Vikan


Vikan - 21.09.1967, Síða 36

Vikan - 21.09.1967, Síða 36
Ég hefði gjarnan viljað skrifa yður enn lengra bréf. Mér finnst ég enn eiga svo margt ósagt við yður, en þessi bráðfleyga, stolna stund, sem ég get notað til að skrifa yður, er brátt liðin, og ég verð að slá botn í bréfið í þetta sinn. Aðeins þetta til viðbótar: Var orðfærið á bréfi yðar aðeins (sem sennilegt er) áunnin stíls- vani eða er hér um að ræða (sem ég þó naumast get hugsað mér) móðgun af því tagi, sem sárast svíður? Óhugsandi, að þér hafið vjliað særa mig svo djúpt, óhugs- andi, Grímur. Ég vil leitast við að leysa mig undan þessari nýju þjáningu, ég vil ætla yður allt hið bezta. Þér minnizt á svip- mót (Lighed) og ekki svipmót; það veit guð, að mér er næst skapi að hlæja að yður, vinur minn. Svipmótið er þó í hendi guðs, og því get ég sannarlega ekki ráðið. Nú hví skyldi ég vera að hafa áhyggjur út af smámun- um. Það jafnast með tímanum. Hitt varðar mestu, að hann er yður nú hugfólginn og nýtur samvista (omgang) yðar. Það var mín heitasta hjartans ósk, og ég þakka yður innilega fyrir að uppfylla hana. Guð blessi yður og elsku litla drenginn minn! Lifið heilir. Yðar einlæg Magdalena Thoresen. Ætli ég heyri ekki frá yður, áður en langt um líður.“ Expó ’67 Framhald af bls. 27. settur hér á eilífðarspor svo gest- irnir á Expo geti horft á hann og myndina sem hann er hluti af og hugsað: En hvað þetta er fallega gert! Og hinum megin hér í þess- ari stúku eru sviðsmyndir úr ævintýrum. Hér er Prinsessan á bauninni, ærið eru nú margar dýnurnar hennar, 9 alls; skyldi hún vera sár af bauninni, bless- uð? Hér er Þyrnirós og allt fólk- ið í hlöllinni hennar steinsof- andi, þar sem það var komið þeg- ar Þyrnirós gat ekki haldið sér vakandi lengur, prinsinn er ekki kominn að kyssa hana enn. Hér er Hans klaufi á geithafrinum sínum, Mjallhvít, Öskubuska, og þar að auki nokkur ævintýri, sem ég ekki þekki. Við fylgjumst með straumnum úr Heimi barnanna, eins og þessi deild heitir, og næst verður fyrir okkur Iðnaðarsinfónían. Hér er allt á iði, hér er spunnið, spólað, ofið, og í þessu leika alla vega lit Ijós. Og nú — eru Ijósin slökkt, og í staðinn er varpað myndum á öll þessi kvikandi bönd, hespur, hnykla, kefli, vefi, kyrrum litglærum, örstuttum kvikmyndastubbum — eða — fær kyrr litmynd svona mikið líf á sísnúandi hnykli? Ég veit það ekki, ég veit bara að þetta er ótrúlegt hugmyndaflug, lýgi- 36 VIKAN 38' tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.