Vikan


Vikan - 21.09.1967, Side 44

Vikan - 21.09.1967, Side 44
staða Tóna. Þegar við æfðum í Tónum fór mestur tíminn í að gera sér grein fyrir því hvernig lagið hljómaði. Dótarnir voru ekki ó þessari bylgjulengd. — Nei, ég lék ekki ó plötunni með Dótum. Hún var tekin upp, óð- ur en ég kom í hljómsveitina. Rún- ar ó mikið hrós skilið fyrir lögin ó plötunni, þau eru mjög lifandi og skemmtileg — Spilið er vel út- fært, en söngurinn hefði getað ver- ið betri. Mér finnst Rúnar forlóta góður lagasmiður. Ég spyr Karl um fyrstu kynni hans af músikinni. — Ég er alinn upp við píanó. Ég held ég hafi verið ótta óra, þegar ég byrjaði að klóra í píanó. Ég gat sjaldan séð það í friði. Þegar ég var í skóla ó Akranesi, lék ég ó bassagítar með hljómsveitinni og söng með. — En nú er það orgel? — Jó. Mér finnst orgelið gefa hverri hljómsveit skemmtilegan blæ, og það er ómissandi, þegar fóir eru í hljómsveitinni. Orgelið gefur hljómsveitinni svip — þetta sífellda gítargutl getur orðið leiðigjarnt, þegar til lengdar lætur. Svo hefur orgelið líka meiri tónbrigði en önn- ur hljóðfæri. — Hvaða hljómsveitir eru í mest- um metur hjó þér, Karl? — Af „beat" hljómsveitum hef ég mestar mætur ó Hljómum. Ég var lika hrifinn af Toxic meðan þeir voru og hétu,- fannst þeir hafa skemmtilega og líflega framkomu. Annars er eftirlætishljómsveit mín Hljómsveit Ingimars Eydals. Það er hljómsveit, sem gaman er að að skemmta sér með. Þeir spila allt, sem hugsazt getur, það er músik fyrir alla, fró sextón óra ungling- um upp í sjötögur matrónur. Þor- valdur Halldórsson er maður fyrir minn smekk. Þótt hann sé góður söngvari hefur hann aðdróttarafl fyrst og fremst sem skemmtikraftur. Hann kann kúnstina að koma fólki í gott skap. Og svo vil ég nefna Dumbó. Sem gamall Skagamaður er ég alltaf í pokahorninu hjó þeim. — En „Sólin"? — Sólin er búin að geyspa gol- unni. Þegar ég hætti í Tónum kom Guðmundur Elíasson í minn stað ó orgelið, og þó skírðu þeir hljóm- sveitina upp og kölluðu Sólina. Þeir voru mjög hrifnir af þessari svo- kölluðu „soul music", en þetta er alveg nýtt hér. Ég held að það geti aldrei æxlazt til farsældar að koma vaðandi upp með eifthvað nýtt, sem fólk hefur ekki fengið tækifæri til að ótta sig ó hvað er. Sól-músikin er í rauninni afleggjari af Tamla Motown en öðruvísi útfærð, ein- faldari og byggð ó þungu bíti. — Undirleikurinn skiptir hér mestu máli. I söng eru yfirleitt ein eða tvær raddir og þetta er allt mikið til í ætt við blues. — Hvað um fextann, innihaldið? — Jú, hann skiptir auðvitað miklu máli, og söngvarinn verður að skilja hann vel. Með raddbeit- ingu og hreyfingum á hann að 44 VIKAN 38-tbl- túlka það, sem textinn segir. Söngv- ari á umfram allt að vera lifandi. Við eigum hér ekki marga virki- lega góða söngvara í þessari mú- sik. Þó skal ég nefna þér einn: Halldór Kristinsson í Tempó. Hann hefur magnaða rödd, það stafar frá honum einhver kraftur. Hverri hljómsveit er líka nauðsynlegt að hafa söngvara, sem þarf ekki að sjá um annað en að syngja. Við, sem höfum fyrir hljóðfærum að sjá, þurfum að skila tvíþættu hlutverki, og það liggur í augum uppi, að það er mun erfiðara og getur ekki borið jafn góðan árangur. — Ertu bjartsýnn á framtíð nýju hljómsveitarinnar? — Já, ég er bjartsýnn á að þetta gangi vel. Við virðumst allir vera einhuga um að stefna að sama marki, og ég trúi á samstarfið í hljómsveitinni. Ef hljómsveit á að ná árangri, er frumskilyrði að sam- starfið sé gott. Dóttir Dajans ... Framhald af bls. 5. varið land sitt eins og karl- maður, til þess fær hún hern- aðarþjálfun. En hérna gerum við mest gagn með því að vinna venjuleg störf, og að blása kjarki í hermennina. Þetta er her þjóðarinnar, í orðsins fyllstu merkingu. Her- mennirnir eru að mestu leyti feður og eiginmenn, þeir eru yf- irleitt ekki atvinnuhermenn, og þeir eru langt frá heimilum sin- um. Stúlkan í herbúðunum er nokkurs konar tengiliður milli þess sem þeir eru vanir í dag- legu lífi og starfi, og þessa, sem er svo nýtt og framandi ... . ☆ Sjö mínútna verk Framhald af bls. 19. hópur á vettvang, en þá voru þeir félagar á leið heim til sin, í bláa bílnum. Scotland Yard hefur aldr- ei getað haft upp á þessum glæpa- mönnum, og gullið er ennþá ó- fundið. Þennan umrædda dag áttu þeir aftur að fara til Clerkenwell, í þetta sinn til að afhenda ósköp ódýran pakka, það var silfurduft fyrir um 1000 krónur til Breloques prentsmiðjunnar. Fyrsti áfangi þeirra var Hatton Garden, hið fræga hverfi skart- gripasalanna í London. Þar beið Johnson Matthey, frá einu af stærstu fyrirtækjunum, eftir 48 gullstöng- um. Eftir þennan litla krók til Clerkenwell, var það meiningin að þeir færu til Mocatta & Goldsmid, fyrirtækis í City, með það sem eft- ir var af farminum, sem sé gull- stengur fyrir rúmar hundrað millj- ónir króna. Við Hatton Garden voru menn frá Johnson Matthey reiðubúnir til að taka á móti þeim. Bílnum var bakkað inn f port og affermingin fór fram í mesta flýti, en varlega þó. Hreint gull er mjög mjúkur málmur, og getur beyglazt illa, ef ekki er farið varlega með hann. Klukkan var um 11.35, þegar þeir stýrðu bílnum aftur út í um- ferðina, til að fara til Clerkenwell. Richard Brew sat á gullstöngunum, borðaði brauð og masaði við Jack Chandler. Walter Clements sát bak við stýrið og flautaði. Það var skínandi veður þennan dag, og öllum var þeim áhugamál að flýta sér til að komast heim. Breloques prentsmiðjan var við mjóa hliðargötu, Bowling Green Lane. Það er mjög lítil umferð þarna, en venjulega mikið um kyrrstæða bíla. Walter Clements varð því alls ekkert undrandi, þeg- ar hann átti erfitt með að finna bílastæði rétt hjá prentsmiðjunni. Hann prísaði sig sælan að geta stöðvað bílinn tuttugu metrum frá Breloques. Venjulega, þ. e. a. s. ef þeir hefðu átt að afhenda gull, var þeim ekki leyfilegt að nema stað- ar, svo langt frá áfangastað, ör- yggis vegna. — Þetta er bara smápakki. Það tekur enga stund að hlaupa með hann og fá kvittun . . . hugsaði Clements. Hann gáði allt um kring oq sá ekkert grunsamlegt. Það sázt ekki nokkur maður, aðeins fjöldi kyrr- stæðra bíla. — Allt í lagi, kallaði hann til fé- laaa sinna. — Við erum komnir, það virðist allt grænt. Flýtið ykkur nú, ég hefi enga lönnun til að sitja hér allan daginn. Ég ætla að kom- ast sem fyrst heim og horfa á kapp- reiðarnar í sjónvarpinu. Andartaki síðar opnaði Richard Brew rennihurðina aftan á bílnum og hleypti Jack Chandler úr, svo renndi hann hurðinni fyrir aftur. Það var venjan, öryggis vegna. Svo átt: hann að opna, þegar barin voru brjú högg á rennihurðina. Hann kom sér bannig fyrir að hann gat séð Jack Chandler í speglinum milli hans og bílstjórasætisins. Svo hjá bílstióranum, gegnum grindina beið hann. Tveim mínútum seinna, nákvæm- lega klukkan 11.46 kom Jack Chandler aftur út á gangstéttina, og gekk í áttina til bílsins. í vas- anum hafði hann kvittun fyrir silf- urduftinu, sem hann hafði afhent hjá Breloques. Richard Brew sá það í speglin- um að hann var að koma, sneri sér við og fór að losa læsinguna á rennihurðinni. Walter Clements sat í bflstjóra- sætinu og horfði beint fram. Það sást enginn 6 ferli. Hann renndi hliðarrúðunni niður, vegna hitans. Á þessu augnabliki komu árás- armennirnir á vettvang. Hve margir þeir voru, veit eng- inn, en líklega hafa þeir verið 6—10. Þeir komu út úr bílnum, sem stóðu bak við gullflutningabílinn. Árásina gerðu þeir eldsnöggt og án minnsta hávaða. Þegar Jack Chandler var rétt kominn að flutningabílnum, var hann umkringdur. Hann var lam- inn með kylfu í höfuðið, og féll næstum meðvitundarlaus niður á gangstéttina. Það blæddi úr stóru sári á enni hans. Hann var dreg- inn inn í aftursætið á litlum bíl. Hann var bundinn og einhver límdi heftiplástur yfir munn hans, svo hann gæti ekki gefið frá sér hljóð, og annar var límdur yfir augu hans. Þegar Richard Brew heyrði þrjú högg á rennihurðina, hélt hann vit- anlega að þetta væri samverka- maður hans og opnaði. Uti fyrir stóð maður í bláum einkennisbún- ingi, líkum þeim sem Jack var klæddur. En það var ekki Jack. Án þess að Brew gæti borið hönd fyrir höfuð sér, sprautaði maður- inn í bláa einkennisbúningnum ammoníaki í augu hans. Það var hræðilega kvalafullt og hann gat ekkert séð, síðan var hann sleg- inn niður, bundinn og heftiplástur límdur yfir munn hans. Walter Clements sat við opinn gluggann í bílstjórasætinu; hann heyrði einhverja hreyfingu við hlið sér, sneri sér við til að aðgæta hvað það væri og þá fékk hann ammoníakgusu í andlitið, síðan var hann dreginn út úr sætinu og far- ið eins með hann og hina; barinn niður, bundinn og heftiplástur límdur fyrir munn hans. Um leið og hann fékk gusuna ( andlitið, reyndi hann að teygja sig í flautuhnappinn, sem var í mæla- borðinu, en hann náði því ekki. Honum var fleygt inn f farangurs- rýmið. Einni mínútu síðar, klukkan 11.48, lagði svo fIutningabílI frá Rotschild & Sons, af stað frá Bowl- ing Green Lane. í farangursrýminu lágu tveir bundnir og blindaðir varðmenn og 140 gullstengur, 1.700 kg. af hreinu gulli, yfir 100 milljón króna virði. Við stýrið sat einn árásarmannanna. Þar með var búið að fremja mesta þjófnað, síðan lestarránið mikla var framið í Englandi, árið 1963. Blái vörubíllinn var stöðvaður fyrir utan hús við Elthorne Road, í Norður London, sem hafði staðið autt síðan um haustið. Bílnum var bakkað inn í stóra bílageymslu, sem var innarlega við húsið. Á fimmtán mínútum selfluttu ræningjarnir gullið, yfir í einn eða svo bíla aðra. Þeir sögðu ekki eitt einasta orð hver við annan. En hinir bundnu og blinduðu varð- menn heyrðu hvað þeir voru að gera, heyrðu andardrátt þeirra og hljóðið þegar gullstengurnar slóg- ust hver við aðra, sömuleiðis skó- hljóð þeirra við gólfið. Ræningjunum lá mikið á, þeir fóru ekkert varlega með gullið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.