Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 18
EEEESIalalaEEESIaíaEEÉilaíaía ÞÆTTIRUM GRÍM THOMSEN OG MAGDALENU THORESEN IsIsIelsEÉiIslBlalsEBlslalálsIstals 2. HLUTI Krlstmund Bjarnason m. Grímur lauk meistaraprófi með miklu lofi vorið 1845. Að því loknu brá hann sér enn heim til íslands og hefur lítt þurft að kvíða heimkomunni að unn- um svo frækilegum sigri, þótt á öðrum vettvangi væri en foreldrarnir höfðu ætlað honum. Hann hafði raunar einatt þótt hótinu kotrosknari en efni stóðu til. Guðrún systir hans lét þess getið árið áður að af honum „hefði stundum staðið gustur“. Skap foreldra hans hafði mýkzt, eins og hann mun hafa grunað. Þorgrími er tjóst, að strákur hefur komið „nafni á þetta sitt fyrirtæki“, en ef til vill er hon- um allur kostnaðurinn hugstæðari. Hann verður þess nefnilega brátt áskynja, að enn muni eitthvað vera loðið við fjármál meistarans, enda þótt hann hafi leynd á, meðan hann er í föðurhúsum. Það er ekki fyrr en á árinu 1846, að Finnur Magnússon ritar gultsmiðnum og nefnir sitthvað af skuldum Gríms. Séra Ámi í Görðum, hinn gamli lærifaðir hans, hefur reynzt hollur ráðgjafi. Prófessorinn ymprar mjúklega á við Þorgrím, að hann greiði „undirhald” Gríms „frá 20. júlí 1844 til þess sein- ast í apríl 1845“ eða til þess hann sneri til föður- húsanna aftur. Brytanum verður bumbult af þessum bita, sem hann hafði áður heitið að kingja ekki. Þrátt fyrir miklar áhyggjur getur gullsmiðurinn ekki gerzt sá ódrengur að launa hjálpsemi Finns við soninn með því að neita að greiða skuldir hans. En Finn- ur er svo hygginn — ef til vill að undirlagi séra Árna og Gríms — að gefa Þorgrími skuldirnar inn í smáskömmtum, en sem kunnugt er hefur slíkt ekki eins hastarlegar verkanir. Lauk þeim málum svo, að Þorgrímur greiddi allt, en var að því að minnsta kosti til ársins 1848. En hér er farið fram í söguna. -— Meistarinn er kominn heim, og er sláttur á piltinum. Hann bregður sér norður í land til að hitta móðurbróð- ur sinn. Farareyrir hans hefur líklega ekki verið rífur, því að hann krakar í „smálán“ hjá amt- manni, sem næst tveim kýrverðum þess tíma, en smáskildingur á heimsborgaravísu, þótt öðrum aug- um sé litið á á Álftanesinu. Hann mun hafa haft mV DÖKKAN i 18 VIKAN 3ð-tbI'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.