Vikan


Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 34

Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 34
Modess „Blue Shield" eykur öryggi og hreinlæti, því bló plasthimnan heldur bindinu rakaþéttu að neðan og ó hliðunum. Bindið tekur betur og jafnara raka og nýtist því fullkomlega. Silki- mjúkt yfirborð og V-mynduð lögun gerir notkun þess óviðjafnanlega þægilega. Aldrei hefur bindi verið gert svo öruggt og þægilegt. Modess DÖMUBINDI Elnkaumboö: GLÓBUS h,8. ar, er hún var í Höfn. Hún var andvaralaus og sæl, gleymdi heiminum eða öllu heldur mis- skildi hann. Um leið og sá, sem gaf henni ástina, fær pata af, að hún hafi ekkt alltaf verið eins vönd að virðingu sinni og skyldi, lokar hann ást hennar úti, læt- ur tilkynna, að hann sé ekki heima, er hún kveður dyra. „Ó það var svo margt, sem fundið var upp á!“ Nú var hún sem áð- ur fyrr „hædd, fyrirlitin og út- skúfuð af öllu og öllum.“ Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Af tilviljun kynn- ist hún manni, sem sér í hví- líkum vanda hún er stödd, „og hann miskunnaði sig yfir mig, þennan óhamingjusama vesal- ing.“ Það var vorið 1843 — hinn 16. júní — að Magdalena Krag fæð- ir Grími son, sem hann mun vart hafa fengið vitneskju um fyrr en allöngu siðar. Sonurinn var skírður Axel Peter Jensen og mun hafa verið á barnaheim- ili fyrstu árin og móðirin greitt með honum, en sjálf hverfur hún sem skjótast úr landi — til Nor- egs. Síðar tekur Grímur soninn í fóstur. Hans Conrad Thoresen, pró- fastur í Herö, hefur verið á hött- unum eftir kennslukonu handa fimm börnum sínum, en hann er þá orðinn ekkjumaður í annað sinn. Sr. Thoresen er gagnmennt- aður og mikill listunnandi. Hann verður alls hugar feginn að fá svo vel menntaða kennslukonu á heimilið. Hann var mjög ást- hneigður maður að eðlisfari (en udpræget erotisk natur). Hann féll í stafi, er hann stóð andspæn- is hinni smávöxnu fegurðardís með suðrænt svipmótið og hyl- dýpi sorgar í dökkum, óvenju fögrum augum. Magdalena lagði hina mestu alúð við kennsluna og húsbónd- inn dáði hina dökku fegurð og eldlegan áhugann á fagurfræði- legum efnum. Áhugamál þeirra voru hin sömu. Prófasti var ljóst, að unga stúlkan hafði ratað í miklar raunir og reyndi að styrkja öryggiskennd hennar. — Eftir árið gekk hann að eiga hana. En kynnum þeirra Gríms og Magdalenu var hvergi nærri lok- ið. Eftir lát Gríms sendir ekkja hans bféf þau til frú Thoresen, er hún hafði skrifað honum. Af vangá verða tvö bréf eftir. Hér birtist annað þeirra í lauslegri þýðingu: • ,1 „Bergen, 22. desember 1851. Sama dag og ég fékk bréf yð- ar barst Thoresen einnig fregn frá madömu Braae um þau dá- samlegu tíðindi, að maður nokk- ur, eins og hún segir, hafi komið á hennar fund og lýst því yfir, að hann vildi framvegis í einu og öllu taka á sínar herðar að ala önn fyrir litla drengnum. Þér getið þess nærri, að bréf þetta var móttekið eða réttara sagt lesið með mestu undrun, en mér olli það aftur á móti ekki alllitl- um vandræðum (forlegenhed) og hræðslu um, að allt kæmist upp. Það er alveg rétt hjá yður, að madaman er ekki laus við grun um, að ég eigi hér hlut að máli. Sú góða frú hefur aldrei verið mér sérlega hlynnt, en hvað um það. Hún veður þó alltént í villu hér, og hve tvírætt sem hún gerir þetta uppeldismál, er hún reifar það við Thoresen, þá þorir hún aldrei að leyfa sér að benda ákveðið á mig. En örðugast verð- ur að komast hjá eftirgrennsl- unum Thoresens. Hann er nú nefnilega orðinn mjög hrœddur um, að þetta mál sé nú orðið öllum kunnugt í Kaup- mannahöfn, og að slíkur orða- sveimur hafi valdið því, að þér komuzt á slóðina. Til þess að fá úr þessu skorið, skrifar hann madömu Braae í dag, til að skora á hana að gefa skýlausa yfirlýs- ingu um, hver maður þessi sé, sem á fund hennar hafi komið og jafnframt til að skora á hann að skrifa sér, og virðist hann eiga heimtingu á því, þar sem hann hyggst ekki rasa að því að sleppa hendinni af barni, sem er undir vemd hans, við ókunn- ugan mann án þess að hafa áð- ur kynnt sér viðhorf hans. Þér sjáið nú, góði vinur, að hér flóknar málið enn, og ekki varð hjá því komizt, að ég sendi yður línu til að búa yður undir þetta. Mér virðist nú, að þér gæt- uð sagt Thoresen, að þér, ef þér þá voruð í Höfn, hafið séð mig í fylgd með honum í ftölsku óperunni, en þar var ég einmitt fyrsta kvöldið mitt í Danmörku, og að þér hafið síðar reynt að spyrja mig uppi, og það hafi að nokkru tekizt. Ástæður hafa svo getað legið til þess, að þér hafið ekki haft tök á að hafa frekari afskipti af máli þessu að sinni en nú er þér komuð aftur, hafið þér leitað fyrir yður á fæðingar- stofnun og þar hafið þér orðið þess áskynja af dr. Levi, að ung kona hefði komið þar í fylgd með mad. Braae þann 16. júní, og hafi síðar siglt brott með norska gufuskipinu. Levi veit allt þetta í rauninni, og það er langt því frá, að yður sé lokuð leið að fá upplýsingar þessa eðlis hjá hon- um. Mad. Braae þarf ekki að vita meira, en hún þegar veit, og Thoresen má segja þetta að viðlögðu þagnarheiti. Jæja, nú er nóg komið um þetta. Ég þakka yður, kæri vinur, fyrir alla þá umhyggju, sem þér hafið sýnt litla drengnum mín- um og fyrir allt, sem þér fram- vegis ætlið að gera fyrir hann. Mig tekur það sárt, hvað þér segið um útlit hans, því að með tilliti til þess, sem greitt er fyrir hann, ætti hann sannarlega að hafa við gott að búa. Sextíu spesíur eru greiddar með honum á ári, auk hárra reikninga fyrir ýmsan kostnað, svo að upphæðin nemur áttatíu spesíum um ár- ið. En sennilega hefur madama Braae haft smávegis hagnað af þessu. Ég sé alltaf litla, föla and- litið hans mér fyrir hugskotssjón- um, og ég þarf naumast að geta þess, hvernig mér þá líður. Þér getið þess, kæri Grímur, að þér hafið í hyggju að senda hann til kærrar systur yðar á íslandi. Þótt mig taki sárt að vita hann svo langt í burtu, get ég þó ekki annað en fallizt á þessa ráða- gerð yðar. Nokkurra ára vist á heimili, þar sem hann fær að njóta hlýju og móðurástríkis, er veslingnum litla hollt. í framtíðinni verðið þér að treysta mér, kæri vinur. Mér er engin skylda kærari en að gera allt, hvað ég get, til að búa í hag- inn fyrir hann. Ég var sein til að trúa yður fyrir þessu. Þér haf- ið rétt til að álasa mér fyrir það, en það verður svo að vera. Ég hef ekki þorað það fyrr. Mér hefur vaxið kjarkur með tíma og traust mitt á yður jafnframt. Þér hafið aldrei elskað mig. Á hinum skamma samvistartíma okkar var aðeins um ást að ræða frá minni hlið. Engan veginn ber að skilja þetta svo, að ég sé að álasa yður fyrir það. Það er ekki svo að skilja, en hér er að finna ástæðuna til ótta míns og feimni forðum, þá er ég hefði getað snúið mér persónulega til yðar. Sú hefur síðar verið ástæðan fyr- ir þögn minni, að mér var ómögu- legt að trúa því um yður, að yð- ur mundi þykja vænt um þetta litla barn. Ég varð alltaf að gera mér í hugarlund, að þér munduð líta á það sem byrði, yður til angurs og ama. Eins og ég hef áður sagt, er það fyrst nú nýlega, að þessi ótti minn hefur horfið og ég hef heils hugar snúið mér til yðar. 34 VIKAN 38' tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.