Vikan - 21.09.1967, Page 20
Hin allra göfugasta og fínasta eik hefur verið notuð í þetta rúm,
en gripir eins og þessi geta enzt marga mannsaldra, ef ekki margar
aldir. I fótagafli eru snúnir pílárar og mikið skraut yfir höfðagafli.
Púðarnir í rúminu eru eitthvað af yngri gerð og sömuleiðis nátt-
borðið, hœgra megin við rúmið. En borðið nœst á myndinni, er gam-
alt eikarborð og hinn mesti kjörgripur.
Borð á krossfótum eru nú heldur sjaldgæf orðin en þau voru nokk-
uð algeng hér fyrr meir og oftast svo sterkhyggð, að þau geta enzt
í margar aldir. Hcr sjáum við eitt, sem hefur verið pússað upp og
gert að veglegu borðstofuborði. Stólarnir eru aftur á móti síðari
tíma verk, smíðaðir í stíl við borðið. Skápurinn fyrir enda borðsins
er af gamalli gerð.
Siðan flcstöll heimili á íslandi urðu sæmilega búin húsgögnum, hafa margir orðið til þess
að gá um öxl og grafa fram af háaloftum gamla muni, sem fyrir tuttugu cða þrjátíu árum
þóttu svo ófinir, að þeir voru hreinlega teknir úr umferð. Nú eru flestallir gamlir rokkar,
sem áður lágu í skúmaskotum, upp pússaðir og standa í stofum. Enda sjá það allir nú, að
rokkar cru einstaklega fallcgir munir. Munir eins og askar og rúmfjalir mega heita ófáan-
legir, en aftur á móti er mikið til af danskættuðum húsgögnum frá öldinni scm leið og oft
eru það prýðilegir munir: Ruggustólar, skatthoi, skápar og ýmsar gcrðir af borðum. Þcssir
munir liggja yfirleitt ekki á lausu nú orðið, því fólk er byrjað að skilja gildi þeirra, cn þó
kemur fyrir, að seld cru dánarbú og gcta þar vcrið ágætir, gamlir munir.
Það er mikill misskilningur, að gamlir munir standi cins og illa gerðir hlutir við hlið-
ina á nýjum og nýtízkulcgum. Ilvað sem öllum kenningum um þetta líður, þá sýnir rcynsl-
an, að gamlir munir og nýir standa prýðilega saman og gefa hverju heimili þann blæ erfða
og festu, sem aldrci getur orðið, þcgar einungis ný tekkspýtuhúsgögn eru notuð.
Víða eru til ýmsar gcrðir af gömlum pílárastólum og borðum, sem nú
eru snjáð orðin, en má gcra upp og láta líta prýðiicga út. Þessi stóll
hcfur verið kjörgripur á sinum tíma og cr það raunar enn og það
cr synd að láta svona hluti liggja í glatkistunni.
20 VIKAN 38-tbl-