Vikan - 21.09.1967, Side 21
HÚS OG
HÚSBÚNADUR
Þeir sem komið hafa til Spánar, hafa
víst flestir hrifizt af gamla, spánska
húsgagnastílnum, sem enn er í heiðri
hafður. Þessi spönsku húsgögn fást
raunar víða um heim, m. a. bæði í
Kaupinannahöfn og London. Hér er
spánskt borðstofuborð og stólar, hvort-
tveggja dæmigert. Borðið er eins og
sjá má af fótunum, lagt saman að
nokkru leyti, en annars er það rauð-
málað og það eru stólarnir líka, nema
setan, sem ofin er úr snæri eða basti.
Á gólfinu er einnig snærismotta. Al-
gengt er, að spönsk borðstofuhúsgögn
séu smíðuð úr dökkri eik og þá ómál-
uð, eða að þau séu máluð svört.
Það má segja, að hér ægi öllu saman: Nýtízku sveiflu- og ruggu-
stól með fótaskemli, kjaftastól, sem í rauninni er garðstóll, nýtízku
leslampa, myndum eftir börn og ævagömlu skrifborði. Samt er sam-
komulag og samstaða hlutanna með þeim hætti, að heildin verður
hcimilisleg, en kjölfestan er ekki sízt gamla borðið.
Það er óneitanlega eitthvað rómantískt við svefnherbergi með göml-
um rúmum, allra helzt rúm með stólpum, jafnvel háum stólpum og
himni. Hér eru rúm sem eitt sinn hafa verið samkvæmt tízkunni
og firna fín. Þau eru blámáluð en gulur flötur á gafli hvers rúms
og þar á málað rósaflúr. Höfðagaflinn er hærri og skrautlegri. Hand-
an við rúmin er hornbekkur, borð og stólar, sem líklega hafa ein-
hvern tíma átt heima í eldhúsi. Að minnsta kosti stólarnir eru af
gamalli gerð og eins og hornskápurinn þar yfir.
Kistur eru nú úr sögunni á húsgagnamarkaönum og hafa fataskápar og aðrar liirzlur leyst
þær af hólini. Samt er eitthvað veglegt við þessar stóru eikarkistur, sem sumar voru járn-
slcgnar. Þar sem húsakynni eru af rýmra taginu, fer vel á að láta kistu standa í forstofu
eða jafnvel í stofu ef hún væri eins fallegur gripur og kistan á myndinni. Þessi kista er af
útlendum uppruna; íslenzkar kistur stóðu ekki á fótuin.
38. tbi. VIKAN 21