Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 45
Þeim var alveg sama þótt það
beyglaðist eitthvað, aðalatriðið var
að koma því sem fyrst í bórtu.
Þegar þessum flutningum var
lokið var Jack Chandler fleygt inn
til hinna tveggja í farangursrýminu.
Þeir heyrðu að rennihurðinni var
rennt niður og btlhurðum skellt aft-
ur. Svo var lagt af stað aftur.
í þetta sinn voru það aðeins
nokkrar mínútur þangað til vöru-
bíllinn stöðvaðist aftur. Þeir heyrðu
dyrnar við bílstjórasætið opnast og
lokast, og svo varð allt hljótt.
Jack Chandler, Walter Clements
og Richard Brew reyndu af alefli
að losa af sér böndin. Þeir reyndu
að naga plástrana ,sem límdu var-
ir þeirra aftur.
Allt ( einu heyrðu þeir kven-
mannsrödd:
— Ég held við tökum bara þenn-
an bíl og ökum í búðir, í staðinm
fyrir að fara á bingó.
Einhver hló.
Jack Chandler, sem hafði náð
plástrinum af munni sér, kallaði
eins hátt og honum var mögulegt:
— Hjálpið okkur, í guðs bænum.
Við erum bundnir hérna inni. Við
getum ekki hreyft legg eða lið.
Góðu, hringið strax í lögregluna.
Önnur kvenmannsrödd sagði:
— Hvað er þetta, verið ekki að
gera að gamni ykkar við okkur.
Nokkrum sekúndum síðar sáu
þær mannshöfuð koma út um
gluggann við bílstjórasætið, og
Jack Chandler öskraði aftur:
— Standið ekki þarna og gónið.
Hringið í lögregluna og snertið
ekki neitt!
Klukkan var þá 12.20. Rétt í
sama mund stanzaði lögreglubíll
fyrir utan mannlausa húsið við
'Elthorne Road, nokkrum kílómetrum
frá. Frú Lilian Purcell, 42 ára göm-
'Ul veitingakona, sem býr það rétt
'hjá, hafði séð ókunnuga menn þar.
Hún hljóp að bensínstöð í nágrenn-
inu og bað manninn sem þar vaf að
•gera lögreglunni viðvart. Radiobíll
;kom strax á staðinn og tveir lög-
reglumenn gengu kringum húsið og
bílskúrinn, en sáu ekkert athuga-
vert. Þar var allt með kyrrum kjör-
um.
Þeir sendu lögreglustöðinni strax
boð gegnum stuttbylgjustöðina:
— Þetta er að öllum líkindum
gabb. Við sjáum ekkert.
— Hugsið ekki um það. Við höf-
um einmitt í þessu fengið tilkynn-
ingu um rán. Akið strax að Twisden
Road. Það er nokkrum kílómetrum
frá þeim stað sem þið eruð á. Þar
stendur blár vöruflutningabíll. At-
hugið hann og bíðið eftir frekari
skipunum.
Leitin að þeim sem höfðu fram-
ið gullránið var hafin.
Ennþá hefur ekki verið hægt að
hafa hendur í hári ræningjanna.
Það eina sem fundizt hefur eru
nokkrar gullstengur, slóð þeirra
var rakinn að málmbræðslu í
Sviss ....... "ír
Angelique í byltingunni
Framhald af bls. 23.
Brottförin hafði borði svo bráðan að, að þau höfðu ekki haft tíma
til að kenna sársauka, og enn fannst honum þetta allt vera óraunveru-
legt og draumkennt
Angeiique fann Manigaultfjölskylduna, Þar sem hún sat umhverfis
borðið í viðhafnarmikilli borðstofunni, og Siriki var önnum kafin við að
hella sjóðheitu súkkulaði í bollana. Hún var ekki siður móð núna en
fyrsta daginn ef hún kom til að sækja Monsieur de Bardagne.
’ Sólin var þegar komin á loft; þetta leit út fyrir að ætla að verða
dásamlegur dagur eftir stormasama nótt. Mistrið mátti nú heita með
öllu horfið, og þorpið ólgaði af lífi. Nóttin var þeim ekki lengur til
skjóls, og nú urðu þau að standa andspænis hættunni í glaða dags-
birtu.
Angelique skýrði siðustu viðburði fyrir þeim, eins stuttlega og henni
var unnt. Komizt hafði upp um fyrirætlanir þeirra, handtakan var
yfirvofandi, og það var aðeins ein leið til að forðast hana; þau urðu
þegar í stað að fara um borð í skip, sem hafði samþykkt að taka við
þeim og lá fyrir akkerum ,ekki langt frá La Rochelle. Erfiðleikarnir
voru í Því fólgnir að komast út úr borginni, án þess að tekið yrði sér-
staklega eftir þeim. Manigaultfjölskyldan var mjög vel þekkt, og fyrir-
skipanir höfðu örugglega verið gefnar við hliðin, varðandi hana sér-
staklega. Þau yrðu að fara úr borginni i smáhópum og undir fölskum
nöfnum Þegar út væri komið, áttu þau öll að hittast í St Maurice.
Monsieur Manigault, kona hans, fjórar dætur, tengdasonur og sonur
sátu eins og rígnegld ofan í stólana með bollana miðja vegu milli
munns og skálar.
— En stúlkan er frá sér; hrópaði Madame Manigault. Hvað þá!
E’r hún að segja að við verðum að leggja af stað til amerísku eyjanna,
núna eins og við stöndum og skilja allt eftir?
— Hvað er nafn skipsins, sem hún talar um? spurði útgerðarmaður-
inn alvarlegur í bragöi.
— Gouldsboro.
— Aldrei hef ég heyrt um það. Eru þessir menn hér af áhöfninni?
— Já.
—• Ef dæma má eftir útliti þeirra, getur þetta varla verið virðulegt
skip, og raunar í hæsta máta tortryggilegt.
—- Þú hefur rétt fyrir Þér i þvi. En skipstjórinn hefur samþykkt
að taka okkur um borð og það mætti sömuleiðis álíta okkur tortryggi-
legan hóp. Þið hljótið verra af ef þið kjósið heldur útlit fangavarða
Baumiers en þeirra, því Þeir munu koma í kvöld, taka ykkur höndum
og kasta ykkur í fangelsi.
— En það er hægt að komast úr fangelsi, og ég hef nokkur áhrif.
— Nei, Monsieur. Að þessu sinni kemstu ekki út.
Einn sjómannanna snertl handlegg hennar.
— Madame, sagði hann á frönsku, en með áberandi hreim. — Hús-
bóndinn sagði okkur að dvelja ekki lengi í borginni eftir dögun. Við
verðum að flýta okkur
Angelique var æfareið yfir þessari fjölskyldu, sem sat svo rósöm
yfir dýrmætum kínverskum postulínsborðbúnaði sínum og nartaði i
góðgæti, eins og hún gæti ekki gert sér grein fyrir því, að heimurinn
var að hrynja saman yfir höfði þeirra. Ef þau skyldu Manigaultfólkið
eftir, yrðu þau án þjálíaðs heildsala, sem átti næstum allan þann auð,
sem til var í litla hópnum þeirra. Angelique hafði heitið Rescator, að
hann skyldi fá sín laun, og framar öllu öðru sá hún eftir Jerimy litla,
ljóslokkaða drengnum, sem minnti hana svo á Charles-Henri.
— Það er þá verst fyrir þig og son þinn, sagði hún, — en ég vildi
óska, að ég hefði ekki hætt lífi mínu til að koma hingað og vara ykkur
við. Bf ég hefði ekki hlaupið alla leiðina hingað, væri ég þegar
komin til þorpsins í St Maurice. Möguleikar okkar verða sífellt rýran
með hverri mínútunni, sem liður. Staðreyndin er sú, að þið hafið á-
kveðið að fara, en langar ekki. Þið sitjið hér sem fastast og bíðið eftir
kraftaverki, sem þyrfti til að gera ykkur kleift að halda öllu: stöð-
unni, peningunum, trúnni og borginni. Þú, sem eyðir svo miklum tíma
í að ihuga bók bókanna, þú ættir að muna, að þegar Gyðingarnir
voru fangar i Egyptalandi var þeim sagt að fagna páskunum uppi-
standandi, ferðbúnir með staf í hendi, svo að þeir gætu lagt af stað
um leið og merkið væri gefið .... Áður en Faro gæfist tími til að
skipta um skoðun.
Manigault starði á hana. Hann kafroðnaði og svo náfölnaði hann
— Áður en Faró vannst tími til að skipta um skoðun, muldraði
hann, — Mig dreymdi nokkuð í nótt. öll sú vá, sem yfir okkur vofir
tók á sig mynd. Ég vissi, að gríðarstórt skriðdýr var á leiðinni tii að
kirkja mig og fjölskyldu mina. Það kom nær og nær og höfuð þess
var höfiðið á......
Hann þagnaði, stóð upp, starði enn framfyrir sig, eins og hann væri
með starblindu. Svo þurrkaði hann skr vandlega um munninn með
servéttunni og lagði hana við hliðina á hálfum súkkulaðibollanum.
— Komdu Jeremy, sagði hann og tók um hönd sonar sins.
— Hvert eruð þið að fara? hrópaði Madame Manigault?
— Um borð.
— Þú ætlar þó ekki að trúa því, sem þessi brjálaða kona hefur verið
að segja þér?
— Ég trúi þvi, sem hún segir, af því að ég veit það er satt. Ég hef nú
í marga daga haft grun um, að einhver sæti á svikráðum við okkur.
Hann sneri sér að gömlum svertingja: — Farðu og sæktu yfirhöfn og
höfuðföt handa mér og Jeremy.
— Taktu með þér gull, hvislaði Angelique. — Eins mikið og Þú
getur sett í vasana.
Madame Manigault tók að væla: — Hann er frá sér! Hvað verður
um okkur, dætur mínar?
Ungu stúlkurnar iitlu á víxl á föður sinn og móður.
Ungi liðsforinginn, tengdasonur útgerðarmannsins reis á fætur:
—■ Komdu, Jenny, sagði hann og tók um axlir ungu konunnar sinnar.
Hann horfði á hana, alvarlega og ástúðlega.
— Við verðum að fara.
— Eins og við stöndum? Núna? stamaði hún, óð og uppvæg.
Hún hafði kviðið mikið fyrir fyrirheitinni sjóferð á Scinte-Marie, Þvi
hún átti von á barni.
— Þú hefur allt það nauðsynlegasta reiðubúið. Sæktu það núna.
Timinn er kominn.
— Ég hef líka vaðsekk, sagði Manigault. — Hann er fremur stór,
en Siriki getur borið hann.
— Siriki má ekki koma með okkur, varaði Angelique hann í lágum
rómi. — Hann er alltof vel þekktur um alla borg sem einkaþjónn
þinn. Þeir myndu gripa þig þegar í stað, því það er haft nákvæmt
auga með þér.
— En ég get alls elcki skilið Siriki eftir, mótmælti skipaeigandinn. —
Hver myndi líta eftir honum?
— Félagi þinn, Monsieur Thomas, sem á að líta eftir málum þínum
hér, eftir að þú ert farinn og hafa sambandi við þig, þegar þú hefur
komizt til eyjanna.
—■ Félagi minn ....... Það er hann sem hefur svikið okkur. Ég er
viss um það. Ég býst við að hann vonizt, til að allt muni falla honum
í hendur.
Hann bætti við, þungmæltur:
— Skriðdýrið, sem ég sá i draumum mínum, hafði höfuðið á honum.
Þegar hann kom fram í forsalinn leit hann enn einu sinni beizklega
á útskurðinn í loftinu, steint glerið í dyrunum, sem opnuðust út i
garðinn. Aðrar dyr lágu út á hlaðið með hinum óumflýjanlega pálma.
Manigault tók aftur um hönd Jeremys og gekk yfir hlaðið. Einn
sjórænjngjanna gekk á eftir honum og bar pokann.
— Hvert eruð þið að fara? vældi Madame Manigault. -— Ég er ekki
nærri tilbúinnn. Ég á enn eftir að búa um meirihlutann af kínverska
postulíninu okkar.
— Búðu um hvern fjandann, sem þér sýnist, Sara, og komdu Þér
út til þorpsins eins fljótt og Þú getur, en mundu nú einu sinni á æv-
inni og flýta þér, svaraði skipaeigandinn heimspekilega.
Ungu hjónin komu á eftir honum og síðan önnur af dætrunum, um leið
og þau komu út á götuna.
— Pabbi, ég vil koma með þér lika.
— Komdu þá, Deborah!
Hún var uppáhaldið hans, næst Jerery.
Hann gekk út um hliðið og upp eftir götunni, án þess að líta nokkru
sinni um öxl.
Öll réttindi Askilin, Opera Mundi, Paris.
Franihald í næsta blaSi.
38. tbi. VIKAN 45