Vikan


Vikan - 21.09.1967, Síða 22

Vikan - 21.09.1967, Síða 22
Þannig komst hún hjá því að skýra nákvæmlega frá því hver það var, sem ætlaði að flytja þau; skipstjóri, sem hlýddi engum þjóðhöfðingja og átti ekkert flagg annað en hið fræga flagg með hauskúpu og kross- lögðum beinum. — Skipið liggur fyrir akkerum i lítilli vík, skammt frá þorpinu St. Maurice Þar eigum við öll að hittast. Við verðum hvert um sig að koma þangað. Að því er snertir þig og fjölskyldu þína, Maitre Berne, sting ég upp á að þið farið út úr borginni i gegnum litla hliðið uppi á virkinu. Það verður opið í þrjár klukkustundir í viðbót, Því það verður ekki skipt um varðmann fyrr en klukkan sjö í fyrramálið. Ef við flýtum okkur, geta hinar fjölskyldurnar einnig komizt þá leiðina út. Maitre Gabriel hafði vit á að deila ekki við hana. Abigail hafði sagt honum, hvað á seyði var. Hann vissi, að úr því öllu var lokið ef þau gerðu ekkert, yrðu þau nú að grípa hvert tækifæri sem gafst til að komast út úr borginni og leggja á haf út eins fijótt og mögulegt væri. Nóttin var enn dimm og full af myrkri, en nýr dagur, dagurinn sem myndi sjá flótta þeirra eða leiða þau í fangelsi hans hágöfgi, var þegar hafinn og klukkustundirnar liðu hægt, en örugglega. Hann benti sjó- mönnunum á kjallarann, þar sem þeir gætu lokað bundna varðmann- 22 VTKAN 38; tbl- inn, svo fór hann á eftir Angelique upp, til að vekja börnin og frænku sina . Síðar myndi hann reyna að grafast fyrir um þennan framandi líf- vörð hennar, með sólbrennd andlitin og ótrúlegar loðhúfurnar, og hann ætlaði að bíða með það þar til seinna, að velta því fyrir sér hvað hafði gerzt með hana, að hún skyldi breytast í þessa ókunnug- legu konu, sem skipaði honum fyrir. Á einhvern undarlegan hátt geröi hann sér grein fyrir því, að nú voru málin svo alvarleg að Angelique, gat ekki lengur tileinkað sér persónuleika, sem var ekki raunverulega hennar. Á þessari hættu- stund sýndi hún aftur sína réttu liti: Hún hafði tekið að sér stjórnina með reisn, virðuleik og fullkomnu sjálfsöryggi hinna miklu aðals- manna liðinna alda, og eina leiðin til að koma í veg fyrir að stjórn hennar yrðu að engu var að hlýða henni nákvæmlega í hvívetna. Abigail hafði útbúið litla böggla handa hverjum þeirra, eins og hún hafði fengið fyrirmæli um. Séra Beaucaire var þegar á fótum með frænda sinum, en Nataníel litli var enn sofandi við hlið Honorine. — Ég skal vekja þau og klæða, sagði Abigail, án þess að spyrja nokkurs. — Á meðan ferð þú, Angelique, og hlýjar þér i baðkerinu, sem ég bjó handa þér þarna inni, og ferð í þurr föt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.