Vikan - 21.09.1967, Page 27
eru kyrr; fólkið og fénaðurinn
er á sífelldu iði, geitasmali renn-
ur á spori og geiturnar hans á
undan honum, þarna er verið
að mylja grjót, undarlegt hvað
liðamótalausar tréverur geta ver-
ið fimar, þegar vél að baki verk-
inu hreyfir þær fram og aftur,
upp eða niður. Þetta er eins og
að standa úti á annarri plánetu
og horfa í sjónauka til jarðar-
innar; að sjá líf og starf en skynja
það ekki á annan hátt. Kannski
er þetta táknrænna fyrir lífið en
ætla mætti í fljótu bragði, kann-
ski er allt okkar strik ekki annað
en rennsli eftir afmörkuðu spori.
Hver veit, nema maðurinn með
hjólbörurnar haldi, að hann ráði
einhverju um ferð sína, að hann
beri ábyrgð á því, að ekki hell-
ist úr þeim í ótíma, líklega veit
hann ekki, að hann var aðeins
Framhald á bls. 36.
o P.-.5, sem dró oftast ?.ð sér stærsta hópinn í þýzka
skálanum var ærið renniicgur Porsche sporthíll.
Stærsti skálinn á Expo: Sá franski. Hann er for-
vitnilegur að utan, sést langt að og vekur töluverða
athygli.
-Cr Brctar lcggja mikla áherzlu á fólkið, þjóðina, sem hyggir landið. ^ Bygging Breta er nokkuð sérkcnnileg, cn ckki endilega falleg,
þcgar á heildina cr litið. Þá má finna horn, þar sem arkitektúrinn nýtur
sín vel.
énanum útskorna.
:ðan: Þýzki skái-
mót í gerð sýn-
38. tbi. VIKAN 27