Vikan - 21.09.1967, Síða 33
upp hanzkann í'yrir glataða son-
inn, en hann hafði þá skömmu
áður svarað verðlaunaspurning-
um háskólans um, hvort skáld-
skaparskyni Frakka hefði farið
fram eða aftur á síðari tímum og
hvaða ástæður lægju til þess.
Grímur hlaut mikið lof fyrir rit-
gerð sína og varð þá þegar kunn-
ur maður.
Eklci þótti foreldrum hans mik-
ið til þessa koma. Skáldskapar-
drabbið varð þeim aðeins ang-
ursefni. Lögfræðingur átti hann
að verða og komast til æðstu
metorða. Ekki bætti úr skák,
þegar Grímur lætur frá sér
flakka pésa einn sumarið 1842,
er hann reit gegn kunnu dönsku
skáldi. J. 1. Heiberg: Folk, Pu-
blikum og ofíentlig Mening,
hvassyrt rit en féll í góðan jarð-
veg hjá ýmsum mætismönnum,
svo sem Jóni forseta.
Eftir útkomu pésans var Grím-
ur af mörgum talinn byltingar-
sinni, og í þeim hópi voru for-
eldrar hans. Lögðu þau hart að
Grími að hverfa heim þegar í
stað og neituðu um frekari hjálp.
En sonurinn lætur sér ekki segj-
ast, situr sem fastast í Höfn, slær
lán og lætur sem áður senda
skuldareikningana til föðurhúsa.
Þótt foreldrunum þyki auðsætt
að pilturinn sé ekki til neins nýt-
ur, berast þeim æ ofan í æ bréf
frá þjóðkunnum mönnum, sem
halda vilja uppi vörnum fyrir
vandræðamanninn. Gamli kenn-
arinn hans, stiftprófasturinn í
Görðum, alúðarvinur Ingibjarg-
ar, ber jafnan í bætifláka fyrir
soninn, en tvísýnt er um árang-
ur, því að það er „vonarlaust með
drenginn.“
Finnur Magnússon skrifar:
,,Ég varð að sönnu að ráða
syni yðar að fara til íslands . .
en það var mjög móti geði mínu,
því síðan ég réði honum að sækj-
ast eftir Magister graden, veit ég
að hann hefur verið iðinn, og
hann er búinn að inngefa petit-
um til háskólans um leyfi að
mega undirkasta sig því þar til-
heyrandi prófi .... Þar að auki
er hans ritgjörð um franska
skáldskapinn nú í prenti .... Nú
stendur hann þá eins og á eyði-
mörk, yfirgefinn af öllum ....
Ég neyðist til að reyna að út-
vega honum eitthvert lán að
nýju, svo að hann ekki krókni
hér af sulti og seyru í vetur, í
stað þess að undirbúa sig til þess
að verða ætt sinni og föðurlandi
til sóma.‘
Um þessar mundir er Grímur
að vinna að riti sínu um Byron,,
sem hann síðar hlaut meistara-
nafnbót fyrir og enn síðar dokt-
orsnafnbót.
Þetta er í stuttu máli liin ytri
saga Gríms á þeim árum, er
kunnleikar voru mestir með
Magdalenu og honum, en um þá
er hins vegar lítið vitað og enga
beina vitneskju að fá frá Grími,
enda gerði hann sér sérstakt far
um að leyna sem bezt æskubrek-
um.
Magdalena getur kynna þeirra
Gríms, einkum í bréfum til vin-
konu sinnar leikkonunnar Jó-
hönnu Lovísu Heiberg, en nefnir
Grím þó hvergi með nafni, enda
málum svo komið, er þau bréfa-
skipti hófust, að hafa varð á
hina mestu leynd, enda kveðst
Magdalena aðeins segja undan og
ofan af:
„. . Hann var frumstæður og
villtur . Hann las með mér,
og fyrir ægilegum viljakrafti
hans varð ég að beygja mig í
duftið .. . . “ f sama bréfi segist
hún vera sannfærð um, að þenn-
an mann hefði hún getað elskað
alla ævi, heitri, ástríðuþrunginni
ást. „En hann lét mig hverfa út
úr lífi sínu . . . . “
Grímur er hálfur í mannheim-
um, hálfur í skáldheimum. Unga
stúlkan efast um ást hans, sam-
búðin rysjótt með köflum. Grím-
ur átti þess engan kost að stofna
heimili. Námi hans var lokið, ef
hann kvæntist. Fagurfræðirann-
sóknirnar voru eina trompið á
hendi þessa metorðagjarna
manns til að sanna heiminum, að
hann væri enginn eftirbátur lög-
vitringanna, sem Hafnarháskóli
klekti út og kjálkað var niður í
lögsagnarumdæmi úti á íslandi.
Magdalenu fórst ekki ósvipað.
Hún var engu síður frumleg og
sjálfstæð í skoðunum en Grímur,
og hún var líka ákveðin í að berj -
ast til þrautar, vinna bókmennta-
lega sigra, þótt elskhugi hennar
bæri henni á brýn ókvenleika, er
hún var að streða við að búa sig
undir að verða rithöfundur. Það
var ekkert kvenmannsverk í
þann tíð.
Tíminn líður. Enginn er til frá-
sagnar um fundi þeirra Gríms og
Magdalenu. Grímur er glaður og
góður annað veifið, illur og harð-
ur hitt. Magdalena er að eðlisfari
kát og léttlynd, viðkvæm og
dreymin. Grímur tillitslaus.
Ekki mun vitað með vissu,
hvenær Magdalena Krag hvarf út
úr lífi Gríms, umkomulausari en
nokkru sinni, þögul, særð og
smáð. Þá gekk hún með barni
hans, en mun ekki hafa þorað að
segja honum, hvernig komið
væri. Síðar treystist hún ekki til
að koma orðum að kvölum sín-
um. Hún hafði hrasað, en vissi
ekki þá, að það er hægt að „hrasa
— og falla upp á við.“
Grímur mun hafa reynt að
rekja feril Magdalenu sumarið
1843, en ekki tekizt. Þá vill
glataði sonurinn heim til föður-
húsanna, enda ekki sætt lengur
í Höfn vegna féleysis. Hann
skrifar móðurbróður sínum, að
hann hafi farið heim „heilsunn-
ar og fjárhagsins vegna“, og
væntir góðs árangurs: „Bæði
dusta ég upp sál og líkama,
viðra samvizkuna, endurnýi
magann ..“ Reykjavík kallar
hann „grútarpakkhús:“ Það er
eins og slaðrið, ómennskan og
-hégóminn lýsi út úr þessum svo-
kallaða „kaupstað." Þá er æði
manneskjulegra á Bessastöðum."
— Glataða syninum var tekið
snöggt um betur, en búast hefði
mátt við, og Grími tekizt að ein-
hverju leyti að dusta upp sam-
vizkuna. Hann á samt bágt með
svefn. Ingibjörg skrifar bróður
sínum: „Gr. á bágt með að sofa.
Að öðru leyti ber ekki á, að hann
sé veikur.“
í fylgsnum hjartans, fár þótt
kanni,
fleira býr en ytra sést.
Þjáningin, sem kemur skyndi-
lega inn í líf æskunnar, er sem
hnífstunga í bakið. Grími hefur
ekki einungis tekizt að lesa
Byron öðrum betur, heldur og
að lifa hann. — Magdalena sagði
síðar á ævi, að Grímur hefði
ekki skilið sig rétt á þessum ár-
um, hún hefði ekki verið jurt
við alfaraleið, sem hægt hefði
verið að troða undir fótum hugs-
unarlaust.
Skólapiltar á Bessastöðum líta
upp til Gríms „með virðingu
mikilli“, segið Benedikt Gröndal.
Slíkt hefur fallið í góða jörð hjá
Grími. Hann fer að kenna sum-
um þeirra frönsku. Þetta félags-
neyti hefur róandi áhrif. Um
nætur vinnur hann að uppgjöri
við sjálfan sig. Magdalena hefur
skyndilega horfið út úr lífi hans,
og sviðinn er sárari af því að
sökin er hans. Eða hafði hún
haft hann að ginnungarfífli? Var
hin ástríðufulla ást hennar að
engu orðin? Var hann aðeins einn
af átján ? Hafði vald hans
yfir henni þá ekki verið tak-
markalaust? Hún skýrði svo frá
sjálf, að karlmönnum hafi þótt
sem hún bæri á sér leyndan rýt-
ing þrátt fyrir ásthneigðina. Hún
varð stundum gripin steingerv-
ingslegum kulda.
Þótt Grímur hafi unnið fræki-
legan sigur á veraldarvísu og sé
orðinn kunnur maður, er hann
óánægðari með sjálfan sig og til-
veruna en nokkru sinni áður.
Takmarkið, sem hann haf ði keppt
að, er í sjálfu sér aðeins áfangi
á langri leið. Hann heyx tilfinn-
ingalega baráttu. Eina leiðin út
úr ógöngunum er sjálfskönnun,
komast að einhverri málamiðlun
við sjálfan sig. Og þetta tekst.
Skemmtileg kokhreysti er spor í
áttina:
Ljáið byrði lífs mér alla,
létt skal bera meir en það,
megi ég þreyttur höfði halla
hálsi björtum meyjar að.
Hann segir líka um svipað leyti:
Kalt er úti, kalt er inni,
kell mér hönd og negg,
mæðir mig í sál og sinni,
svalt er lífsins hregg.
í þessu kvæði kvartar hann
um, að hjartað sé dofið. Síðar
kól hann á hjarta. — Frá þess-
um árum er líka kvæðið Ölteiti.
Þar lýsir hann þeim bölva bót-
um, sem lífið veitir honum, en
réttir um leið sneið til félag-
anna, sem meta vín til stærsta
gleðigjafa, en gleyma konunni.
Á vara þinna bergði ég brunni,
burt hef ég margar sorgir kysst,
ég lífsins dögg þér drakk af
munni,
en drakk þó aldrei mína lyst.
Hið unga skáld kann vel að
brýna í skörðin. Kvæði Gríms
Haustvísa er ekki orkt síðar en
1845:
Lengir nóttu, lúta höfðum blóm,
laufið titrar fölt á háum reinum,
vindur hvíslar ömurlegum óm.
illri fregn að kvíðnum skógar-
greinum,
greinar segja fugli og fuglinn
þagnar.
í brjósti mannsins haustar einn-
ig að,
upp af hrelldu hjarta gleðin
flýgur,
en vetrarmjöll í daggardropa
stað
á dökkan lokk og mjúkan þögul
hnígur,
og æskublómin öll af kinnum
deyja.
Hér kennir meiri angurværðar
en í öðrum kvæðum Gríms.
Blómin lúta höfðum, vindurinn,
sem þýtur um greinar trjánna, er
fárboði, allt, sem lífi lifir, bíður
í lamandi ótta þess, sem koma
skal. — Þetta er eina kvæði hans,
sem við þekkjum, þar sem hann
getur ekki orða bundizt um per-
sónulegar ástir. Hann opnar
„fylgsni hjartans“. Vetrarmjöll-
in fellur nú í stað daggardropa
á dökkan lokk og mjúkan. Þeir,
sem þekktu Magdalenu Krag,
geta þess, að hún hafi haft óvenju
fagurt, dökkt hár. Nú var hún
komin í vetrarríki til Noregs.
í bréfum Magdalenu síðar á
ævi má lesa ýmislegt milli lína.
Hún segist hafa átt vafasama for-
tíð, er hún kom til Hafnar og
heitstrengdi að hafa sig upp og
lagði á sig ofurmannlegt erfiði
við námið, enda sóttist henni
það með ágætum. En lífið kvaddi
dyra með heillandi fyrirheitum:
„Æ, guð minn góður, með ham-
ingjuþránni, sem yljar inn að
hjartarótum, gerir maður í dag-
draumum sínum hið ómögulega
mögulegt," segir hún í bréfi
einu, er hún minnist Kaup-
mannahafnaráranna. Þar er einn-
ig að finna þessa setningu: „Og
loks þetta, að í draumórunum
eru dregnar upp marglitar, heill-
andi og tælandi myndir, sem
allar hafa svipmót möguleikans,
þegar maður er á vissu aldurs-
skeiði og ákveðin skilyrði eru
fyrir hendi!“ Og hún heldur
áfram: Ástin kom inn í líf henn-
38. tbi. V!KAN 33