Vikan


Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 13

Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 13
Falinn I kjallara í sfnu eigin húsi, sat herra Loewy, og trúðí þvi að réttlaeti og mannúð myndu að lokum sigra. ... Um bað leyti sem Adolf Hitler brauzt til valda í Þýzkalandi, bjó í Munchen maður að nafni Karl Loewy. Hann framleiddi barnaleikföng, var glaðlyndur og bjart- sýnn maður, sem trúði á mannlega náttúru, góða vindla, góðar bækur og lýðveldi. Þótt hann væri ekki Aríi sjálfur, neitaði herra Karl að taka alvarlega and-semí- tízkar árásir kanslarans; — í hjarta sínu sannfærður um að skynsemi, gætni og viss tilfinning fyrir réttlæti, sem allsstaðar bjó í mannlegum hjörtum, myndi að lokum sigra yfir þessum hrollvekjandi atburðum, sem hlutu að vera stundar fyrirbrigði. Varnarorðum vina sinna af gyðingaættum, sem voru að axla sín skinn og flýja land, svaraði hann með hressilegum hlátri og hreiðraði um sig í þægilegum hæg- indastól, með stóran vindil milli nautnalegra varanna; talaði hátt um náin kynni sín og vináttubönd, sem hann hafði bundizt félögum sínum í skotgröfunum, meðan á styrjöldinni 1914—18 stóð; mönnum sem nú voru í virðingarstöðum. Þeir myndu örugglega leggja honum lið, ef á þyrfti að halda. Hann bauð þessum áköfu vinum sínum upp á glas af góðu víni, sjálfur lyfti hann glasi og skálaði fyrir „mannlegri náttúru“, sem hann sagðist bera fullkomið traust til, hvort sem mennirnir klædd- ust einkennisbúningi nazista eða prússa, týrólahatti eða derhúfu verkamannsins. Að vísu voru fyrstu stjórnarár Hitlers ekki erfið vini okkar Karli. Stundum varð hann þó fyrir hnútum og grófum athugasemdum, en annaðhvort var það að „vinirnir úr skotgröfunum" höfðu með leynd hagrætt eitthvað högum hans, eða það að í út- litli var hann dæmigerður Þjóðverji, svo mikið var víst, að eitthvað hafði seinkað rannsóknum á ætterni hans, og Karl hélt áfram að lifa sínu áhyggjulausa lífi. Hann var ýmist í leikfangaverksmiðjunni, eða hann naut þess að sitja í bókaher- berginu sínu, með góðan vindil og glas af góðu víni, sem hann átti nægar birgðir af í kjallaranum. Hann var bjartsýnn og öruggur í trú sinni á mannkynið. Þá kom stríðið, og breytingin varð mikil og skjót. Einn daginn var honum meinað- ur aðgangur að verksmiðjunni og annan daginn varð hann fyrir gróflegri árás af ungum mönnum í einkennisbúningum, sem misþyrmdu honum hrottalega. Herra Karl þurrkaði blóðið af andliti sínu, og reyndi að hringja í „vinina úr skot- gröfunum“, en þeir voru ýmist ekki heima eða þeir svöruðu ekki í símann. f fyrsta sinn á ævinni fann hann fyrir áhyggjum. Hann fór inn í bókaherbergið og starði lengi á bækurnar, sem þöktu alla veggi. Hann braut heilann um þessar bækur; — þessa samanþjöppuðu fjársjóði, sem töluðu sínu sérstaka máli um mannkynið, vörðu gerðir þess og báðu fyrir gæfu þess, skoruðu á herra Karl að gefast ekki upp, láta ekki bugast. Þarna voru þeir; Plato, Mantaigne, Erasmus, Descartes, Heine Hann varð að trúa þessum forsvarsmönnum upprunans; hann varð að vera þolinmóður, varð að gefa mannkærleikanum nægan tíma, sýna umburðar- lyndi og finna einhverja leið út úr þessum misskilningi aldarandans. Frakkar höfðu ágætis orðtak til að lýsa þessu; Chassez le naturel, il revient au galop — þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún heim um síðir. Þeii höfðu á réttu að standa, en það var greinilegt að þetta gat tekið nokkurn tima. Hann mátti bara ekki láta þetta á sig fá eða gefast upp, en líklega var þó betra fyrir mann að gera einhverjar varúðarráðstafanir. Herra Karl settist í hæg- indastólinn og hugsaði ráð sitt. Hann var feitlaginn maður, rjóður í andliti, augun glömpuðu glettnislega bak við gleraugun, varirnar voru síbrosandi eins og þær hefðu geymt öll glettin svör, sem höfðu komið yfir þær um ævina. Hann starði enn lengi á bækurnar, vindlakassana og flöskuna af gómsætu Búrgundavíni, sem stoð við hlið hans, eins og hann vildi fá einhver ráð frá þessum hlutum, og smam saman birti yfir augnsvipnum, laumulegt bros læddist yfii andlit hans, og hann lyfti glasi sínu í áttina til bókanna á veggjunum, eins og til að fullvissa þær um trúmennsku sína. Framhald á bls. 41. 38. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.