Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 17

Vikan - 21.09.1967, Side 17
Þessar myndir af Karli Sighvatssyni og Jónasi Jónssyni tók ljósmyndarinn okkar, Sigurgeir Sigurjónsson. Myndirnar bera vissulega vott um hugmyndaauðgi ljósmyndarans, cn Sigur- geir á fáa líka hvaö þaö snertir. Myndin af Jónasi er í raun- inni þrjár myndir samkópíeraðar í cina, en galdurinn við myndina af Karli er aðeins mjög gleið linsa á myndavélinni, sem veldur því að öll hllltföll raskast'. ★ Þessi mynd var tekin af Toxic, skömmu áður en hljómsveitin var leyst upp. Þessi hljómsveit vakti at- hygli fyrir sérkennilegar múderingar og frjálslega framkomu á sviði. Þrír piltanna halda enn hópinn — Arnar, Rafn og Jónas, sem hafa myndað hljómsveit á- samt bræðrunum Karli og Sigurjóni Sighvatssyni. — Jón Kristinn Cortes (lengst til hægri) leikur nú með Sóló, sem vaknað hefur til lífsins af löngum dvala, og IJakob Halldórsson (annar frá vinstri) er undirleikari hjá Krumma í barnalíma sjónvarpsins! Allir eru þeir efnilegir hljómlistarmenn og eitt er alveg víst: áhug- ann vantar ekkí. Þetta er næstum ótrúleg sjón! Lög-~j regluþjónn er kominn upp á sviðið í Austurbæjarbíói og virðist vera að gefa liðsmönnum hljómsveitar- innar til kynna að hverfa af svið- inu. Hljómsveitin er Tónar og mynd- in var tekin á hljómleikum 1. febrú- ar sl. Laganna verðir voru ekki hressir yfir því, að hljómsveitin olli slíkum æsingi og buslugangi í saln- um, að til vandræða horfði. Hljóm- sveitarmenn virðast taka því létt- úðlega, þótt lögregluþjónninn taki hljóðfærin úr sambandi við raf- magnið, a. m. k. er ekki annað að sjá á svip þeirra. Eins og menn muna kannski lauk þessari sam- komu með allsherjar marsjeringu niður í miðbæ og „mótmælaaðgerð- um“ fyrir framan lögreglustöðina! Það er Karl Sighvatsson, sem stend- ur við orgelið, en Karl lék um þær mundir með Tónum. Karl hefur lát- ið svo um mælt, að hann hafi orð- ið sketfingu lostinn, þegar skriðan kom upp að sviðinu, ekki aðeins um sjálfan sig heldur orgelið, sem hann hafði keypt þá um daginn. 38. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.