Vikan - 21.09.1967, Side 15
Willie hugsaði sig um. — Ég held,
að það sé ekki til að hafa áhyggj-
ur af. Það eru aðeins sárafáir, sem
vita að þú stýrir Deildinni, og þeim
finnst áreiðanlega ekki undarlegt
að hún hafi samband við þig. Þeir
Kta þannig á þetta, að sé hún í
viðskiptum, séu hlunnindi fyrir hana
að vita um gerðir þínar, hugsanir
og hreyfingar, og ef hún er það
ekki, skiptir það ekki máli.
Dyrnar út á stóru svalirnar opn-
uðust, og Modesty kom fram. Það
var nýr Ijómi í augum hennar og
ákefð í göngulaginu, þegar hún
gekk til þeirra. Tarrant hafði aldr-
ei séð hana jafn nærri þvl að láta
sjá á sér æsing.
— Willie, sagði hún og lagði
hendina yfir hans, sem hvddi á
handriðinu. — Ég held, að við gæt-
um það. Það er tvennt eða þrennt,
sem gæti unnið fyrir okkur, ef við
erum snögg. Viltu reyna?
— Fjóluvöndurinn og hálfi grís-
inn heppnaðist ekki vel við Mela-
ine, sagði hann, — svo ég er milli
stúlkna. Eina spuringin er: Getum
við gert þetta í tæka tíð? Ef verið
er að ráða málaliðanna, vitum við
ekki hve lengi það stendur.
— Það er óþekkt stærð og við
getum ekkert gert við henni, en ég
held að við getum komið okkur
fyrir á réttum stað, nokkuð fljótt.
Og við höfum verið að þjálfa þessa
hugmynd þína, sem þú sýndir mér
fyrir nokkrum vikum, manstu ekki?
. . . Svona ertu. Þú færð hugmynd-
irnar, en sérð ekki að hvaða gagni
þeir mega koma.
— Dreptu mig nú ekki alvegl
Gleðibros færðist yfir andlit Willi-
es. — Ég er bara að búa til hug-
mynd. Mér datt ekki í hug, að við
fengjum nokkurn tíma tækifæri til
að útfæra hana raunverulega.
Tarrant hlustaði án þess að
halda sig við aðalmálið. — Hve
langan tíma tekur það fyrir ykkur
að komast á réttan stað? spurði
hann.
Hún hallaði sér fram á svalar-
riðið og horfði niður eftir garðin-
um. — Tvær vikur, vona ég. Og þá,
Sir Gerald, ef hugboð þitt er rétt,
hugsa ég, að við verðum komin
langleiðina niður eftir sorpröri mála-
liðastarfsins, til að gá hvað er á
hinum endanum.
Tarrant horfði á naktan hand-
legginn, sem var svo rétt við hönd
hans, á háa hálsinum, sem reis upp
úr blússunni, þéttar, lokkandi Ifnur
brjóstanna, mittisins og læranna.
Hann fékk snöggan sting í hjartað,
þegar honum var hugsað til þess,
hve viðkvæmt mannlegt hold og
bein eru, og hann fann, eins og
svo oft áður, súrt óbragð í munn-
inum, vegna sjálfs sín og starfsins,
sem hann stundaði.
6.
Það var heitt í dalnum. Snjó-
skaflanir á lægri eggjunum fóru
minnkandi, en tindarnir, sem hærri
voru og fjær, lágu enn undir sfnu
eilífðarhvíta teppi. Sarrat sat við
hliðina á Hamid og horfði á litlu
vörubílana með löngu aftanívagn-
ana renna framhjá. í aftanívögn-
unum voru matvæli sem tekin höfðu
verið úr Herkúles flutningavélinni,
sem lenti á flugvellinum niðri við
vatnið, fyrir um hálftíma.
Trukkarnir námu staðar og hóp-
ur manna tók að hlaða handvagna
og ýta þeim á undan sér inn í
þann hluta hallarinnar, sem kæli-
klefarnir voru í
Fimmtíu metra í burtu, undir
léttum sóltjöldum, lágu um þrjátfu
konur á dýnum eða stóðu saman
í litlum hópum og töluðu. Þær voru
af mörgum þjóðernum, aðallega
frá Asíu, en inn á milli voru nokkr-
ar dökkhærðar, suður-evrópskar og
Ijóshærðar, norrænar týpur. Þær
voru á aldri frá tvítugu og upp f
hálffertugar. Allar voru hreinar,
vel snyrtar og í þokkalegum hold-
um. Eftirlit og viðhald kvennanna
í kvennabúrinu var álitið mjög mik-
ilvægt.
Nokkrar kvennanna voru í þunn-
um silkikjólum, aðrar voru í stutt-
buxum og skyrtum. Nokkrar voru
í sundbolum, en allar samkvæmt
nýjustu tízku. Ein stúlkan lá á bak-
inu í sólinni og teygði frá sér hend-
ur og fætur, kviknakin.
Sarrat glotti, þegar hann horfði
í áttina til hópsins. Þetta var Leila,
fransk-kínverska stúlkan frá Ban-
kok. Hún var kynóð. Þótt undarlegt
mætti virðast, var hún í engu uppá-
haldi meðal mannanna. Þegar nýir
menn komu, var þeim sagt frá gíf-
urlegri getu Leilu og ótrúlegri hug-
myndaauðgi hennar, þá neru þeir
saman höndunum, reyndu hana
einu sinni og grobbuðu síðar af því
í smáatriðum, hvað þeim hefði á-
unnizt, en þeir tóku hana ekki til
heillar nætur aftur.
Leila lá óróleg í sólinni, sneri sér
oft og hreyfði sig f von um að vekja
athygli mannanna sem leið áttu
hjá. Sarrat minntist sinnar eigin
reynslu af henni. Eftir þrjár klukku-
stundir var hann sjálfur búin að
fá gersamlega nóg og orðinn svo
reiður yfir frekjunni í henni, að
hann hefði með ánægju barið hana
niður, en það var óhugsandi, Karz
lét ekki viðgangast, að starfsliðið
f „kvennadeildinni" eins og hann
kallaði hóruhúsið, yrði fyrir nokkru
hnjaski. Einn maður hafði orðið að
mæta tvíburunum og deyja fyrir
skeytingarleysi gagnvart þeirri járn-
reglu. Leila hafði heimtað — og
meira en það, hún hafði heimtað
og gefið honum ógnandi f skyn,
hvað gerast kynni, ef hún ryfi sig
með sínum löngu nöglum og hróp-
aði á Mayu, maddömuna. Svitinn
spratt út á Sarrat, þegar hann minnt-
ist þess, sem eftir lifði þeirrar næt-
ur, og alls þess, sem hún lét hann
gera, í æðislegri leit sinni að full-
nægju. Hann gat glott að því núna,
og notið þess að vita aðra verða
fyrir sömu niðurlægingu, en það
hafði ekki verið honum aðhláturs-
efni þá.
— Hefurðu verið hjá Leilu? spurði
hann Hamid. Arabinn gretti sig
fyrirlitlega og lyfti annarri hend-
inni með ofurlitlu bili milli þumal-
og vísifingurs. — Aðeins smá stund,
sagði hann. — Hún er ekki góð
fyrir karlmann.
— En hún hefur mikið . . . sagði
Sarrat og dró annað augað kank-
vfslega í pung. Hann vonaðist til
að geta komið Hamid til að bóka
heila nótt hjá Leilu. Oðruvísi vannst
henni ekki tími til að verða nógu
erfið.
Hamid hrukkaði hlykkjótt nefið.
— Enginn karlmaður getur fullnægt
henni, Sarrat.
— Hverju máli skiptir það?
— Það skiptir engu máli — ef þú
ert api. Sértu karlmaður er það
skelfilegt, það sviptir mann sjálfs-
traustinu.
Sarrat hló svo hann lék allur á
reiðiskjálfi. — Þið þessir andskot-
ans Arabar, sagði hann.
Hamid yppti öxlum. Þeir sátu
þegjandi, horfðu á mennina vinna
og konurnar hvíla sig. Þær voru
ekki allar þarna. Allt í allt voru
eitthvað yfir fimmtíu konur [ kvenna-
búrinu. Flestar voru sjálfboðaliðar,
að því marki, að þær tóku að sér
starf sem þær vissu aðeins í hverju
myndi vera fólgið, en ekki hvar og
á hvern hátt, og fengu fyrir það
væna fjárhæð, lagða á þeirra eig-
in nöfn inn á banka, fyrirfram.
Yfirleitt voru þær ekki forvitnar
um tilgang þessa litla, ankanalega
hers, en létu sér vel líka hlutskipti
sitt. Nokkrar, kannske tíu allt í allt,
voru ekki sjálfboðaliðar. Að minnsta
kosti þrjár höfðu verið keyptar sem
þrælar f Saudi-Arabíu, og Sarrat
vissi, að þarna voru tvær ungversk-
ar stúlkur og þrjár kínverskar, sem
höfðu verið pólitískir fangar ( sín-
um löndum. Þegar þær höfðu van-
izt lífinu hér, var það örugglega
betra en það, sem þær höfðu horf-
ið frá.
— Karz hefur ekki ákveðið að
velja flokksstjóra úr hópnum hér
ennþá? spurði Hamid.
— Nei. Sarrat slæmdi hendinni
eftir flugu, sem hafði setzt á háls-
inn á honum. — Hann bíður enn
eftir fréttum af Blaise og Garvin.
Hamid neri hlaupið á Mló riffl-
inum, sem lá yfir hnén á honum
og hristi höfuðið. — Það var barna-
legt. Hver ætli gegni konu?
— Hún var stórkostleg.
— En hún er kona.
— Karz sendi eftir skýrslu um
hana. Hún kom í gær með dúfunni.
Það var tveggja hreyfla de Havil-
land Dove, sex farþega flugvél, sem
var í förum milli dalsins og Kabul
í suðri, en í norðri staðar, sem eng-
inn vissi um, nema flugmennirnir
tveir og Karz.
— Vill hann fá þessa konu?
spurði Hamid.
— Fremur nú en nokkru sinni
fyrr, þegar hann hefið lesið skýrsl-
una hennar.
Arabinn starði út í bláinn um
hríð. — Hafa komið nokkrar frek-
ari fréttir frá lögreglustjóranum?
spurði hann að lokum.
— Skilaboð í gær.
— Góð eða slæm?
— Hvorttveggja. Þar segir, að
konan hafi ef til vill samband við
mann, sem ef til vill hafi samband
við brezku leyniþjónustuna.
— Aha. Og þær góðu?
— Eitthvað hefur komið fyrir Mo-
desty Blaise. Það er einn og annar
orðrómur á kreiki. Allt í einu er
hún á faralds fæti, eirðarlaus. Sarr-
at bandaði þykkri hendinni út f
loftið. — Frakkland, Aþena, Beirut,
allt á nokkrum dögum.
— Af hvaða ástæðu?
— Hún spiiar. Það er ekkert nýtt.
En nú spilar hún og leggur mikið
undir í salles privées. Það er nýtt.
—■ Af hverju er það gott?
— Karz er alltaf að hugsa um
vogarstöng. Þetta er veikleiki. Karz
álítur, að allur veikleiki geti reynzt
vogarstöng.
Hamid spýtti og fimir fingurnir
fitluðu við riffilinn. — Getl . . .
bergmálaði hann fyrirlitlega. —
Karz ætti að velja tvo góða menn
og hækka þá í stöðu.
Sarrat svaraði ekki strax, en þeg-
ar hann gerði það, var röddin of
lág, til þess að mennirnir, sem voru
að vinna skammt undan, gætu heyrt
til hans. — Hamid, er þetta í fyrsta
sinn, sem þú vinnur með Karz?
- já.
— Mundu þá, hvað hann sagði
við okkur í upphafi. Ég hef verið
með honum áður, og ég hef heyrt
þetta þrisvar. Mennirnir, sem við
stýrum, eru skepnur. Það eru mjög
fáir af okkar tagi, Hamid, sem geta
skapað og leitt deild þessara manna
á þann hátt, sem Karz krefst.
— Uss! Það eru margir, sem geta
stjórnað.
— Ekki, sem geta stjórnað úlfum
eins og þessum, og ekki í svona
áætlun. Flestir menn eru bundnir
löndum eða einhverjum barnaleg-
um málstað. Sarrat rumdi fyrirlit-
lega. — Þeir eru ekki eins og við.
Hamid hugsaði sig um. — Ef til
vill fáum við konuna, og ef til vill
bregzt hún. Maðurinn einnig.
— Það er handa Karz að hafa
áhyggjur af. Sarrat glotti og reis
á fætur. — Láttu hann um það,
Hamid. Með eða án Blaise og Gar-
vin hefur hann allt reiðubúið, þeg-
ar dagurinn upp rís fyrir Tígris-
tönn.
Willie Garvin hélt Ijóshærðu
stúlkunni þétt að sér, þar til heitur
líkami hennar var hættur að nötra.
Hann kyssti hana, varlega að þessu
sinni, velti sér svo yfir á hliðina
og lá með hönd undir höfði og
horfði á hana. Sængin iá í ólögu-
legri hrúgu á gólfinu.
Síðari hluti dags, hugsaði hann
milli kaffis og kvöldmatar, var
raunar uppáhaldstími hans fyrir
þetta. Síðar myndu þau taka leigu-
bíl frá íbúð hennar, borða í Ehmke,
þar sem hann myndi enn einu sinni
sannnreyna kenningu sína um ostr-
ur, síðan áfram til St. Pauli næt-
urklúbbanna, fá sér nokkra drykki,
dansa ofurlítið, ganga upp eftir
Davidstrasse og eftir þrönga, upp-
Framhald á bls. 49.
38. tbi. VIKAN 15