandslykt. Sem betur fer er hún
þó nokkuð staðbundin. Aðal-
heimkynni: 6. gangur á Garði.
Fyrir erlend nef er þetta óþol-
andi fnykur.
Sökum þjóðernislegrar sér-
stöðu halda íslenzkir Garðbúar
hópinn yfirleitt, hafa allajafna
ekki meiri samskipti af dönskum
samstúdentum en þörf er á. Eink-
um gætir þessa framan af náms-
ferli þeirra. Grímur frá Bessa-
stöðum fer fljótlega eigin leiðir.
Auðsætt er, hvað veldur. Sam-
staða hans með löndum er dálítið
hæpin. Hér er kominn pilturinn,
sem sagður var of góður til að
vera skólafélagi þeirra á Bessa-
stöðum, pilturinn, sem á að slá
þeim eftirminnilega við, piltur-
inn, sem hefur rýmri fjárráð en
nokkur hinna. Hann er lang-
yngstur þeirra, en rejmist eigi
að síður svarharður úr hófi, ert-
inn og ófyrrlátssamur. Grímur
Þorgrímsson á tveggja kosta völ:
lifa í einangrun eða leitast við
að blanda geði við danska félaga
engu miður en íslenzka. Skapi
hans og metnaði er á þann veg
háttað, að hann nýtur sín ekki
nema geta látið bera á sér, haft
um sig hirð. Landar á Garði eru
undantekningarlítið komnir af
embættismannaaðlinum. Grímur
getur ekki státað af ættgöfgi í
sama mæli og þeir. Hann verður
að skapa sér séraðstöðu til að
ríða af þann baggamun. Hann er
tilvalinn skotspónn.
Grími er ljóst, að þeir einir
eiga upp á pallborðið hjá Dan-
anum, sem ekki eru brenndir ís-
lenzku kotungsmarki. Hann
verður mjög hrifinn af Skandi-
navismanum, samnorrænum fé-
lagsskap, en í honum eru mörg
yngri skáld Dana og kunnir
menntamenn. Hann lætur sig
Framhald á bls. 28.
38. tbi. VIKAN 11