Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 23

Vikan - 21.09.1967, Side 23
— Þú ert ljósálfur, sagöi Angelique, og án þess aö eyða minnsta tíma, lokaöi hún eldhúsdyrunum. Þaö rauk af heitu baðvatninu í litla klefanum, og hún kastaði rennvotum fötunum á gólfið við hlið- ina á kerinu. Það fór um hana vellíðunaralda, þegar hún sté ofan i vatnið. Hefði hún ekki fengið þessa hvíld, hefði hún ef til vill fallið saman, þrátt fyrir æsinginn, sem fram að þessu hafði haldið henni gangandi. Og enn var töluverðu ólokið. Hún heyrði Abigail vekja börnin varlega og tala við þau. um dásam- legt land, fullt af blómum og fallegum hlutum, sem þau voru nú að leggja af stað til. Stúlkunni heppnaðist að vekja þau mildilega af svefni, án þess að þau yrðu vör við kvíðann, sem grúfði yfir þessum síðustu mínútum, þar sem hver sekúnda var eins og kúla af blýi. — Mikið dáist ég að þér Abigail, sagði Angelique innan úr klefanum. — Þji ert svo róleg. — Það er það minnsta, sem gé get gert fyrir þig, Angelique, svaraði hún jafn rósöm og vökul og þegar hún var að spinna ullina sína á kvöldin. — En hvaðan kemurðu? Þú virðist gjörbreytt. — Er það? Allt i einu kom Angelique auga á sjálfa sig nakta frammi fyrir háa gljáfægða stálspeglinum á veggnum. Venjulega leit hún aðeins annars- hugar í þennan spegil til að laga á sér hárið og höfuðbúnaðinn. I einum svip sá hún hvitan líkama sinn, kvenlegan með mjóu mitti, þéttum brjóstum, löngu baki og fögrum fótum — fegurstu fótleggjum í Versölum — með rauða örinu eftir sárið, sem Colin Paturel hafði orðið að gera til að bjarga lífi hennar eftir snáksbitið i Riffjöllum. Hún hafði steingleymt líkama sínum! Hún heyrði móðgandi röddina í eyrum sér aftur: — Kona, sem ég hefði ekki viljað gefa hundrað pjastra fyrir! Hún yppti öxium glettnislega. — Hvers óskar hann? Jæja, hann getur sjálfum sér um kennt. Hún fór i hrein íöt, sem Abigail hafði lagt á stól, hristi úr hárinu, sem féli eins og sóiargeisli um höfuð hennar og herðar. — Hvernig get ég skýrt það? Hann er versti óvinur minn .... Og bezti vinur minn. Hann hafði hagað sér bæði óvingjarnlega og kuldalega gagnvart henni. Hann hafði hrópað að henni; hann hafði virt angist hennar að vettugi. — Og nú kæra Marquise, hvernig ætlið þér að koma þessum duttlungum yðar í kring? Eins og óskin um að bjarga mörgum manns- lífum væri aðeins illa til fundnir duttlungar! En hann hafSi samþykkt að taka þau um borð. Hann, sjóræninginn, tók áhættu, sem margir skipstjórar með sjálfsvirðingu, jafnvel á vel búnu skipi með öruggri fygld, hefðu neitað að taka á sig. Hver var svo niðurstaðan af kaldhæðnislegum orðum hans? Angelique var löngu hætt að gera sér rellu út af slíku. Hún hafði svo oft orðið að umbera högg forsjónarinnar. Nú var hún komin að þeirri niður- stöðu, að verkin ein töluðu. Jafnvel hann hafði undrazt þetta, og þegar hún yfirgaf skipið, hafði hann látið athugasemd falla um það. — Kæra Marquise. Ég veit, að þér eruð hræðilega skapstór, en samt hafið þér ekki móðgast í eitt einasta skipti, þrátt fyrir hve rudda- lega ég hef komið fram við yður. — Það er svo ótalmargt annað mikilvægara í lifinu. Ef þér bjargið okkur öllum, megið þér meðhöndla mig eins og yður sýnist. — Ég mun gera það, kvíðið engu. Angelique hafði haldið aftur af löngun sinni til að hlægja. Abigail hefði aldrei skilið það. Hún kom fram úr litla kimanum, meðan hún var enn að binda upp um sig pilsið, vatt upp hárið, festi það með hreinni skuplu og sveipaði um sig þurri skikkju. — Ég er tilbúin. — Við erum öll tilbúin. Angelique leit í svip á gömlu, fallegu klukkuna. Það var ekki liðin full hálf klukkustund siðan hún kom heim aftur. Það var eins og tíminn væri að verða teygjanlegur. Honorine var ferðbúin, en hálfsofandi, þar sem hún rorraði á fót- unum. Angelique lyfti henni upp Rebecca ætlaði að fara að tæma vatnið úr kerinu, en Angelique stöðvaði hana. Tíminn var skammur. Svo ætlaði Rebecca að fara að taka til i húsinu. Þau höfðu ekki tíma til annars en að slökkvað í eldstæðinu. Það var Maitre Gabriel, sem trampaði á glóðinni. Þau fóru steinþegjandi niður stigann með aðeins eitt kerti til að lýsa sér. Hvert um sig bar körfu eða pinkil í hendi sér. Þegar þau komu út í garðinn, spurði Maitre Gabriel hvað þau ættu að gera við varðmanninn, sem enn lá bundinn í kjallaranum. Þau gátu verið grimm örlög, sem biðu hans, ef Þau skildu hann þannig eftir einan í húsinu, þar sem enginn myndi nokkru sinni koma aftur heim. Þar að auki hafði Anselm Camisot verið þeim heldur innan handar Það varð örstutt hik, Svo benti Angelique á, að þótt ekki kæmist upp um flótta þeirra fyrr, myndi herinn koma strax sama kvöld til húss Bernes i því skyni að handtaka alla fjölskylduna Þá myndu þeir finna húsið yfirgefið, leita í því og frelsa vesalings hermanninn, ef honum hefði þá ekki heppnazt af sjálfsdáðum að losa af sér böndin. — Allt í lagi, þá leggjum við af stað, sagði Maitre Berne. Nóttin var ekki iengur niðadimm, þegar þau gengu út úr húsinu og lögðu þykka hurðina að stöfum á eftir sér. Þau flýttu sér í gegnum mistrið upp að víginu og stóðu innan skamms hjá litlu dyrunum. Angelique rétti Abigail Honorine. — Ég kem ekki með ykkur núna. Ég verð að fara og vara alla hina við. Þið farið til þorpsins í St. Mauric. Þegar við erum öll saman komin þar, leggjum við af stað þangað sem við förum um borð. Fiskimenn- irnir í þorpinu mega ekkert frétta um áætlanir okkar. Segið, að þeir hafi komið til að jarða einn af bræðrum ykkar einhversstaðar á heið- inni. — Þú ratar, er það ekki Martial? sagði Maitre Gabriel við son sinn. sinn. — Þú vísar konunum til þorpsins. Ég vérð að vera hér hjá þér Dame Angelique. — Nei, mótmælti hún. — Heldurðu, að ég láti þig eina með þessum útlendu villimönnum? Angelique tókst að lokum að fá hann til að fylgja fjölskyldunni. Hún fyrir sitt leyti óskaði þess ekki; en henni fannst að ekkert myndi geta komið í veg fyrir hana og vildi aðeins að eins margir mótmæl- endur og mögulegt væri kæmust út fyrir borgarveggina. Það var fyrsti áfanginn. — Við verðu mað hafa mann einsog þig til að vekja traust hjá fólkinu, sem ég sendi til þorpsins. Það mun yfirgefa heimili sín án nokkurs umhugsunartíma, og það er mjög sennilegt, að það skelfist, þegar það kemur loks á áfangastaðinn. Þegar sá síðasti af hópnum, Bernefjölskyldunni, prestunum tveimur og Abigail með Honorine, var horfinn, tók Angelique þegar í stað upp fjárhundshlutverk sitt og hófst handa um að safna hjörðinni saman. Mercelot hjónin og dóttir þeirra, Bertille voru mjög róleg og kröfðust engra skýringa. Angelique sagði þeim, að annaðhvort yrðu þau að drifa sig af stað undir eins, eða þeim yrði kastað i fangelsi þennan sama dag Þau klæddust i flýti. Maitre Mercelot vafði utan um bók- ina, sem hann hafði unnið að i mörg, iöng ár, og stakk henni undir handlegg sér. Hún var skrifuð á pappír með skjaldarmerki konungsins fyrir vatnsmerki og hét Annáll þjáninga og fórna fólksins í La Rochette árin 1663 — 1676. Þetta var ævistarf hans ..... Bertille spurði, hvað þau ættu að gera við þann farangur, sem þau höfðu þegar skilið eftir í lestum Sainte-Marie. — Við athugum um það siðar. Mercelot fjölskyldan slcálmaði af stað í áttina að víginu, meðan Angelique fór að vekja úrsmiðinn. Stundarkorni síðar hringdi hún bjöllunni hjá Carrérefólkinu. Þessi atvinnulausi hæstarétarlögmaður með sín ellefu börn var sá gagns- lausasti af öllum þeim, sem Rescator ætlaði að taka um borð, en samt var það hann, sem var þvermóðskufyllstur. Urðu þaú að fara núna? Hversvegna? Af hverju átti að taka þau höndum? Hvernig vissi hún það? Hafði einhver sagt henni það? Hver hafði sagt henni það? Hafði hún nokkrar sannanir? Angelique neitaði að ræða þetta mál og gekk úr einu herberginu í annað, þangað til allir höfðu verið vaktir. Sem betur fór hafði móðir barnanna alið þau dável upp, svo þau ullu engum vandræðum, Eldri börnin klæddu þau yngri og tóku til Það allra nauðsynlegasta, sem þau þurftu að hafa með. Innan fárra mínútna voru allir tilbúnir, herbergin snyrti- leg og búið um rúmin. Maitre Carrére stóð enn á náttskyrtunni sinni með nátthúfuna og heimtaði sönnunargögn fyrir því, að til stæði að taka þau höndum, meðan allir afkomendur hans stóðu í forsalnum, reiðubúnir til að leggja af stað. — Við viljum fara, pabbi, sagði sá elzti, sextán ára piltur. Við viljum ekki fara i fangelsi. Synit' úrsmiðsins voru teknir, og þeir komu aldrei aftur. — Komdu nú Matthew, sagði konan hans. — Úr þvi að við höfum þegar ákveðið að við verðum að fara, skulum við láta verða af því. Það skiptir ekki máli, hvort við gerum það nú eða siðar. Hún rétti Angelique yngsta barnið, svo hún hefði frjálsar hendur um að rétta eiginmanni sínum brækurnar. Hún klæddi hann eins og barn, hundskammaði hann á meðan og ýtti honum svo út fyrir dyrnar. — Tóbaksdósirnar mínar! vældi hann. — Hér eru þær. Það birti stöðugt. Borgin var tekin að vakna. Angelique og sjóræningjarnir þrír hjálpuðu fólkinu að litlu dyrunum á virkinu. Þegar Angelique horfði á hópinn hverfa út í morgunmistrið fann hún til ósegjanlegs léttis. Enn var eftir að vara þrjár eða fjórar fjölskyldur við, fyrir utan Manigaultfólkið, sem bjó lengst í burtu. Morgunbjöllurnar gullu og rétt í sama bili heyrðu þau hringt til morgunmessu, þótt mistrið i loftinu deyfði hljóðið. Þau fundu hvernig borgin vaknaði til nýs dags, og hvarvetna var verið að taka gluggahler- ana frá vinnustöðum og verkstæðum. Þegar þau voru að leggja af stað upp á virkið með fjölskyldu bakarans, nam Angelique allt í einu staðar eins og eldingu hefði lostið niður. Það voru menn á hiaupum uppi á virkisveggnum; það heyrðist, þegar þeir kölluðust á. Svo sáu þau eitthvað rautt uppi á brúnni. Mistrinu hafði enn ekki létt nægilega til þess að hermaðurinn kæmi auga á flóttafólkið. Það forðaði sér hljóðlaust í flýti og ræddi um hvað gera skyldi, þegar það hafði komist úr augsýn. — Hinn varðmaðurinn hlýtur að vera kominn og hefur uppgötvað hvarf Camisots, sagði Angeiique. — Þeir geta varla gert sér í hugarlund hvað er á seyði, en allavega setja þeir annan varðmann við hliðið. Mistrið var á stöðugu undanhaldi og nú sáu þau ekki betur en að allt væri fullt af rauðum einkennisklæðum þarna uppi. — Rauðir frakkar. Það þýðir Drekar konungsins, muldraði bakar- inn — Hvaða ofbeldisverk eru nú á seyði? — Ætli það sé ekki bara vegna þess, að hollenzki flotinn er væntan- legur .... Bakarakonan fór að gráta. — Þetta er eftir heppninni okkar! Ef þú hefðir aðeins flýtt þér svolitið meira, Anthony, hefðum við komizt út. Hvernig komumst við nú? — Þið getið farið út um eitthvert borgarhliðanna, sagði Angelique. — Þeir hljóta að vera að opna þau núna! Hún útskýrði fyrir þeim, að þau myndu ekki vekja meiri athygli en hvert annað verkafólk, sem færi ’tii vinnu sinnar á hverjum degi, til La Palice eða eyjarinnar Ré. — Borgin er ekki umsetin og lögreglan gefur okkur eins dags frest. Ef þið verðið spurð einhvers, þurfið þið ekki annað en gefa upp nöfnin ykkar. Henni heppnaðist að róa þau, svo þau lögðu af stað. Maitre Romain hafði verið svo forsjáll að taka með sér þó nokkrar birgðir af síðustu framleiðslu sinni úr ofninum. Þá höfðu þau alténd eitthvað að éta, áður en þau yrðu að taka til við skipskexið. Þeir, sem sáu hann hverfa þennan morgun, létu sér ekki detta annað í hug en þetta væri einn af bökurunum i La Rochelle á leið útfyrir bot'garmörkin til að selja brauð sín, þar sem hann skálmaði út með körfurnar ásamt fleiri samborgurum sínum, og þó leit hann um öxl, þegar hann var kominn út St Nicholas hliðið og horfði með þungu hjarta heim til borgarinnar sinnar. Framhald á bls. 45. 38. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.