Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 26
9
tauminn með ýmsum hálf eða
al natúralískum verkum, við sjá-
um meðal annars forsögulegan
dýnósárus sem situr líkt og hund-
ur, með ógurlega langan háls og
tvo hausa; þar sem hálsinn hefst
koma fálmarnir út úr búknum
og teygjast fram líkt og lúka sem
stefnir á bráð. Annar dýnósárus
stendur hér uppréttur með þrjú
eyru og utanáliggjandi augu,
hann stendur á fjórum fótum og
styður sig með halanum og upp
úr kryppunni rísa körtur eins og
á rauðmaga. f öðrum kassa er
hestur á harðastökki, hann er
höndum prýddur með horn upp
úr hausnum.
Sá hluti deildarinnar, sem helg-
aður er krystalnum, nægir einn
tii að réttiæta langa bið að tékk-
neska skálanum. Því verður til
dæmis ekki með orðum lýst, hve
falleg hún er litla ólgandi tjörn-
in hér inni í miðju húsi, þar sem
ljós leikur um vatnið sem kvik-
ar í sífellu eins og uppsprettu-
lind og slær alla vega ljós- og
litbrigðum á dauflitar, litlar
kristalkúlur og hjálma. Allt þetta
sker sig vel úr við dökkan bak-
grunn gólfs og veggja, loftin ým-
ist grá og heil eða með Ijósum
loftflísum eins og við þekkjum
heima, þar sem sýningarskápar
eru á veggjum eru þeir gjarnan
ljósari. Lýsingin er dempuð, ým-
ist óbein lýsing eða „spot“ Ijós,
hér hefur smekkvísi Tékkanna
fengið að njóta sín til fulls. Hér
fær ímyndunaraflið lausan taum-
inn án þess að nokkur ætlist til
að eitthvað ákveðið sé lesið úr
listinni, það gefur auga leið að
þetta er kristall og við vitum að
hann er tékkneskur en þar fyr-
ir utan getum við notið listarinn-
ar vegna hennar einnar og látið
hana segja hverjum gestanna
þær sögur, sem honum þykja
beztar.
Ef til vill er það munurinn á
list og handverki. List er það, er
vekur eitthvað með áhorfandan-
um, og það skiptir ekki máli
hvað þetta eitthvað er. Hand-
verk aftur á móti eru sú tegund
listar, sem á að segja eitthvað
ákveðið en áhorfandinn þarf
leiðarvísi til að komast að því.
Barnateikningarnar, sem taka
við þegar komið er úr kristal-
deildinni, þær eru af þessari
kröfulausu list. Þær máttu skoða
og njóta þeirra eins og þér sjálf-
um likar, þú þarft ekki að snúa
þig úr andlegum hálslið til að
fá þær til að tákna eitthvað al-
veg sérstakt, sem ef til vill var
haft í huga, þegar þær voru sett-
ar hér upp.
Síðan komum við í deild, sem
mundi hrein paradís barna. Hér
er tréskurðarmynd af heilu þorpi,
og þar er nú aldeilis eitt og ann-
að að gera. Húsin og göturnar
-O Úr brezka skálanum. Hér hanga myndir af ýmsum merkismönnum Breta, —
hver þekkir t. d. ekki gamla manninn fyrir miðju?
Brezka heimilið á sýningu. Fólkið er eðlilegt, þar sem það bjástrar við að gera
hlutinn sjálft („do it yourself“) — en raunar er það grafkyrrt gerfifólk.
O Forn tékknesk list.
Ot- Að ofan: Brezki skálinn. Takið eftir
Úr fjarlægð sýndist hann víðast heill. Að
inn. Byggingarlag hans er talið marka t<
ingarskála.
26 VIKAN 38- tbl-