Vikan - 21.09.1967, Side 46
MEIRA UM VETRARTÍZKIINA
Sumar os vetur mætast — vetrarklæðnaðurinn heldur drungalegur, há stígvél,
síð pils og stúlkurnar allar dúðaðar, svo a.ð varla sést meira en í andlitið. —
Reyndar er augað strax farið að venja sig við síðu pilsin, cn hað er algild regla
í tízkunni, að bví meira sem fóllt hneyksiast f byrjun og því frábrugðnari
klæðaburður frá því sem áður var, því meiri vinsældum nær hann er frá líður.
Tilbreytingarþörfin segir þar til sín ómeðvitað, og það sem áður var eins ljótt
og gamaldags og hugsazt gat, verður nú að bví eftirsóknarverðasta. Reyndar
er núverandi ástand ákaflega þægilegt og skemmtilegt vegna þess, að nú geta
stúlkurnar valið um svo stutta kjóla að hærra verður ekki komizt með fald-
inn og kjóla sem ná niður fyrir miðja kálfa. Og bað sem betra er, valið þarf
ekki að gilda algjörlega, þær geta átt hvort tveggja og skipt þannig um útlit
frá degi til dags. Þótt hér og í síðasta blaði hafi verið sýnt meira af siðum
fatnaði en stuttum, er ekki bar með sagt að hann sé þegar búinn að ná yfir-
höndinni. Stuttu pylsin eru enn í mciri hluta, en hitt var nýrrg. og forvitnilegra,
svo að fleiri myndir urðu fyrir valinu af þeim fatnaði.
Flauel er mikið notað,
en það er dökkbrúnt í
bessari buxnadragt.
Rétti brúni liturinn nú
er eins og á suðusúkku-
laði. Buxurnar á dragt-
inni eru beinar niður,
vesti með frönsku
munstri notað við og
löng úrkeðja milli vest-
isvasanna. Blússan er á-
kaflega vinsæl núna,
bæði við pils og buxur,
pífukragi upp í háls og
pífur á ermum. Takið
sérstaklega eftir húf-
unni, en hún er úr sams-
konar flaueli og á á-
byggilega eftir að sjást
oft á næsta vetri.
kápa, litirnir
og appelsínurauður. Tak-
ið eftir kragahornunum,
hve breið þau eru neðst,
sömuleiðis hönzkunum,
en um úlnliðinn er
spennt ól og skarð upp
í á hliðinni.
Stuttar og hálfsíðar
buxur til götunotk-
unar eru jafnmikið
notaðar. Utan yfir
þær hálfsíðu sjáið
þið á annarri mynd-
inni dökkbrúna kápu
með skörðum upp i
hliðarnar, röndóttan
trefil og sams konar
húfu, en sokkarnir
eru þeir vinsælustu
núna, dökkbrúnir
með strofprjóni
langsum. Við hinar
buxurnar er notuð
slá, en á þeim bar
mikið á tízkusýning-
unum í haust. Stuttu
buxurnar eru frá
Ungaro og er aðeins
styttri kápa með
öðrum þeirra, en
með hinum sjáið þið
sokkastígvél, sem þó
skilja eftir auða rák
milli buxna og stíg-
vélabrúnar.