Vikan


Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 41
þriðja ríkis hugmyndinni, að Þjóðverjar byrja á þýzku, en síS- an koma franska og enska. Að öðru leyti má segja, að sýning- in sé svo yfir sig skipuögð, að hún sé „sterile", en það þýðir samkvæmt orðabók „hrjóstrug". „ófrjóöm“. Það eina, sem mér þótti nokkuð bitastætt þar, var áhald það, sem þýzkir bjuggu til handa prófessor Piccard til að gera rannsóknir í neðansjávar. En það er skálinn sjálfur, sem er merkilegur. Arkítektinn er Frei Otto, og talið er, að með hugmynd hans muni .verða bylting í gerð skála fyrir sýningar sem þessa; húsa, sem aðeins eiga aS standa skamman tíma og veita skjól fyrir regni og vindi fremur en vera kassar, sem á að hita upp til að halda kuldanum úti. Til að sjá, er þýzki skálinn eins og sjö brjóst á einni bringu, eða sjö samföst topptjöld, sem hann raunar er. Byggingaraðferðin er sú, að úr súlu strengir Otti þessi stálvíranet niður í jörð í hring út frá súlunni, en neðan í netinu hangir plastdúkur, sums staðar gagnsær. Hann er einnig þaninn svipað og tjald, með því að strengja stálnetið niður með eins konar „tjaldhælum“, þótt enginn skyldi ímynda sér þessa venju- legu sem hér tíðkast, á lengd við löngutöng! Þetta er sérkennilegur bygg- ingamáti og áferðarfallegur, hef- ur þann kost að súlur þarf engar til að standa undir þakinu nema þá einu, sem er undir hverjum toppi. Fyrir bragðið nýtist rúm- ið vel inni og ekkert dregur úr. Stærð skála með þessari aðferð getur verið mjög breytileg eftir efnum og ástæðum, og ég ímynda mér að í þetta fari til þessa að gera lítið efni. En, eins og ein- hver sagði: Það hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá einhverj- um seglasaumaranum að fá að sauma allt þetta plast! * Sæll í sinni trú Framhald af bls. 13. Herra Karl hafði í þjónustu sinni tvo trausta Munchen-búa, — hjón, sem höfðu annazt hann í fimmtún ár. Konan var ráðs- kona og eldaði matinn, maðurinn var bílstjóri hans, garðyrkjumað- ur og varðmaður. Herra Schutz hafði aðeins eina ástríðu og það var lestur. Eftir vinnutíma sat hann langstundum yfir góðum bókum, sem herra Karl lánaði honum, og konan hans sat og prjónaði. Uppáhalds rithöfundar hans voru Goethe, Schiller, Heine og Erasmus; hann las beztu kaflana upphátt fyrir konu sina. Þau bjuggu í litlu húsi í öðrum enda garðsins. Oft, þegar herra Karli fannst hann vera einmana, bauð hann vini sínum Schutz inn í bókaherbergið til sín; og þar gátu þeir setið tímum sam- an og talað um ódauðleik sál- arinnar, mannkærleika, frelsi og sigur sannleikans sem þeir fundu í þessum bókum sem umkringdu þá. Þessvegna var það að herra Karl sneri sér til þessara tryggu vina sinna, í vandræðum sínum. Hann tók vindlakassa og flösku af brennivíni með sér og skund- aði til litla hússins, í hinum enda garðsins, og útskýrði áform sitt fyrir þeim. Strax, næsta dag, tóku þau Schutz hjónin til óspilltra mál- anna. Teppið var vafið upp og gat sag- að á gólfið, svo settu þau upp stiga sem tengdi bókaherbergið við kjallarann. Gamli kjallarinn var allur hreinsaður og gerður í stand. Mikill hluti af bókunum var fluttur niður i kjallarann, sömuleiðis einhver ósköp af vindlum, vínið var þar fyrir. Frú Suhutz gerði eins vistlegt og hún mögulega gat í felustaðnum, og að lokum varð þetta allra nota- legasti dvalarstaður. Gatið á gólf- inu var vandlega falið með hlera, sem lúsféll við gólfið og svo var teppið aftur sett á sinn stað. Þá fór herra Karl úr borginni í síð- asta sinn, seldi herra Schutz, að nafninu til, allar eigur sínar, til að koma í veg fyrir að þær yrðu teknar traustataki. Herra Schutz krafðist þess að fá að skrifa und- ir skjal, þar sem greinilega var gengið frá því hver hinn rétti eigandi var, til þess að herra Karl gæti gert kröfu til eigna sinna, þegar tímabært yrði. Svo laumuðust þessir samsærismenn aftur til hússins, tókust í hend- ur, og herra Karl fór til felustað- ar síns, með slægðarbros á vör- um, til að bíða í öruggri höfn eft- ir betri tímum .... Tvisvar á dag lyfti frú Schutz teppinu, renndi hleranum frá og fór með hlaðinn bakka af góð- meti niður; og á kvöldin laumað- ist herra Schutz oft niður, til að ræða við vin sinn og hús- bónda um ódauðlega hluti, yfir glasi af glóandi víni: — þeir ræddu um mannkærleikann, um- burðarlyndi gagnvart samborg- urum sínum, og nauðsyn þess að lesa verk meistaranna á þess- um erfiðu tímum, og litli kjall- arinn virtist ljóma af mannleg- um og andlegum sjónarmiðum, af óbilandi trausti á mannlegri náttúru. Fyrst í stað fékk herra Karl dagblöðin og hlustaði á útvarp- ið, en eftir hálft ár, þegar frétt- irnar fóru að verða æ hryllilegri, lét hann fjarlægja útvarpið og hætti að lesa blöðin, svo bergmál raunveruleikans gæti ekki skert viljaþrek hans. Með handlegg- ina krosslagða á bringu sér og bros á vör, hélt hann fast í trú sína, öruggur í kjallaravirki sínu, og neitaði algerlega að fylgjast með þessum fánýtu og viðbjóðs- legu aðgerðum í heiminum fyrir ofan. Hann vildi heldur lesa verk meistaranna, heldur en að eyða tíma sínum í að reyna að skilja það sem stóð í dagblöðunum. Herra Schutz og kona hans bjuggu í aðalhúsinu, sem var blessunarlega hlíft við loftárás- um. Að vísu voru nokkrir erfið- leikar með rekstur verksmiðj- unnar, en herra Schutz gat sýnt bréf upp á það að hann væri hinn réttmæti eigandi allra eign- anna, eftir að herra Karl hefði flúið land. Herra Karl fitnaði nokkuð, vegna skorts á hreyfingu og kinnar hans misstu roða sinn, vegna þess að hann komst aldrei í ferskt loft eða dagsbirtu. En bjartsýni hans og trúin á mann- kyninu var alltaf jafn stöðug. Hann sat sem fastast í kjallara sínum og beið þess að „mjólk mannkærleikans flæddi yfir jörðina", eins og heilagur Tómas sagði, og þótt fréttirnar, sem vinur hans, Schutz, færði honum daglega væru sannarlega ekki uppörvandi, þá datt honum ekki í hug að örvænta. Nokkrum árum eftir fall Hitl- ers og hin kunnu endalok stríðs- ins, kom eitt sinn Gyðingur, sem verið hafði kunningi herra Karls, og kominn var heim úr útlegð, að húsinu við Schiller- strasse og barði að dyrum. Hávaxinn, gráhærður, nokkuð lotinn maður kom til dyra. Hann hélt á verkum Goethes í hend- inni, hafði sýnilega verið að lesa í þeim. — Nei, — herra Loewy bjó ekki lengur hér. — Nei, það var ekki vitað hvað af honum varð. Hann hafði horfið og ekki skilið eftir sig nein spor, og allar fyr- irspurnir um hann, eftir stríðs- lok hefðu ekki borið árangur. Verið þér sælir! Dyrnar lokuðust. Herra Schutz sneri aftur til bókaherbergisins. Konan hans var búin að útbúa matarbakkann. Nú, þegar hið nýja Þýzkaland blómstraði, undir handleiðslu hins góða doktor Adenauers, gat hún dekrað við herra Karl með bezta mat. Tepp- ið var tekið upp, herra Schutz lagði Goethe frá sér og fór niður með bakkann. Herra Karli hafði hrakað mjög í seinni tíð, hann þjáðist af æða- bólgu, og þar af leiðandi var hjarta hans að bila. Honum var sjálfum ljóst að hann hefði þurft á lækni að halda, en hann vildi ekki leggja þessa tryggu vini sína í þá hættu, sem hlaut að vera því samfara að ná til læknis. Það yrði þeirra bani, ef upp kæmist að þau hefðu haft mann af gyð- ingaættum í felum í öll þessi ár í kjallaranum. Þau urðu bara öll að vera þolinmóð og um fram allt að brynja sig gegn efasemdum og biturleika. Réttlætið átti eft- ir að sigra, þau máttu ekki bug- ast. Herra Karl hélt sínum fyrri sálarstyrk, þó líkaminn væri veikburða. Á hverjum degi þegar herra Schutz kom niður með matinn og válegar fréttir af stríðinu, innrás Hitlers í Bretland hafði verið sérstaklega ógnvekjandi, þá var það herra Karl sem hughreysti hann, jafnvel með því að segja honum einhverjar kímnisögur. Herra Schutz fór alltaf töluvert hressari frá honum. Leikfangaverksmiðjan gekk skínandi vel. Árið 1950 gat herra Schutz fært út kvíarnar og salan jókst stöðugt. Hann átti nú Mercedes bíl, af afar vandaðri gerð og hafði einkabílstjóra. Hann var líka töluvert hátt skrif- aður í flokki kristilegra demó- krata í Munchen. Á hverjum morgni fór frú Schutz niður í kjallara, með vönd af ferskum blómum, er hún setti á náttborðið hjá herra Karli, hún hagræddi honum og snyrti allt í kringum hann. Nú orðið þurfti hún líka að mata hann, hann hafði ekki lengur þrek til að matast sjálfur. Hann var reyndar orðinn það máttfarinn að hann átti bágt með að tala. En stund- um fylltust augu hans tárum, — tárum þakklætis, þegar hann horfði á þessi góðu hjón, sem framar öllu öðru höfðu gert hon- um kleyft að glata ekki trúnni á mannkærleikann ... Það er greinilegt að herra Karl mætir glaður dauðanum, með Schiller, Goethe og Erasmus sér við hlið, haldandi báðum höndum í hendur þessara tryggu vina, og vegna þess fullviss um að hann hefði haft á réttu að standa FrumskilyrSi... Framhald af bls. 16. ett á Hljómleikum í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Hann var að- eins þrettán ára þá! Hann átti heima á Akranesi til 15 ára ald- urs en fluttist þá til Reykjavíkur, og hóf nám við Menntaskólann. En námsferillinn varð ekki langur. Mús- in varð lærdómnum yfirsterk- ari og áður en varði var hann far- inn að leika með Tónum, og þá var bundinn endir á allt fyrirhug- að langskólanám. Karl segist aldrei hafa verið verulega ánægður með vistina í Tónum. — En það var lærdómsríkt að vissu marki. Strákarnir voru mjög áhugasamir og það var gaman að hrærast með þeim í þessu, sérstak- lega Sigurði Árnasyni. Eitt líkaði mér aldrei, en það var þessi árans hávaði. Gítarmagnararnir — 100 watta — voru alltaf ( botni. Það var óþolandi til lengdar. — Svo gekk ég 1 lið með Dát- um. Það var í maí síðastliðnum. — Þessi hljómsveit var alger and- Framhald á bls. 44. 38. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.