Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 40

Vikan - 21.09.1967, Side 40
fara á fransk-brezku hljóðhverf- una Conorde. Hún á að hafa fjóra hreyfla af þessari gerð, Olympus, sem eiga að gefa ná- lægt 160 þúsund hestafla orku, sem er svipað og öll vélarorka Queen Elisabeth, sem er 83.673 tonna skip. Þessi hreyfill stend- ur á upphækkun í miðjum turni, ofan á spegli, svo allt umhverf- is hreyfiiinn gefur að líta mynd- irnar af uppfinningamönnunum og öðrum þeim, sem hanga hér fyrir ofan; af því mætti ætla, að þetta litla en orkumikla stykki sé ekki annað en eðlileg fram- þróun af því, sem þeir byrjuðu á meðan þeir voru og hétu. Úr turnhringnum er komið of- an í herbergi, þar sem meðal annars er hálfhringur með hluta af veggjunum, þar sem sýndar eru upplýstar litglærur af ensku landslagi. A miðju gólfi er stór, hringlaga brunnur, og ofan í honum skermur, þar sem sýnd er án afláts litkvikmynd af Bret- landi; sýnilega tekin úr flugvél og það beint niður. Við fljúgum hér yfir borgir og blómlegar byggðir; lengi vel fannst okkur eitthvað bogið við allt þetta: Það var ekkert kvikt að sjá. Svo fór að örla á því, bílar á ferð, fólk á gangi. Myndin hlýtur að vera að verulegu leyti tekin á ein- hverjum þeim tíma sólarhring- ins, sem fólk hefur hægt um sig utan dyra. Já, Bretar eru mannlegir. Stór hluti af sýningu þeirra hér á Ex- po heitir Heima er bezt (There is no plac'e iike home). Við skul- um ganga hér með veggjum og líta á það, sem fyrir augu ber. Hér eru hjónakorn - - líkast til úr gifsi — sem eru að betrekkja hjá sér stofuna og gengur heldur illa, betrekkið viil verða laust að ofan og hringa sig niður yfir höf- uðin á þeim; maður er hér að laga kommóðu og heldur á bor- vél, sonur hans veitir honum að- stoð. Á gólfinu liggur stór lit- opna úr tímariti með fyrirsögn- inni DO 1T YOURSELF. Lítil gifsstúlka er að mála stólinn sinn og umhverfis hana eru máln- ingardósir hverra innihald myndi nægja á litla íbúð, ef það væri ekki allt storkið. Ofurlítið lengra er spjald, sem á stendur SUMIR BÚA f BÍLSKÚRUM og hjá því skilti er BMC Mini, málaður eins og brezkur fáni. Við hlið hans standa gifshjón með barn úr sama efni. Og hér fær maður þær upplýsingar, að sjötíu og fjögur ný, brezk farartæki kom- ist í gagnið á hverri klukkustund, en það geri tvö farartæki á hverja kú í landinu! Það er dá- lítið óvenjulegur samanburður fyrir mann, sem kemur frá því landi heimsins þar sem allt er mest og bezt miðað við fólks- fjölda! Næst komum við að áber- andi ljósaskiltum með áletrunum eins og WEE BELIVE IN BEAU- TIFUL BRITAIN og WEE LOVE OLD THINGS. Með þessum skilt- um eru viðeigandi myndir, með skiltinu um ást á forngripum er mynd af fornlegum stól, á honum liggur öskubakki, eldspýtur og pípa, við hliðina eru gamlir skór og á bakinu hangir snjáður og lúinn jakki. Önnur mynd fyrir ofan sýnir þrjár konur, löngu komnar af léttasta skeiði, þær eru af því útlitinu, sem kemur manni til að skelfast ellina og það kvenfólk, sem þá verður manni jafnaldra. Hér koma ýms- ir aldnir heimilismunir: Klukka, hattahengi, stóll, og fleira. WEE LOVE CANDY, BUT MEN RAR- ELY ADMIT IT, og þar eru myndir af margs lags góðgæti. WEE LOVE OLD TRADITIONS, og þar er gifsmynd af konu, sem situr á stól og horfir á sjálfsagt gamla mynd í gamla sjónvarp- inu sínu, en við hliðina á henni er ótrúlega stór tebolli og te- kanna á bakka. THE LIVER- POOL SOUND, og þar er mynd af Bítlunum —- þessum einu sönnu — og ég heyri ekki betur en það sé eitt af lögunum þeirra — Michelle, held ég það heiti og mér þyktir þetta fallegt lag — sem hljómar hér um skálann núna. THE RAG TRADE IN BLOSSOM — CARNABY STREET, og það er unglinga- tízkan sem blómstrar og dans- ar eftir hverjum blæstri frá Carnaby Street. Hér eru nokkr- ar brúður í eðlilegri stærð sem snúast á hverfiskífu og sýna þessa tízku, ég veit ekki hvað barnaverndarnefndirnar heima myndu segja, ef svona lagað væri sýnt heima á íslandi, það væri aldrei að vita nema ein- hverjir unglingar myndu stefna foreldrum sínum í fjárhagslegan voða eftir að horfa á þessa tízku- sýningu. Þetta eru þokkaleg föt í skærum litum, eins og tízkan í ár mælir fyrir um, pilsin ekk- ert alltof síð, buxurnar kannski eilítið út á við að neðan, engu að síður eru þetta snyrtileg föt og lagleg. Og síðasta atriðið í þessari heimilisdeild er myndasaga af þremur ungum stúlkum sem deiia með sér íbúð. Það er sýnt hvernig þær hafa í kringum sig og hvaða lífsvenjur þær hafa heima fyrir, þetta eru viðkunn- anlegar stúlkur og kunna að gera hlýlegt í kringum sig, og farartækið sem þær nota er Tri- umph Spitfire. — Nei, ekki er allt búið enn, sem heimilinu heyrir til, hér stendur úfið og ótútlegt kattaróféti og lepur í sig mjólk af skál! There is no place like home, sögðu þeir þarna niðri áðan, en þegar kemur hér upp á næstu hæð verður fyrir manni kvik- mynd, sem sýnir hvernig mann- kynið muni tortíma sér ef svo fer fram sem horfir. Að mynd- inni lokinni taka við hvelfing- ar sem sýna ýmiss konar vís- indaþróun, og hér hangir Con- cordan, ekki ósvipuð útlits 111- jusins hljóðhverfunni rússnesku, sem hangir hér úti í Sovétskál- anum. Bretar segja, að Concorde hljóðhverfan munu fljúga næsta ár; kannski er það bara draum- ur, kannski verður það veru- leiki, en hverju erum við bætt- ari, þótt við getum ferðazt með tvföldum hljóðhraða eða þar um bil? Þeir slá líka um sig með kapp- aksturshetjunum sínum og það með fullum rétti, sína kappakst- ursbíl og myndir úr kappökstr- um. Skipin sín hafa þeir hér, mikið af módelum og myndum, hér er Hoovercraft loftpúðaskip- ið, líkt og það sem á að vaða milli lands og eyja eða Reykja- víkur og Akraness, hvernig sem í sjóinn er, og sumir kalla því ljóta nýyrði svifnökkvi. Og nú komum við líkt og óvænt inn í sal þar sem hátt er til lofts en ekki að sama skapi vítt til veggja. Það sem vekur athygl- ina fyrst og fremst hér inni eru styttur eða mannamyndir, gífur- ega háar og mjóar, ég næ meðal svona fígúru í hné, þær eru eft- ir Armengel. Þessar styttur heita Bretinn í heiminum og eru að því leyti ekki góð listaverk, að þau þurfa sérstakan leiðarvísi til að skilja þann boðskap, sem þeim er ætlað að flytja hér á þessum stað: Alþjóðlega von um heimsfrið. Meðan ég hélt að ris- arnir táknuðu aðeins það eigin álit Breta, að þeir væru stærst- ir og mestir í heimi, hafði ég gaman af þessum horuðu tröll- um, minna, eftir að ég komst að því, að þau voru langsótt symb- ól. Með horuðu tröllunum eru út- stillingar, sem í leiðbeiningum segir, að eigi að skýra anda frels- is og góðrar sambúðar við ná- grannana, enda sé það þetta tvennt, sem geri heimsfrið mögu- legan. Þessar útstillingar eru í hringjum, líkustum upp- hlöðnum brunnum. Ein heitir Bretinn, verzlunarmaðurinn, og í þeim brunni eru myndir af margháttuðum útflutningsvörum þeirra, hér er brunnur sem heit- ir Heimsáhrif Breta, annar Bret- inn, nágranninn, og sá síðasti Bretinn, framtíðin. Það er dálít- ið skemmtilegt við hann, að þar eru allar myndirnar í móðu, eins og líka vera ber, því hvað er fremur þoku hulið en það, sem óorðið er? Og við skulum ljúka þessum degi með því að koma við í skála Vestur-Þýzkalands. Það er sér- kennilegt við þýzku sýninguna, að allar skýringar þar eru á þremur tungumálum. Allir aðrir skálar láta sér nægja að lýsa sýningunum á ensku og frönsku, en svo mikið lifir enn eftir af 40 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.