Vikan


Vikan - 28.09.1967, Síða 36

Vikan - 28.09.1967, Síða 36
orðið. Bæði John og Valerie voru of hrædd til að segja margt. En Jim tókst að hafa upp úr þeim að John var kvæntur og að þau Vale- rie höfðu haldið saman með ströng- ustu leynd í tvö ór. Þegar Valerie sagði að þau hefðu hugsað sér að ganga I hjónaband jafnskjótt og John hefði fengið skilnað, rótaði byssumaðurinn í vösum sínum, dró fram þriggja pennýa pening og sagði: — Hérna er svolítil brúðkaups- gjöf fró mér. Þetta eru engin ósköp, en meira ó ég nú ekki. Eg er ó stroki og þó er alltaf dólítið erfitt að verða sér úti um klínk. Oðru hvoru, til að þau yrðu ekki of örugg um sig, varð Jim ógn- andi og sagði til dæmis: — Engin uppótæki, munið þið það. Ein ógætileg hreyfing og það verður hvellur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég held ó skamm- byssu. Hann sagði þeim sitt af hverju um sjólfan sig. — Ég er búinn að vera ó stroki í fjóra mónuði. Það er nú meira helvítið. Alltaf ó nólum um að maður þekkist. Jafnvel þótt maður feginn vilji er ekki hægt að hindra að það fari sem fer. Þegar ég var lítill, var pabbi vanur að læsa mig inni niðri í kjallara. Þar varð ég stundum að sitja klukkustundum saman, í svarta myrkri. Það er engin furða að maður skuli vera orðinn eins og maður er. John og Valerie urðu upptekin af frósögn hans. Þótt hann miðaði stcðugt ó þau skammbyssunni, kenndu þau í brjóst um hann. Þeg- ar hann sagðist ekkert hafa feng- ið að borða síðustu tvö dægrin, stakk John upp ó því að þau færu ó einhvern stað, þar sem hægt væri að útvega honum matarbita. En þó varð hans undireins tortrygg- inn: — Enga hrekki hér. Þú heldur kannski að þið getið fengið mig til að bíta ó. Nei, ég vara mig ó svo- leiðis. Ég tek heldur af ykkur pen- ingana og kaupi mér eitthvað snarl í fyrramólið. Klukkan tólf um kvöldið eða því sem næst skipaði hann þeim að aka af stað. Áður hafði hann at- hugað hversu mikið bensín var eft- ir ó geyminum og sagt: — Við verðum að bæta ó hann nokkrum lítrum. Þar að auki verð ég að nó í sígarettur. En ég að- vara ykkur. Reynið enga hrekki þegar við stoppum. Skammbyssan er tilbúin til notkunar fyrirvara- laust, og ég skýt fyrst og spyr ekki fyrr en ó eftir. Svo óku þau af stað. Það var ekið norður ó bóginn. Engin um- ferð var ó vegunum, og Jim stjórn- aði John Gregsten með skipunum eins og: — Hérna til vinstri, síðan þrjór mílur beint ófram og svo til hægri. Þau nómu staðar við bensínstöð og fylltu geyminn. John reyndi að vekja athygli afgreiðslumannsins ó ósigkomulagi þeirra. En hann tók ekki eftir neinu. Þau höfðu vakið hann, og hann vildi losna við þau sem fyrst til að geta haldið ófram að sofa. „Því miður verð ég að binda ykk- ur!" Ökuferðin stóð yfir í margar klukkustundir. Áður en langt um leið hafði Valerie ekki hugmynd um, hvar þau voru ó ferð. Um þrjú- leytið, þegar byrjað var að birta úti við sjóndeildarhringinn, gaf Jim þeim skipun um að nema stað- ar. John Gregsten ók bílnum inn ó lítið bílalægi rétt við engi. — Jó, og nú ætla ég að binda ykkur, sagði Jim. En hann var ekki alveg viss um hvað hann ætti að nota til þess. Ekki fyrr en hann tók eftir körfu með óhreinum þvotti í, sem stóð við fætur John Gregstens. — Réttu mér körfuna, sagði hann. John beygði sig niður og þreif- aði eftir körfunni. Hann tók hana upp og var í þann veginn að henda henni aftur í til Jims. En í sama vettvangi kvað skothvellur við. — Fyrst einn hvellur. Svo annar. Kúl- urnar fóru bóðar gegnum höfuð Gregstens. — Hversvegna skauztu? æpti Valerie. — Þú lofaðir að skjóta ekki. Jim var þögull andartak. Svo svaraði hann af ískaldri ró: — Þetta var honum sjólfum að kenna. Hann hreyfði sig of snögg- lega. Ég hélt að hann ætlaði að fara að reyna eitthvað. Hjólpaðu mér nú til að koma líkinu út úr bílnum. Hún varð að hlýða skipuninni, því að hann ógnaði henni með skammbyssunni. Hann sagðist sjólf- ur gjarna hafa lagt hönd að verk- inu, ef ekki hefði verið blóðið, sem spýttist úr sórunum ó höfði Johns Gregstens. — Ég ætla ekki að fá á mig neina blóðflekki. Síðan skipaði hann henni að fara inn í aftursætið. Hann fór þangað inn á eftir henni, skók skammbyssuna og hélt áfram: — Nú skaltu kyssa mig. Ef þú gerir það ekki skýt ég þig líka. Skjálfandi af hræðslu gerði hún eins og hann sagði fyrir um. Með skammbyssuna í annarri hendi reif hann utan af henni fötin og nauðg- aði henni. Síðan fór hann með hana út á engið og lét hana leggjast þar nið- ur. Hann batt hana á höndum og fótum, og hún hélt að hann myndi ekki skjóta hana. — Það er bezt að ég slái þig í rot svo þú getir ekki kallað á hjálp, sagði hann. Hún lofaði að láta að vilja hans í einu og öllu svo framarlega sem hann þyrmdi lífi hennar, og hann sagðist ekki ætla að skjóta hana. Hann sneri sér við og gekk í átt- ina til bílsins. En að nokkrum metr- um gengnum nam hann staðar. — Skelfingu lostin sá hún hann miða á sig byssunni. Hún æpti er hann hleypti fyrsta skotinu af, og æpti aftur. Siðan missti hún meðvitund- ina. Valerie raknaði ekki við fyrr en þremur klukkustundum síðar, er Sidney Burton laut yfir hana. Morðvopnið fannst innpakkað í strætisvagni! Þegar í upphafi varð lögregl- unni Ijóst, að erfitt yrði að hafa upp á morðingjanum. Ekki var um að ræða neina slóð, sem hægt var að fylgja. Valerie Storie gat ekki lýst tilræðismanninum af neinni nákvæmni, því að mesfan hluta tímans, sem hann hafði verið með þeim Gregsten, hafði hann haft hálsklútinn fyrir niðurandlitinu. — Myrkrið í bílunm hafði líka kom- ið í veg fyrir, að hún gæti virt hann fyrir sér að nokkru ráði. En að einu var þó hægt að leita með von um árangur: bílnum. Um sex-leytið kvöldið eftir morðnóttina hringdi síminn á lögreglustöðinni í Bedford. Karlmannsrödd sagði: — Morris Minornum, sem þið leitið að, hefur verið lagt í Avon- dale Crescett, rétt utan við Lund- úni. Bíll með sendistöð var sendur á staðinn. Og bíllinn var þar. En þegar reynt var að hafa samband við manninn, sem hringt hafði, sýndi það sig, að hann hafði gef- ið upp rangt nafn og heimilisfang. Hringt hafði verið frá símasjálf- sala í tuttugu metra fjarlægð frá bílnum. Hafði sjálfur morðinginn hringt? Á fimmtudagskvöldið, minna en tveimur dægrum eftir morðið, var Edward Cooke að taka til í einum af þessum frægu, tveggja hæða strætisvögnum í Lundúnum. Undir einu sætinu á efri hæðinni fann hann pakka. Hann opnaði pakkann og fann skammbyssu og um fimm- tíu skot. Morðvopnið var fundið. Augljóst var, að eftir morðið hafði illræðismaðurinn farið til Framhald á bls. 40. 36 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.