Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 31

Vikan - 21.09.1967, Side 31
ritúalið: haltu mér, slepptu mér. En þá hefur hún að vísu öðlast dýpri reynslu: „Eðli mitt vill teyga, tæma bikarinn í botn eða láta hann fara alveg framhjá mér“, segir hún í bréfi einu. Þegar þessi unga stúlka stendur á tvítugu, kemur hún í fyrsta skipti til Kaupmannahafnar, og nú hefur svo úr rætzt, að hún getur hafið kennslukonunám. En það er erfitt hlutskipti fátækrar sjómannsdóttur að hefja und- irbúningslaust nám við viður- kenndan kvennaskóla, og kemur sér nú vel, hve fróðleiksþyrst hún er og hugurinn opinn fyrir nýjungum. Fyrir einhverja duttlunga ör- laganna æxlast svo til, að Magda- lena Krag fær herbergi leigt við hliðina á íslenzkum stúdent, — Grími Þorgrímssyni, sem nú er farinn af Garði. Frá þessum árum er til mynd af Grími, en efst á myndina hef- ur hann skrifað: Grímur Þor- grímsson, fæddur 15. maí 1820, dáinn . . . .; og að neðan ætatis 21 (21 árs). Maður, sem svo rit- ar, er upptekinn af sjálfum sér — og rómantískur. Úr svip hans má margt lesa. Hann er eilítið pratalegur, ekki laust við, að nokkurrar ófyrirleitni gæti í dráttunum kringum höku og munn. Tilfinningarnar leyna á sér. Sú er hins vegar ekki raun- in um andlitssvip stúlkunnar, sem býr 1 herberginu við hliðina. Hér stíga tilfinningarnar dans í svipnum. Ekki þarf annað en að horfa á þessi tvö andlit til þess að geta gert sér í hugarlund, að hér kunni til nokkurra tíðinda að draga. Sú verður líka raunin á. Áhrifa þeirrar kynningar gætir ævilangt í lífi beggja: Þó að fornu björgin brotni, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminningin þess, sem var. '' ■ ^ : ■ . ::;; iiiii Til að fullkomna fegrunina ... Avon gæoavorur til fegr unar og snyrtingar SNYRTIVORUR LONDON • NEW YORK • PARIS EX-M-«7-EA Við yðar hæfi — frægar, ilmríkar. Ávon-vörur í glæsi- legum umbúðum .... Litur fyrir andlit, augu, varir og neglur. . . Dásamlegar til hirðingar á húðinni og nota í baði. Heildsölubirgðir: J. P. Guðjónsson hf., Skúlagötu 26, Reykjavlk. Magdalena Krag lagði ekki út á skólabrautina með það fyrir augum að leggja mest stund á kennslu, að námi loknu. Námið var aðeins áfangi. Skáld ætlaði hún að verða. — Fimmtán ára eða svo birti hún fyrstu ljóð sín og að sjálfsögðu með dálítið sérstæðum hætti: Þegar sjómenn- irnir voru farnir úr veitinga- kránni á heimili hennar á kvöld- in, ritaði hún ljóð sín með krít á borð veitingastofunnar. Þau ör- lög biðu þeirra að morgni að verða þurrkuð út, en hitt er víst: frammistöðustúlkan átti áhuga- saman lesendahóp, fyrstu morg- ungestina, og er þess að vænta, að ekki hafi ljóða nokkurrar danskrar skáldkonu verið beðið með slíkri eftirvæntingu og ljóða Magdalenu, sem ætluð voru sjó- mönnum í þorpinu til lesturs. En þetta vakti hneyksli- eins og framkoma hennar yfirleitt. Magdalenu vildi það til happs, að iðnrekandi einn frá Kaup- mannahöfn, sem heyrði talað um þessa bókhnýsnu óhemju, ákvað að stuðla að því, að hún kæmist í skóla. Og því er það, að fiðrildið frá Fredericiu hafnar í herbergi við hliðina á Grími stúdent Þor- grímssyni frá Bessastöðum á ís- landi, hrætt, dauðfeimið — og sneypt sökum dálítið vafasamrar fortíðar. Er nú aftur komið að sögunni, þar sem fyrr var frá horfið. — Heimilisplágan frá Fredericiu — eins og hún var kölluð — sló sannarlega ekki slöku við námið. Hún las undir kennarapróf af mesta kappi, oft hálfan sólar- hringinn, að eigin sögn. Og henni sóttist líka námið óvenjuvel, þótt hún stundaði nokkuð kennslu með því og hefði Grím í her- berginu við hliðina. Þau skötuhjúin áttu margt sameiginlegt. Bæði voru utan- garðsfólk í vissum skilningi og í hatrammri andstöðu við um- hverfið. Bæði höfðu einlægan á- huga á listum, bæði athvarfslaus í Borginni við Sundið, bæði áttu þau í útistöðum við vandafólk. Sennilega hefur aldrei eins að Grími kreppt og þessi ár, enda geðsmunirnir eftir því. Árið 1841 skrifar Ingibjörg á Bessastöðum bróður sínum: „Grímur held ég sé nú hættur að lesa lögin, en farinn að drabba í skáldskap. Skrifast hann á við skáldin hér inni um þessa mennt, segir lögvísin sé sér til leiðinda, og svona fer það. Okkur- foreldr- um sínum skrifar hann skorin- ort, ekki hvað sér verði ágengt að lesa, heldur sendir hann skraddarareikninga ...“ Og síðar sama ár: „Mér dettur oft Gr. í hug á nóttunni, og er þá ekki að spyrja um svefninn." Árið 1842 er svo komið, að einn kunnasti íslendingur, sem þá er uppi, Finnur Magnússon, pró- fessor, hefur orðið að hlaupa undir bagga með Grími og greiða fyrir hann stórfé til þess að leysa hann undan mólsókn — jafnvel fangelsi vegna skulda — og sviptingu akademiskra réttinda. Og nú skrifar hann fornkunn- ingja sínum, gullsmiðnum á Bessastöðum, segir allt, sem er, mælist til endurgreiðslu og tekur 38. tw. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.