Vikan


Vikan - 21.09.1967, Page 24

Vikan - 21.09.1967, Page 24
GENBIBIIM TEXTÍ: SIGURÐUR HREIÐAR LJÖSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON Af öllum skálum Expó er sá tékkneski vafalaust mest sóttur. Þetta er býsna stór bygging, en samt eru engar ýkjur að biðröð- in nái stundum utan um hana og rúmlega það. Sögð voru dæmi til, að fólk hefði staðið þar í sex tíma eða jafnvel meira til að fá að komast inn. Og þar sem víðar var ekki nóg fyrir okkur að kom- ast inn fram hjá biðröðinni, mergðin inni var slík að ekki var annars úrkosta en að fylgja henni, að snúa við til að gæta betur að einhverju sem komið var fram hjá hefði verið harðsótt. Við skulum nú láta segilbandið tala, en inn á það lýsti ég jafnharðan því sem fyrir augun bar: Við komum hér inn í fremur dimman forsal. Gluggar eru eng- ir og utanbirta aðeins gegnum útidyrnar, lýsingin dauf og vegg- ir allir grásvartir, svo ekki er mikla birtu af þeim að hafa. Annað hvort eru þeir hlaðnir, eða lagðir flísum sem minna á hleðslu, og eftir áferð og stærð að dæma gæti hér verið notað dökk- málaður Mátsteinn frá Jóni Loftssyni. Hér er stillt til sýnis ýmsum fornum listaverkum og listmunum frá því úr grárri forneskju, hér er til dæmis út- skorin konumynd úr Mammúts- beini frá því á 20. til 25. öld fyrir Krists burð, Venusarmynd frá sama tíma, einnig yngri munir en aldnir þó, svo sem frá því að tékkneska ríkið var stofn- að á 8. öld, gömul höggmynda- verk, afar fagrir listmunir. Sums staðar eru gerðir skútar inn í veggina og þar komið fyrir dýr- gripum eins og konungskórón- unni frá 1346, eða eftirmynd hennar, og það skal enginn segja mér annað en borin hafi verið virðing fyrir þeim kóngi, sem hefur haft svona á hausnum. Þetta er gullhringur með krossi upp yfir höfuðið, líkt og tíðkað- ist að prjóna og láta á litla stráka heima á íslandi, þegar 24 VIKAN 38'tbl- ég var að alast upp, til að halda hárinu í skefjum. Nema hvað þetta gullband er alsett ýmiss konar gersemum: Gimsteinum, smarögðum, ópölum, lapis lasuli og ýmsu öðru, sem ég kann ekki að nefna. En dýr myndi svona gripur. í öðru skoti getur að líta gamlar biblíur, ásamt sýnishorni af tréletrinu, sem þær voru settar með, gamlar tréskurð- myndir, íkonar, forn tréskurð- arlágmynd af síðustu kvöldmál- tíðinni eftir meistarann Pavel frá Levoca, sem uppi var á 16 öld. Og lengra höldum við, fólkið gengur hér um með hátíðleika- svip eins og vera ber á menning- arlegum sýningum, og þessi er svo sannarlega menningarleg. Hér er gömul gröf, orpin sandi, í henni er hálf hulin beinagrind með gullkúlu í snúru um háls- inn og leirker til fóta, tákn þess, að allt í þessum hluta eru æva- fornir gripir. f næsta hluta eru sýningar- skápar allir úr gleri og Ijósum viði, standa á alúmínsúlum, birtan mun betri. í skápunum eru alls konar listmunir: Gull, silfur, útskurður, útsaumur, keramik, leir. Enn breytir um blæ, við taka krystalvörurnar, sem Tékkar eru löngu frægir fyrir, glös, bakkar, vasar, skálar, ólitaður krystall, ótrúlega fall- egir hlutir. Hér úti í horni er skreyting úr krystal, súlur með margháttuðum formum, sem teigja sig nær til lofts, í þessu er leikið með Ijós og skugga og fínleg iitbrigði, frá glæru yfir í fölgult og áfram yfir í brúnt. Súlurnar standa hér upp úr of- urlítilli tjörn inni í húsinu og tvö lítil, bláklædd börn full- komna þessa mynd hreinleikans og lífsins með því að sulla í henni eins og börnum er títt. — í litlum sýningarskápum hér upp á vegg hafa krystallistamenn gefið sköpunargleðinni lausan O Eitt skemmtilegasta tækniverkið sem við sáum á Expo, var „Mosaik- skermurinn‘ hjá Tékkum. Honum er lýst í greininni, en myndin hér að neðan gefur aukna hugmynd um furðuverkið. Kristallinn er aðalsmerki Tékkanna. Þeir sýna hann með undrafallegum mynd- um, svo sem sjá má á myndunum hér að ofan og til hliðar. Á þeirri síðarnefndu má einnig greina hörnin tvö, sem talað er um í greininni. Bretinn í heiminum, heitir sú deild Breta, sem hýsir listaverkin hér til hliðar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.