Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 14
LYGIN mjúklega til iarðar eins og snjó- korn eða svífandi lauf ó haustin, heldur beint ó hnakkann og það all harkalega. Hann rotaðist. Þið vitið, svona fór að sofa. Það heitir að vera meðvitundarlaus. Fólkið tók ó sig krók til að kom- ast fram hjá honum. Það áleit víst, að vinur okkar væri að skoða ský- in eða gera annað sér til dundurs. Svo kom Miskunnsami Samveri- inn og hann sá vitanlega á stund- inni, að hér var hjálparvana og hjálparþurfi maður, og eins og all- ir Miskunnsamir Samverjar vita, naut hann þess að aðstoða svoleið- is menn. Hann hringdi á sjúkrabíl og fór sjálfur með vin okkar upp á Slysavarðstofu og hugleiddi um leið, hve gaman yrði að segja vinum og kunningjum frá þessu góðverki. Þegar lygarinn fyrrverandi rakn- aði við á hjólabekknum, varð hon- um litið á armbandsúr sitt og þar með var hann hlaupinn af stað án þess að kveðja kóng eða prest. — Vinnan beið. Vinnan beið! Klukkan var þrjú og yfirmaður hans þegar orðinn þreyttur á of mörgum og löngum fjarvistum hans. „Ég rann á bananaberki. Ég rot- aðist. Ég fór á Slysavarðstofuna í sjúkrabíl. Ég raknaði við. Ég tók leigubíl hingað." Allir nema yfirmaður hans hlógu. „Að þú skulir ekki heldur viður- kenna, að þú skrappst inn á Borg í hádeginu og dvaldir of lengi á barnum." „Ég?" sagði hann vinur okkar og sárnaði allmikið. „Ég? Finnið þið bara! Það er enginn lykt af mér." Og hann þaut eins og skopp- arakringia um alla skrifstofuna og andaði beint upp í nefið á sam- starfsmönnum sínum. Haldið þið, að þeir trúi honum? Nei, ekki al- deilis. Þeir hristu bara höfuðin og tautuðu eitthvað þess efnis, að það gengi nú helzt til langt að Ijúga svo sennilega, að trúa lygunum sjálfur. Það vita allir, hve auðvelt er að losa sig við áfengislykt. Svona getur verið erfitt fyrir lyg- arann að segja sannleikann enda er sannleikurinn oft ótrúlegri en nokkur lygi. Hann vinur okkar gafst upp. Hon- um leið líkt og drengnum, sem gabbaði smalana með því að kalla Úlfur! Úlfur! Þegar hann sagði satt, trúði honum enginn. En tíminn hlaut að sanna hans mál svona ein- hvern tíma. Hann vann eins og forkui; allan daginn og um kvöldið þegar aðrir voru farnir kom vinnuveitandi hans til hans. „Fyrirgefðu þessi orð, sem ég lét falla við þig í dag," sagði hann. „Ég efast ekki um, að þú hafir tafizt af óviðráðanlegum orsökum." Það fór sælustraumur um hann vin okkar. Loksins trúði einhver honum! Hann hefði átt að sjá inn ( hug vinnuveitanda síns og vita, hvað hann áleit, að vinurinn hefði verið að gera! „Lízt þér ekki sæmilega á að skreppa til Vestur-Þýzkalands fyrir okkur?"' spurði yfirboðarinn. „Það stendur nefnilega þannig á, að þeir harðneita að leggja Kommisjónina okkar inn á reikning þar. Þeir vilja endilega senda okkur vélarnar á réttu verði og láta Kommisjónina koma til frádráttar. Ef það er nokk- ur maður, sem getur talað þá til, ert það þú." Lygarann okkar fyrrverandi lang- aði svo óstjórnlega til að þakka fyrir sig. Þarna kom loksins tæki- færið, sem hann hafði svo lengi beðið eftir. Tækifæri til að sýna og sanna, að hann væri fyllilega fær um að annast öll möguleg mál fyr- ir blessað fyrirtækið. Hann opnaði munninn og sannleikurinn streymdi fram af vörum Þans. „Auðvitað vildi ég gjarnan fara til Þýzkalands," sagði hann. „En mér finnst þetta ekki rétt með Kommisjónina. Það er lögbrot að stela gjaldeyri frá íslenzka ríkinu og leggja hann inn á banka erlend- is." Vinnuveitandinn gapti svo engu líkara var, en hann ætlaði að ganga úr kjálkaliðnum. „Ha... .7 Hvað... .7 Ég skil þetta ekki. Það varst þó þú sjálf- ur, sem áttir uppástunguna að þessu og . ..." — Vinur hélt áfram að tala. Vinurinn hélt áfram að tala. kemur aldrei eitt né neitt til hugar enda ertu bæði heimskur og ill- gjarn, svo ekki sé nú minnzt á glæp- samlegu hliðina á rekstri fyrirtæk- isins og framkomu þína við skrif- stofustúlkurnar og. . . ." Eftir að sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn var sagður ( fáeinar mínútur til viðbótar, var hann vinur okkar orðinn atvinnu- laus. Svona fer fyrir mörgum sann- leikselskandi mönnum. Alltaf versnaði það. Áður en hann vinur okkar komst heim til sín um kvöldið hafði honum tekizt að móðga alla sína fornu og góðu drykkjubræður með sannleikanum. Laun sannleikans eru svo sannar- lega vanþakklæti. Konan hans sat inni í stofu og á andliti hennar var þessi óræði, fjar- ræni svipur, sem konur setja gjarn- an upp, þegar þær eru öskureiðar við eiginmanninn og bezta vinkon- an er í heimsókn. Og þá sérstak- lega, ef bezta vinkonan hefur geymt agnarlítið brot af hjarta sínu handa eiginmanninum. Enda brosti vinkonan til vinar okkar og gerði sig alla til ( stóln- um meðan hann hallaði sér upp að hurðinni og sagði við sjálfan sig, að það væru bara tvær konur í stofunni en ekki sex eins og augun töldu honum trú um. „Við vorum bara farnar að halda, að þú ætlaðir ekki að láta sjá þig," tísti vinkonan og það faldist koss að baki hverju einasta orði. „Mikið er ég fegin að sjá þig. Það er svo gasalega langt síðan við hittumst." Vinur okkar opnaði varirnar til að heilsa, en sannleikurinn streymdi út. Þetta var enginn lygn og felld- ur straumur eins og lygarnar forð- um, heldur ólgandi hringiða, sem dró hann með sér til botns. „Það verður aldrei of langt fyr- ir mig," sagði hann. „Ég gæti ekki hugsað mér neitt ógeðfelldara en sjá þig daglega." Þjáningardrættir fóru um andlit konu hans. Hann hlaut að vera drukknari en hún hafði álitið ( fyrstu. Að þessi kurteisi og vin- gjarnlegi maður skildi tala svona! „Góða, gerðu það fyrir mig að hypja þig héðan. Mér verður blátt áfram óglatt að sjá þig." Eins og ég hef vfst einhvern tíma minnzt á áður, eru laun sannleik- ans vanþakklæti. Þarna þakkaði konan ekki fyrir að heyra álit hans á verðleikum sínum og hvarf á brott af þeim stað, sem hún var ekki velkomin á heldur blátt áfram hvæsti og reiddi töskuna á loft. „Ég hef aldrei . . ." byrjaði hún og fimm mínútum síðar rankaði hann vinur okkar við sér sitjandi í stólnum meðan konan og bezta vinkonan skriðu á fjórum fótum undir borð og aðrar mubblur og tíndu saman varalit, púðurdós, augnabrúnalit, fölsk augnahár, augnskugga, hárgreiðu, hárbursta, hárlakk, spennur, rúllur, peninga- veski, lyklakippu, greiddan raf- magnsreikning, strætómiða, nælon- sokka í poka, sígarettupakka, kveikjara og allt annað sem leynist í stórum kventöskum. Vinur okkar fór seint að sofa þessa nótt og þurfti hann þó ekki að biðja Guð Föður Almáttugan um grið þessa nótt. Nei, nú átti hann inni ( sér sannleikann og ekkert nema sannleikann. Konan hans hélt fyrir honum vöku með grát- hljóði, ekka og stunum, fyrir nú ut- an setningar á borð við þessar: „Að þú skulir gera mér þettal" „Eftir öll þessi ár hefði ég átt annað skiliðl" „Og hún, sem VAR bezta vin- kona mín." „Ég skil þig bara ekki, maðurl" „Að þú skulir leyfa þér að koma svona blindfullur heim!" „Og rekinn úr vinnunni! Öllu bætirðu á migl" „Ég vildi ég væri dauð!" Það munaði minnstu, að hann vinur okkar óskaði þess sama þar sem hann lá með sængina breidda yfir sig og aðra höndina undir koddanum. Hann steinþagði bara. Hann vissi, hvort eð er að það var til einskis að tala. Héðan í frá gat hann ekki einu sinni sagt eina litla, ómerkilega, hvíta lygi til að friða konuna sína. Nei, hann herpti sam- an varirnar og lét sem hann svæfi. Svona eru alvörutöfrar. Hann reyndi allt mögulegt næstu daga. Hann fór til læknis og sál- fræðings, en allt var það til einsk- is. Hann fór meira að segja í bað fimm sinnum á dag, en alvörutöfra skrubbar enginn af sér. Hann fékk aðra stöðu, en ekki var hún jafn góð og sú fyrri. Vinnu- veitendur eru því vanastir, að fólk Ijúgi dáKtið til um hæfileika sína og fegri þá ögn, en vinur okkar sagði sannleikann um sjálfan sig og virtist því fremur lélegur starfs- kraftur. Erfiðleikarnir voru samt hvað mestir heima fyrir. Konan hans grét sig í svefn á hverju kvöldi. Og það var alveg sama, hve oft hann sagði henni, að hann elskaði hana. Hann gat ekki logið því eins og áður, að hún væri fallegasta kon- an í veröldinni. Hún var svona rétt í meðallagi og það fékk hún að heyra. Væri maturinn slæmur tal- aði hann ekki um annað og væri hún tjásuleg, rytjuleg eða á ann- an hátt ómöguleg, virtist hann njóta þess að tala um það sem lengst. Á hverju kvöldi vaggaði hljóðlátur grátur eða niðurbældur ekki hon- um f svefn. Hann lærði að gæta tungu sinn- ar, hann vinur okkar. Fyrsta daginn ( nýju vinnunni vann hann eins og þræll. Ef yrt var á hann, svaraði hann með því að kinka kolli eða hrista höfuðið rétt eins og hann væri þegjandi hás. Það getur verið hættulegt að segja alltof mikinn sannleika. En það er líka erfitt að þegja og hafa taumhald á tungu sinni. Að kvöldi fyrsta dagsins kom hann þreyttari heim, en hann hafði nokkru sinni verið fyrr. Hann var blátt áfram dauðþreyttur. Konan hans beið hans með mat- inn og heimilið var ekki síður hreint og snyrtilegt en hún sjálf. Satt að segja veitti hann því eftirtekt með velþóknun, hve hún var farin að hugsa betur um sjálfa sig og heim- ilið en fyrr. Kannske hann væri far- Framhald á bls. 28. 14 VTKAN 39- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.