Vikan


Vikan - 28.12.1967, Page 14

Vikan - 28.12.1967, Page 14
FRAMHALDSSAGAN 3. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON :*¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥*¥¥¥****¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ Hver var það sem einu sinni hafði vakið hjá henni svipaðar kenndir. Blöndu af aðdráttarafli og tortryggni? Hver sem 'pað var, var hann einnig sagður búa yfir töframætti, að heilla til sín konur með.... Angelique velti þvi íyrir sér í svip, hvort hún ætti að beita rökvísi við hana eða standa föst fyrir, en þá tók hún eftir því, að við hlið Honorjpe lá mannvera á grúfu. — Abigail? Ert þetta þú?....En hversvegna? Hún fór næstum hjá sér, að sjá Abigail svona yfirkomna, hún, sem var alltaf svo virðuleg, og hafði svo góða stjórn á sér. — Hvað er að? Hvar er þér illt? — Ó! Ég skammast mín svo, svaraði stúlkan með niðurbældri rödd. — En hversvegna? Abigail var hvorki heimsk né tepruleg. Hún gat varla hafa tekið það svo nærri sér, þótt Rescator kæmi við hökuna á henni. Angelique kom henni til að setjast upp, og horfðist beint í augu við hana. — Hvað er að? Eg skil þig ekki. — Það var það, sem hann sagði. Það var hræðilegt! — Hvað? Angelique reyndi að rifja það upp fyrir sér, sem gerzt hafði. Jafnvel þótt hegðun Rescators hefði verið nokkuð frekjuleg og óviðeigandi — en það var han venjulegi hegðunarmáti — hafði henni ekki fundizt hann segja neitt óviðeigandi. — Skilurðu það ekki? stamaði unga konan. — Skildirðu það virki- lega ekki? Haldin þessu hugarvili sýndist hún yngri, og víst var hún fögur með kafrjóðar kinnarnar og grátin augu. En til þess þurfti hinn bölv- aða Reseator að vekja athygli á því. Angelique minntist þess, hvernig hann hafði þrýst henni að sér, rétt i þessu, án þess að það hefði hvarflað að henni að skelfast. Það var þannig, sem hann meðhöndl- aði alla i kringum sig, og konur sér á parti. E’ins og hann hefði kon- unglegan rétt á þeim. Hún fann snöggvast til gremju. — Abigail, þú mátt ekki gera þér neina rellu út af hegðun hæst- ráðanda þessa skips. Þú ert ekki vön að umgangast menn eins og hann, og af öllum þeim ævintýramönnum, sem ég hef hitt, er hann tvímælalaust sá langsamlega .. lang ..... En hún fann ekki rétt orð til að lýsa honum. — Hann er alveg ómögulegur, sagði hún. — En við vorum í yfir- vofandi hættu, að Þessi útlagi var eina manneskjan, sem ég gat fund- ið til að bjarga okkur fz-á hræðilegum örlögum. Nú erum við á hans valdi, og við verðum að viðurkenna bæði hann og áhöfn hans og reyna að komast sæmilega af við þá. Á ferðum minum um Miðjarðar- hafið — það er tilgangslaust að neita þeirri staðreynd, úr því hann var svo ókurteis að segja ykkur frá því — hitti ég hann aðeins einu sinni, en það fór alveg sérstakt orð af honum. Hann er sjóræningi, sem skeytir hvorki um guðs eða manna lög, en ég held að hann standi við orð sín. — Ég óttast hann ekki, svaraði Abigail með lágri röddu og hristi höfuðið. Hún var orðin róleg aftur og leit á Angelique með augu full af gæzku, eins og hún átti vanda til. — Hvílík ósköp eru það sem við vitum ekki, jafnvel fólkið sem við búum með dag frá degi, sagði hún dreymin. — Anglique, veiztu, að nú, þegar þú hefur lyft horni blæjunnar, sem þú hefur ævinlega hjúp- að þig svo vandlega með, ,og leyft okkur að skyggnast ögn inn í for- 14 VIKAN 52-tbl- það var hvískur og pískur. Eiginmaður var að hugga konu sína og sagði: — Sjáðu nú bara til! Allt lagast af sjálfu sér um leið og við k$mum til Vestur-Indía. Madame Carriére hristi eiginmann sinn. — Þú getur varla fengið minna að gera i Vestur-Indíum en í La Rochelle, og hverju höfum við að tapa? Angelique gekk þangað, sem Manigault og presturinn sátu undir luktinni ,sem logaði á, og héldu vörð um særða manninn. Hann virt- ist hvíldur og afslappaður og hann hafði sofnað. Mennirnir tveir sögðu henni stuttlega, að arabiski læknirinn hefði komið aftur ásamt að- stoðarmanni. 1 sameiningu höfðu þeir búið um sár Maitre Berne og gefið honum íramandi drykk að drekka og honum hafði þegar i stað tekið að líða miklu betur. Hún krafðist þess ekki að fá að vaka yfir veika maiminum. Henni fannst hún verða að hvílast, ekki vegna þess að hún væri sérstaklega þreytt, heldur vegna þess að hugsanir hennar voru í óreiðu. Henni hafði enn ekki heppnazt að ná fullu valdi yfir umhverfinu og sjálfri sér, þótt þessi kennd væri ef til vill ýkt vegna myrkursins og hreyí- inga skipsins. Á morgun yrði aftur Ijós. Á morgun fæ ég fullan skilning. Án þess að gera sér grein fyrir þvi, fór hún að svipast um eftir Honorine. Hönd greip í klæði hennar um leið og hún gekk framhjá, og Séverinq benti þangað sem bræður hennar tveir lágu og sváfu. — Eg svæfði þá, sagði hún roggin. Hún hafði breitt yfir þá frakkana þeirra og við fæturna hafði hún lagt hey, sem hún hafði fundið einhvers staðar. Séverine var sönn kona. Það var auðvelt að særa hana og vekja gremju hennar i dag- legu lífi, en þegar í nauðirnar rak, var hún Þétt fyrir. Angelique kyssti hana eins og vinkonu sína. — Vina min, sagði hún. — Við höfum ekki haft minnsta tækifæri að tala saman í ró og næði, síðan ég kom að sækja þig til St.Martin de Ré. Stúlkan andvaraði. — Allt fullorðna fólkið hefur nú rangsnúið öllu fyrir sér. Af þvi að nú ættum við að vera hamingjusöm, Dame Angeli- que. Ég hef hugsað mikið um þetta, og Martin líka. Við komumst hjá því að verða send til klaustursins eða Jesúítanna. Hún flýtti sér að bæta við eins og til að fyrirbyggja, að öðrum fynd- ist hún hugsunarlaus. — Það er satt, að pabbi heíur særzt, en mér finrzst Það skipta miklu minna máli heldur en ef honum hefði verið kastað í fangelsi, og við aldrei fengið að sjá hann aftur ...... Og hvort sem var sagði lækn- irinn i síðu skikkjunni, að hann myndi strax verða betri á morgun. ..... Dame Angelique, ég reyndi að svæfa Honorine, en hún segist ekki fara að sofa, af því að hún hafi ekki fengið dýrgripaskrínið sitt. Mæður sjá lífið frá alveg sérstöku sjónarhorni. Af öllum þeim hörmungum, sem yfir höfðu dunið síðustu klukkustundirnar, fannst Angelique nú sú ógæfan verst og óbætanlegust, að hafa gleymt dýr- gripaskríni Honorine. Henni féllust hendur við tilhugsunina. Dóttir hennar stóð í felum bak við eina fallbyssuna, glaðvakandi eins og lítil ugla. — Ég vil fá dýrgripaskrínið mitt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.