Vikan


Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 10

Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 10
KRRKKnRlllR ÞURFK RÐ 5REKJR TÖniEIKR er gamall útsýnisturn, sem kallaS- ur er Pampichler Warte. Þú heyrir ó þessu að þaS eru fleiri en ís- lendingar einir, sem hafa gaman af aS grúska í ættfræSinni! — Er ekki margt tónlistarmanna meSal frændfólks þíns? — Afi minn var óperusöngvari; uppóhaldshlutverk hans var Rígó- lettó. Þetta var þó aldrei nema aukastarf hjó honum; fyrir utan þaS var hann skrifstofustjóri. Amma mín, kona hans, var leikkona og starfaSi sem slík lengi í Þýzkalandi og síSar í Vín, var Burgschauspie- lerin, en svo eru kallaSar leikkonur, sem róSnar eru hjó borgarleikhús- um. Afi var vitaskuld meS henni þar og söng í óperum staSanna. FaSir minn fetaSi í fótspor afa hvaS aS- alatvinnu snerti, varS skrifstofu- stjóri hjó rafmagnsfyrirtæki og iSkaSi tónlist í hjáverkum. Ein syst- ir mín varS söngkona og ballet- dansmær og önnur spilar á píanó. — Fór ekki snemma aS beygjast hjá þér krókurinn til þess sem verSa vildi? — Jú, ég mun hafa veriS átta ára, þegar ég fór í fyrsta tónlistar- timann; byrjaSi þá aS læra á blokk- flautu og píanó, amma mín sagSi einhvern tíma viS mig aS ég hefSi Leikið á Ráðhústorginu á Akureyri sumarið 1954. ekki veriS nema sex ára þegar ég spilaSi frumsaminn polka á svörtu nóturnar. Níu ára byrjaSi ég aS læra á trompet og þaS var lengi síSan mitt aSalhljóSfæri. Ég var til dæmis upphaflega ráSinn hingaS meSal annars sem trompetleikari. — Hvernig var hagur manna í Austurríki á uppvaxtarárum þínum? 10 VIKAN 52'tbL — Austurríki var fátækt land og á þessum árum var þar mikiS at- vinnuleysi og þröngt í búi hjá mörg- um. En ekki hjá minni fjölskyldu, því pabbi hafSi alltaf atvinnu s(na á skrifstofunni og auk þess hafSi hann nóg aS gera í hjáverkum viS hljóSfæraleik. Hann var jafnvígur á flest hljóSfæri, þó var kontrabassi aSalhljóSfæri hans; lék í hljóm- sveitum og einnig fyrir dansi. Hann var í sannleika þúsundþjalasmiSur, „alltmúligmann", eins og sagt er á slæmu máli. Hann málaSi, var mik- ill tungumálamaSur og reiknings- garpur. Því miSur hef ég ekki erft neitt af þessu frá honum, nema ef vera skyldi eitthvert smáræSi af tóngáfum. StærSfræSi var mér næst- um ómögulegt aS læra. Blásið fyrir bjarkirnar í Vaglaskógi. Páll Pampichler, Herbert Hriberschck, Árni Elvar og Jónas Dagbjartsson grípa í lúðrana. Myndin er tekin í einni af mörgum hljómlcikaferðum Lúðrasveitarinnar út á land. Og nú hlær Páll af hógværri glettni þess manns, sem þarf svo lítiS á yfirlæti aS halda aS hann þekkir þaS aSeins af afspurn. — Breyttist ástandiS í landinu mikiS eftir aS Hitler innlimaSi ÞaS? — AtvinnuleysiS hvarf, meSfram vegna vígbúnaSarins. Svo kom stríSiS. ViS í Graz urSum nú ekki svo mikiS vör viS þaS fyrstu árin. En svo var fariS aS gera loftárás- ir á borgina, og þær ollu miklu tjóni. Okkar hús varS aS vísu ekki fyrir sprengjum, en flest nágranna- húsin hrundu. Þetta olli þó lítilli truflun á námi okkar í tónlistar- skólanum; til þess var áhuginn of mikill og lifandi. Þegar skólahúsiS var bombaS niSur í einni árásinni, fluttum viS okkur bara niSur í kjallarann og héldum æfingunum áfram þar. Kennari minn þá var Franz Mixa, sem flestir [slendingar kannast viS, og hann var síSan helzti lærifaSir minn og leiSar- stjarna í mörg ár. Framhald á bls. 41. Úr hljómleikaferðinni til Færeyja. Blásið á Vaglinu í Þórshöfn. "0G MR HUGSR ÉG RDIRRRGUR PILTURinn..." Á þessu óri átti LúSrasveit Reykjavíkur fjörutíu og fimm ára af- mæli,- var stofnaS sjöunda júlí 1922. Þar meS var þýSingarmikiS spor stigiS til eflingar tónlistarlífi í bænum. — Var á dögunum haldiS upp á þetta merkisafmæli meS myndarlegu hófi í Hljómskálanum, sem LúSrasveitin byggSi á fyrstu árum sinum og hefur síSan veriS æfinga- staSur og félagsheimili LúSrasveitarinnar, auk þess sem Tónlistarskól- inn var þar til húsa í mörg ár og ýmis önnur tónlistarstarfsemi. í hóf- inu voru samankomnir margir eldri og yngri meSlimir LúSrasveitar- innar, bæSi þeir sem enn eru starfandi og þeir, sem nú hafa látiS af störfum. Myndirnar á síSunni til hægri eru frá fagnaSinum og tók þær Kristján Magnússon. LúSrasveitin rann saman úr tveimur lúSrasveitum, sem áSur höfSu starfaS, Hörpu og Gígju. Var aSalhvatamaSur aS stofnun beggja Hallgrímur Þorsteinsson, söngkennari. Fyrstu stjórnina skipuSu: Gísli GuSmundsson, bókbindari og söngv- ari, formaSur, Björn Jónsson, kaupmaSur, Karl Ó. Runólfsson, tón- skáld, Óskar Jónsson, prentari og Pétur Helgason verzlunarmaSur. SíSan þá hefur LúSrasveitin starfaS linnulaust og af miklu fjöri og glatt bæjarbúa á margri góSri stund. Má vel taka undir meS Hannesi á horninu, sem lét svo um mælt í AlþýSublaSinu á þrjátíu ára afmæli sveitarinnar: „.LúSrasveitin hefur átt mikinn og merkan þátt i bæjar- lífinu um langan aldur. Alltaf hefur veriS kallaS til hennar á merkis- dögum og hún séS um einn aSalþátt hátíSahaldanna. Og margir munu eiga bjartar minningar um hana frá sínum æskudögum, þegar hún lék á lúSrana í björtu sólskini á Austurvelli og allir gengu í kring um völlinn. Og þar hugsa ég aS margur pilturinn hafi gefiS stúlkunni sinni í fyrsta skipti hýrt auga." Auk þess sem LúSrasveitin hefur skemmt Reykvíkingum á tyllidög- um og viS önnur tækifæri, hefur hún oftlega fariS í hljómleikaferSir út á land og einu sinni til Færeyja. í LúSrasveitinni leika nú aS staSaldri um þrjátíu menn. — Margir þeirra hafa atvinnu af tónlist; þannig er um helmingur núverandi meSlima í Sinfóníuhljómsveit íslands. ASrir meSlimir eru úr ýmsum atvinnustéttum og verSa aS treysta á tómstundir til tónlistariSkana. Stjórnendur sveitarinnar hafa alltaf veriS færustu menn, sem völ hefur veriS á: Otto Bötcher, dr. Páll ísólfsson, dr. Franz Mixa, Karl O. Runólfsson, Albert Klahn, Herbert Hriberschek og Páll Pampichler Páls- son, núverandi stjórnandi. Núverandi stjórn skipa: Halldór Einarsson, formaSur, Þórarinn Óskarsson, varaformaSur, Ólafur Gíslason, ritari, Eyjólfur Melsted, gjaldkeri og SigurSur I. Snorrason, meSstjórnandi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.