Vikan


Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 19
KL. 11.54 SJÖ MÍNÚTUM SÍÐAR HÖFÐU ÞEIR LOKIÐ VERKINU. RÁNS- MENNIRNIR ÖKU SVO BANKA- BÍLNUM AÐ GÖTU í NAGRENN- INU, ÞAR SEM ÞEIR AF- FERMDU GULLIÐ, SEM VAR 100 MILLJÖN KRÖNA VIRÐI. ÞAÐ VAR EKKI FYRR EN HÁLF- TÍMASÍÐAR AÐ LÖGREGLUNNI VAR GERT VIÐVART. Jack Chandler, 40 óra. Tveir þeir síðarnefndu voru í vörurými bílsins. Þegar bíllinn rann út [ ólgandi umferðina, hreiðruðu þeir um sig, eins vel og það var hægt, á farmi bílsins, sem var 188 gullstengur, sem hver um sig vóg tólf kíló og var um 750 þúsund króna virði. Öðrum hefði eflaust fundizt þetta heilmikið ævintýri, að sitja á hreinu gulli, sem var meira en 100 milljón króna virði, en þetta var dag- legt brauð fyrir þessa menn. Þeir voru varðmenn hhk.'. hjá bankafyrirtækinu N. M. Rotschild & Sons í London. Þeir höfðu í mörg ár sinnt slíkum störf- um með þessum sama bílstjóra. Ef einhver hefði sagt þeim að þetta yrði ekki venjuleg ferð, hefðu þeir eflaust hlegið og sagt: — Ef einhver reynir að snúa á okkur, þá vit- um við hvernig við eigum að taka því. . . . Þeir hefðu líka getað svarað á þennan hátt, því að reglurnar fyrir slíkum gullflutningum eru svo öruggar og hárnákvæmar, að þeir sem far- ið hafa með þessum mönnum í flutningaleið- angur, hafa sagt, að það séu ekki til þeir glæpa- hringir, sem gætu snúið á þá. Aðeins einu sinni, árið 1961, hafði legið við að þeir lentu f klandri. Nokkrum mínútum eftir að þeir höfðu losað gull- stengur fyrir u. þ. b. 25 milljón krónur, til fyr- irtækis í Clerenkwell hverfinu, kom glæpamanna- Framhald á bls. 44. En fyrir utan stóðu bláókunnugir menn. Á'ður en varðmennirnir gátu áttað sig, sprautuðu ræningjarnir ammoniaki í augu þeirra, og blinduðu þá. Bílstjórinn, Walter Clements, reyndi að ná til bílflautunnar, sem var stað- sett [ mælaborðinu fyrir framan hann, en hann náði því ekki. Mennirn- ir sem réðust á hann gátu ráðið niðurlögum hans og límt plástur fyrir munn hans. Það gerðu þeir lika við varðmennina. Þetta var í fyrsta sinn, sem þessir menn höfðu orðið fyrir árás við skyldustörf sín. Hinum bundnu og blinduðu varðmönnum var svo fleygt ofan á gullstengurnar í bilnum, og honum siðan ekið að mannlausu húsi, þar sem gullstengurnar voru fluttar yfir í aðra bíla. Ránsmennirnir gerðu allt þetta, án þess að segja eitt einasta orð, þeir rispuðu steng- urnar, en aðalatriðið var að þetta gengi nógu fljótt fyrir sig. 38. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.