Vikan


Vikan - 21.09.1967, Síða 16

Vikan - 21.09.1967, Síða 16
VIÐTAL VIÐ KARL SIGHVATSSON EFTIR EYRflNU Andpés Indriðason Fpmskilwði il sanstarf sé gott - et hliómsveitii ó að eó árimarí MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON. Kari Sighvatsson er einn af þeim náungum, sem ætla mætti að hefðu alið allan sinn aldur í sviðsljósinu, Slíkir fuglar eru sannarlega sjald- gæfir, a. m. k. hér á landi. Því miður verður það að segjast, að margir okkar ágætu skemmti- krafta eru eins og upptrekktar spiladósir. Það er oft og tíðum engu líkara en að þeim dauð- leiðist að þurfa að troða upp. En það er eitt- hvað í fari Karls, þar sem hann stendur frammi fyrir fimm þúsund áheyrendum — eins og átti sér stað [ Húsafellsskógi um síðustu verzlunar- mannahelgi — sem fær fólk til að hrífast með. Þessi piltur veit áreiðanlega meira um „show- business" en margir aðrir skemmtikraftar, sem eldri eru í hettunni. Hann er aðeins 1 7 ára. Til skamms tíma lék Karl með hljómsveitinni Dátar, en nú er hann kominn á aðrar slóðir og hefur stofnað hljómsveit ásamt þremur fyrrver- andi liðsmönnum Toxic, Jónasi Jónssyni, Rafni Haraldssyni og Arnari Sigurbjörnssyni og bróð- ur sínum, Sigurjóni, sem áður lék með hljómsveif- inni Mods. Allir voru þessir piltar mikilvækir póstar í sínum hljómsveitum, svo mikilvægir að því er virðist, að þær hurfu af sjónarsviðinu — allar þrjár — þegar þessi samsteypa myndaðist. Flestir furðuðu sig á, að Dátar skyldu hætta, en þessi ágæta hljómsveit átti mjög vinsæla hljóm- plötu ( gangi og önnur tólf laga var ( undirbún- ingi. Sennilega hafa vinsældir hljómsveitarinnar aldrei verið jafn miklar og þegar hún hætti. — 16 VIKAN 38-tbl- Rúnar Gunnarsson var ekkert sérstaklega bjart- sýnn, þegar þessi mál bar á góma fyrir skömmu og kvað með öllu óráðið, hvert stefni nú hjá hljómsveitinni. Og nú mun hljómsveitin vera komin á kreik — skipuð Jónasi sem söngvara, Karli (orgel), Sigurjóni (bassa) og Arnari (gítar). Ég náði í skottið á Karli, um það leyti sem þeir voru að stilla saman strengi sína í fyrsta sinn, og ég bað hann fyrst að segja mér, að hvaða leyti þessi hljómsveit yrði ólík Dátum, þeirri hljómsveit, sem hann hafði leikið með við svo ágætan orð- stír. — Hann sagði: — Við erum allir stilltir inn á sömu bylgju- lengdina: okkur langar til að eiga efnisskrá við allra hæfi og við ætlum framar öllu að forðast hávaða. Við viljum reyna að vera smart klæddir — en þó skal það ekki ganga út f öfgar. Sviðs- framkoman er líka veigamikið atriði — auðvit- að — og við munum leggja áherzlu á, að gera hana skemmtilega og vera allir sem einn í þvf. Karl er snaggaralegur, ungur maður, ákveð- inn og lítur út fyrir að vera eldri en hann er í rauninni. Hann er sjóðmælskur og getur látið dæluna ganga tímunum saman. Hann lifir og hrærist í músikinni og hefur um hana mjög á- kveðnar skoðanir og er ekki feiminn við að láta þær í Ijósi. Karl er Akurnesingur og hlaut eld- skírn sína, er hann kom fram með Dumbó sext- Framhald á bls. 41. Þetta er hin nýja hljómsveit. Frá vinstri: Arnar Sigurbjörnsson, Sigurjón Sighvatsson, Jónas Jóns- son, Rafn Haraidsson og Karl Sighvatsson. „Við er- um allir stilltir inn á sömu bylgjulengdina," segja þcir. Hér eru þeir a. m. k. í tveimur lengjum, sem snúa hvor á móti annarri! O „Við munum leggja áherzlu á að gera sviðs- framkomuna skemmtilcga og standa saman um það allir sem einn.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.