Vikan


Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 16
/" . Stormurinn í gærkvöldi hafði skolað alls konar rekagóssi upp á eyðilega ströndina. Þar ló nú allt sem hugsazt gat að úfinn sjór skil- aði til lands. Þess utan voru tvær mannverur, — reköld. Himinninn var ó litinn eins og gamall kopar, hann umlauk jörðina eins og brynja, eins og hann vildi verja hana fyrir hættum utan úr geimnum. I gær- kvöldi hafði vindurinn hvinið, eins og þúsund djöflar. Þrumurnar öskr- uðu yfir ósunum og eldingarnar æddu um himininn. Þeir höfðu skriðið inn í þann hellinn, sem þurr- astur var og lengst fró flæðarmól- inu, en með morgunskímunni skriðu þeir úf aftur, eða réttara sagt, hungrið og kuldinn hafði rekið þá út. Storminn hafði lægt og einkenni- legt logn lá nú yfir ströndinni, gráu hafinu. En þetta var ekki venju- legur kuldi, það var þó kominn apríl og þetta var á ströndinni, fimm mílum fyrir sunnan San Quentin. Þykkar varir Stóra Toms voru bláar af kulda. Þær titruðu þegar hann reyndi að kipra þær og spýta illskulega í harðan sandinn. — Taktu þessa þarna, fíflið þitt! Við þurfum þurran við. Mér er svo kalt, að ég finn ekki fyrir fótunum! Aino litli, magur eins og hann var, skalf líka af kulda. En hann svaraði ekki, hann beygði sig nær votum sandinum, hélt nokkrum sprekum upp að innföllnu brjóstinu og starði á rekaviðarbútinn, sem lá fyrir framan hann. Viðarbúturinn var að hálfu graf- inn í sandinn, eins og honum hefði verið stungið niður í hann. Hann var um það bil tuttugu og fimm sentimetrar á lengd, sjórinn hafði núið hann ávalan og rist f hann merki, sem voru líkust einkenni- legu letri. Stóri Tom klóraði sér á magan- um. Grófgert, skeggjað andlit hans dökknaði af bræði, þegar Aino hlýddi honum ekki á stundinni. Svo skaut hann fram fætinum, og Aino féll kylliflatur. Það munaði minnstu að hann dytti á spýtuna. Hann hefði gert það, ef hann hefði ekki sleppt sprekunum, sem hann hélt á í fang- inu og sett hendurnar fyrir sig. — Ég sagði þér að taka upp þessa spýtu! Það var hótun í rödd- inni. Stóri Tom hafði líka í þrjú ár L________________________________________/ SAGA EFTIR EMIL PETAJA í þrjú ár og átta daga hafði Aino veriS hlýðinn þræll Stóra Toms, en nú gerði hann allt í einu uppreisn, og það var spýta sem kom hon- um til þess. En Stóri Tom var svo fáfróður, fyrir honum var spýtan að- eins rekaviður.......... 16 VLKAN 52- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.