Vikan


Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 37

Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 37
leg sinfónía lita, hraða og snún- ings. Jafnvel pilsneraauglýsing verður athyglisverð í þessari ólgu. Og þá er það Sköpun heims- ins á mósaikskermi, gert hjá Listasambandi Jósehp Svoboda (J. S. Artistic system). Tékkar hafa löngum verið snillingar í gerð kvikmynda og gjarnan yf- irstigið sjálfa sig þegar frum- leiki er annars vegar. Skermur- inn, sem myndirnar eru sýndar á, er aliur sundurbitaður í litla ferninga, myndirnar koma ýmist heilar eða hálfar á þessa fern- inga, stundum eru þeir allir not- aðir sem eitt tjald, stundum hver ferningur mynd út af fyrir sig, stundum sumt í lit og sumt í svart hvítu, allt samræmt tónlistinni, sem leikin er. Við heyrum ákveð- ið, örlagaþungt tema, og mynda- samfella hleypur eins og elding upp eftir ferningunum í óreglu- legri röð, meðan alit fer hægt og öðruvísi á hinum ferningun- um. Og til þess að skapa mis- jafna dýpt er einum og einum ferningi kannski skotið fram úr röðinni, eins og skúffa sé dreg- in út, kannski röð eða hóp af ferningum, eða þeir eru dregnir aftar en hinir. Þetta er undra- vert, hér er ekki hægt annað en að verða „skermóður" eins og Ameríkanarnir og hafa augun límd við furðuverkið meðan það stendur. Ég reyni ekki að lýsa þessu nánar, bíð og sé hvað kem- ur út úr myndunum hjá Kristj- áni, en hér er ekki hægt um vik til myndatöku, lágt til lofts og manngrúinn mikill. Samt veit ég, að þetta verður mynd. Maður var í eins konar leiðslu eftir Sköpun heimsins á mósaik- skermi, en hér eru þeir með alls konar myndir til að sýna þjóð- líf og framleiðsluvörur Tékkó- slóvakíu. Hér eru tízkufötin, hér eru vefnaðarvörumar, útstilltar sem kóngulóarvefur til að sýna hvað efnin eru fíngerð, blóm í bakgrunni til að undirstrika hvað allt er fallegt. Fuglasöngur, til að undirstrika frelsi og heiðríkju. Stundum er ekki hægt að lýsa hutunum, vegna þes að þeir eru of óskiljanlegir. Þeir, sem hafa gert þá, hafa lagt svo mikið á sig til að búa til list, að þeir eru löngu komnir yfir það mark að verða skildir. Stik harðlífislist er til þess fallin að eyðileggja það, sem hún á að undirstrika. Annarri gerð listar verður ekki að gagni með orðum lýst, af því hvað hún er falleg og nertir djúpt. Og hvað, sem segja má um Tékka aimennt, verður ekki horft hjá þeirri staðreynd, að sýningin þeirra á Expo er iista- verk. Það þarf listamenn til að gera svona stóra sýningu, sem öll vekur hjá áhorfandanum há- tíðleika, en samt skilning hans. Um leið og gengið er út, förum við hér framhjá stórum vegg. Fyrir hann er breitt þunnt, of- ið tjald með trjámunstri; annað veifið er varpað ljósi á tjaldið svo það öðlast líf og verður að ævintýraskógi, en gegnum hann getur að líta undur fallegar myndir af tékknesku landslagi, með bændabýlum og þorpum. Engin undur, að fólkið sem hér er að skoða talar í lágum hljóðum, hér hefur enginn hátt. En komum svo út í franska skálann. Hann er einhver sá stærsti hér á svæðinu, á mörg- um hæðum. Hávaðinn er nánast ærandi þegar í dyrunum, í stig- askakt sem verður í miðju hús- inu dansa leiflur upp og ofan eftir strengjum og gegnum- þrengjandi elektrónísk tónlist lemur á hljóðhimnurnar. Við ráfum hér frá hæð á hæð, sjáum litsjónvarp með þokkalegum lit- um, þó engu betra því rússneska, sjáum vél, sem framleiðir laser- geisla og sker á augabragði í gegnum múrstein, uppskurði í sjónvarpi þar sem nánast má velja á milli hvort maður vill horfa á nýrnauppskurð eða botn- langa tekinn, í formála að nýrna- uppskurðinum er sýnt, hvernig farið er að því að spegla nýrun með því að þræða upp í gegn- um þvagrásina, og amerískar kerlingar, sem af venjulegri skermforvilni stönzuðu hér líka, fussa og sveija af hneykslun yf- ir því, hvar þræðingin hefst. ■— Annars er hér mest af alls kon- ar tækjum, mælum og stjóm- borðum, því miður, Messeurs, við erum ekki verkfræðingar og því er þetta okkur ónýt sýning. Við höldum áfram, í leit að ein- hverju bitastæðu til að skoða, myndavélar og segulband taka að toga í axlir og við látum fall- ast í stóla þar sem á að fara að sýna kvikmynd. Hún hefst, ja, svei: Spennubreytar og einangr- arar! Á fætur sprettum við, þjót- um að næsta rennistiga á niður- leið og út; þetta var nærri mán- uði eftir að de gamli Gaulle hrópaði lengi lifi frjáls Quebec, kannski hefur hann líka verið orðinn svo uppgefinn á þrýsti- mælum og stjórnborðum með tökkum að hann hefur ekki get- að tekið á sér heilum. Eða er það hann, sem hefur útrýmt öllu mannlegu úr Frans, svo það á ekkert eftir annað að sýna en dauðar, óskiljanlegar vélar, Las- ergeislatæki, sem bezt eru fallin til að drepa með og skera stál eins og heitur hnífur smér, ■—- spennubreytara og einangrara? Einhvern tíma hafa Frakkar verið mannlegri og skiljanlegri. Þá eru Bretar betri. Þeir eru mannlegir enn. Þeir eiga hér stóran tum með fánanum sínum efst, hann er útskorinn og stefn- ir í allar áttir, hann er þann veg gjörður að víðast frá sýnist hann heill. Og nú skulurrt við aftur grípa til segulbandsins: Bretar nota filmuna sem fleiri. Við komum hér inn í helli, og á veggjunum eru kvikmyndir sem sína stríðandi fornmenn á hestum, þeir leggja til atlögu og verjast, falla og sigra, kóng- ar koma og fara, þetta kalla þeir Upphaf sögunnar. Hestar hneggja um leið og þeir eru lagðir, mann- fjöldi fagnar, mannfjöldi öskr- ar, börn gráta. Mitt í þessari steinöld og hryllingi kemur svo rennistigi úr glampandi stáli. Upp úr honum er komið neðst í turninn og hann gnæfir yfir manni eins og risavaxinn súr- heysturn á vori. f hinum hanga myndir af mönnum eins og Rut- herford lávarði, sem uppgötvaði kjarnorkuna í atóminu, Alexand- er Fleming, sem uppgötvaði pens- ilínið og kosti þess, og fleiri hanga hér til sýnis. — Þessar myndir uppi í turninum eru ljós- myndir, sem gerðar hafa verið svartar og hvítar, allir millitón- ar drepnir úr þeim, en samt eru þær auðskildar enn. Ef til vill hefur það verið gert af því, að ekki hafa verið til Ijósmyndir af öllum þessum körlum og þurft að teikna þá suma, en með þess- ari tækni kemur það út á eitt. Hér niðri eru svo upplýstar ljós- myndir af körlum eins og Watt, Fox, Richard Trevithick, sem fyrstur bjó til eimreið, hann var ekki tekinn ýkja alvarlega í fyrstu, hér segir, að hann hafi dáið auralaus og verkamennirn- ir hans jarðsett hann. Og Churc- hill gamli situr hér brúnaþung- ur meðal annarra stjórnmála- manna, uppfinningamanna og slórmenna Breta fyrr og síðar. í þessum sama sal er sýndur þrýstiloftshreyfillinn, sem á að Framhald á bls. 40. 3S. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.