Vikan - 21.09.1967, Blaðsíða 50
BARA HREYFA EINN HNAPP ot
ft-fl/%B4/%FULLMATIC
SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG
VINDUR ÞVOTTI^N.
|-|Akft4/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. -
HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST.
|9 SJÁLFSTÆÐ
IL ÞVOTTAKERFI
1. SuSuþvottur 100°
2. Heitþvottur 90°
3. Bleijuþvottur 100°
4. Mislitur þvottur 60°
5. Viðkvæmur þvottur 60°
6. ViSkvæmur þvottur 40°
7. Stífþvottur/Þeytivinda
8. Ullarþvottur
9. Forþvottur
10. Non-lron 90*
11. Nylon Non-lron 60*
12. Gluggatjöld 40*
frfl/&B«/%FUlLMATIC
aÐEINS B-B/%^C/^F!JLLMAT1C ER svona auðveld í notkun. snúið einum SNERU
OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT
HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM-
ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL-
IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ
GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL.
Tígristönn
Framhald af bls. 15.
lýsta sundinu, þar sem stúlkurnar
sótu í búðargluggum til sýnis og
biðu eftir strjálum viðskiptavinum
úr hópi þeirra, sem komu til að
horfa,- því næst heim aftur í rúm-
ið í nokkrar klukkustundir, áður en
hann yrði að losa sig úr útlimum
llse og ná til flugvallarins í tæka
tíð.
Ilse opnaði augun og klappaði
honum á kinnina. — Ég er fegin, að
þú skyldir koma, Willie. Það vottaði
fyrir amerískum hreim í enskunni
hennar.
Hún sté fram úr rúminu, sótti
sígarettur og tvo öskubakka og
lagðist síðan á bakið aftur við hlið
hans.
— Ég vildi að ég gæti staldrað
svolítið við, sagði hann.
— Verðurðu að fara strax? Eld-
spýtan brenndi hana næstum í
fingurna, meðan hún starði dapur-
lega á hann.
— Mm. Því miður. Hann blés á
eldspýtuna og kveikti í sígarett-
unni sinni á hennar. — Ég þarf ekki
að fara fyrr en klukkan tvö í nótt,
svo við eigum allt kvöldið.
— Ah, það er gott. En hversvegna
verðurðu að fara þá?
— Ég verð að hitta mann í Róm.
— Mann? Hún horfði á hann án
ásökunar. Ég er viss um, að hann
hefur svona. Hún klappaði sér tv(-
vegis.
— Hversvegna þyrfti ég þá að
fara til Rómar, með þig hér?
— Vegna þess, að þú þarft allt-
af stöðug umskipti. Og þú tekur
dökkhærðar stúlkur fram yfir Ijós-
hærðar.
— Hver segir það?
— Ég segi það. Ég býzt við að
það sé vegna Modesty. Hvað er að
frétta af henni, Willie?
Hann gaf sér góðan tíma til að
blása frá sér reyknum. Svo sagði
hann: — Henni líður ágætlega.
— Jæja, þú þarft ekki að skila
kveðju til hennar frá mér. Mér hef-
ur aldrei geðjast neitt sérstaklega
vel að henni.
— Hversvegna ekki? Hún fór vel
með þig, llse.
— Ef til vill er það þessvegna.
Hefurðu ekki tekið eftir því, Willie,
að stundum gerir maður fólki
greiða, en því geðjast ekki að
manni samt.
— Sumt fólk er þannig.
— Mér líkar ekki við hana. Ég
býst við, að ég sé bara afbrýði-
söm.
Willie sagði ekkert, en yggldi sig
upp í loftið. Ilse velti sér yfir á
hliðina, reis upp við dogg og horfði
á hann. — Heyrðu, Willie. Þú svar-
aðir einkennilega, þegar ég spurði
þig um Modesty. Er eitthvað að?
— Ekki beint. Ég hef bara
áhyggjur.
Framhald í næsta blaði.
50 VIKAN 38-tbl-