Vikan


Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 47

Vikan - 21.09.1967, Qupperneq 47
Hvernig finnst ykkur vetrarsvipurinn? Kápan er úr svörtu satíni með djúpu falli að aftan. Buxna- dragtin er ger'S af Mary Quant og er úr smáköflóttu efni, hvítu og svörtu, en bakið á vestinu er skærgult. Há stígvél fylgja óhjákvæmi- lega, en á þessum eru hælarnir óvenju- lega háir, en það bar töluvert á hækkun hælanna í haust. Tilbreyting frá mjaðmabuxunum eru þesar buxur frá Mary Quant. Mittið hefur færzt hátt upp og fer vel við allar blúndu- og pífu- blússurnar sem núna eru notaðar. Styttra getur l>að varla komizt. Þessi kjóli er eins og síð peysa, með rennilás að framan. Háir þverröndóttir sokkar notaðir við og svo auðvitað há stígvél. Andlit stúlkunnar sýnir okkur vel svokallað Clöru Bow útlit, en það var fræg kvikmyndastjarna endur fyrir löngu. Þá er hár- ið haft x lokkum og krullum um allt höfuðið og fer snyrtingin í sömu átt, t. d. er stór amors- hogi málaður á munninn og munnurinn hafður lítlll. Annars þykir þessi hárgreiðsla frekar fyr- irboði síðu pilsanna, þótt hún sc hér með svona örstuttum kjól. Pokabuxur úr flaueli og víð slá kemur frá Saint Laurent. Siaufan í hárinu var enn mikið notuö. 38. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.