Vikan


Vikan - 28.12.1967, Side 19

Vikan - 28.12.1967, Side 19
■ ■ HÆTTULEGT.. HÆTTULAUST.. HÆTTU * Reykingar auka haettuna á kransæðastíflu. ☆ Reykingar geta valdið erfiðum hjartasjúkdómum. ☆ Reykingar stuðla að æðakölkun. ☆ Reykingar auka blóðsykurinn. (Sönnun fyrir þessu hafði komið fram við sænskar rannsóknir 1930, en nú þótti mál til að hampa þessu á ný). ☆ Reykingamanni er hættara við að fá króníska barkabólgu. ☆ Reykingamaður á á hættu að fá amblyopia toxica, en svo nefnist augnsjúkdómur einn. ☆ Karlmenn, sem reykja mikið, geta orðið ófrjósamir. Þessu næst sagði einhver, að síusigarettur (filter) væru hættulausar, hvar eftir annar kvaddi sér hljóðs og sagði síu- sígarettur lífshættulegar. Á tímabili var Chesterfield hættu- minnsta sígarettutegundin, og þegar fjöldinn hafði vanið sig á Chesterfield var gefinn út listi yfir hættulegustu sígarett- urnar. Þar var Chesterfield efst á blaði. Narebach læknir í USA sagði, að það væri aldrei of seint að hætta að reykja og að rannsóknir sýndu, að drægi úr allri óáran og hættu á alvarlegum veikindum, ef reykingamaður- inn hætti alveg. í svars skyni skaut annar upp kollinum og sagði, að þetta með að hætta að reykja væri mikið vandamál. Það gæti haft svo slæm éhrif á geðheilsu viðkomandi, að það endaði með sjálfsmorði. Og það dró að sjálfsögðu kjarkinn úr þeim, sem höfðu ákveð- ið að hætta að reykja. 1966 var gleðin einnig úti fyrir pípumenn. Þá kom á daginn, að það var heldur ekki hættulaust. Menn geta fengið húð- krabba í varirnar af píputotti. Og til enn meiri hrellingar fyrir reykingamenn almenn, var tilkynnt, að hver reykt síga- retta stytti lífið um 14,4 mínúlur. Og læknarnir, sem tilkynntu þetta alvarlegir í bragði í sjónvörpum og á fundum, svældu á meðan í sig hvert kortérið eftir annað með alvörusvip. Þegar pípurnar höfðu fengið sína afgreiðslu, var næst ráð- izt af heift á síusígaretturnar. Þær höfðu fram til þessa verið tiltölulega meinlausar, en nú urðu þær öllum öðrum hættu- legri. En um leið var nokkur huggun af því, að tveir sænskir vísindamenn báru fram þá kenningu, að reykingar hefðu enga hjartasjúkdóma í för með sér. í maí 1967 uppgötvuðu Bandaríkjamenn eiturgas í sígarettu- pappírnum. f bréfunum utan um tóbakið í sígarettunum er að sögn gas, sem er 200 sinnum eitraðra en það, sem nazistar notuðu í gasklefana frægu á stríðsárunum. Um sama leyti kom á markaðinn reyksía, sem fullyrt var að drægi til sín öll skað- leg efni úr sígarettunni. Og í ágúst í ár var okkur tjáð, að 105. hverja sekúndu dæi maður af völdum reykinga í heiminum, og svo loks þessi pró- fessor Doll í London, sem heldur því fram að það þýði ekkert að hætta að reykja. Unninn skaði verður ekki aftur tekinn. Við þessa yfirlýsingu hans ætlaði allt um koll að keyra, og strax daginn eftir voru fyrirsagnir blaðanna um þetta efni: VÍST ER TIL BÓTA AÐ HÆTTA AÐ REYKJA. En niður- staða sérfræðinganna er dálítið óljós enn. f leikmannsaugum er hún eitthvað á þessa leið: Próf. Doll hefur rétt fyrir sér, en fyrri skýrslur eru líka réttar. Og nú veit reykingamaðurinn ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Læknar og vísindamenn eru af eðtisfari hljóðlátir og hógværir menn, en um þetta mál hafa of ólíkar raddir kveðið sér hljóðs. Það er erfitt að vita hvað er rétt og þó ekki rétt — og þó. . . . Að endingu nýjustu fréttir á þessu sviði: Sá sem er 25 ára núna og reykir ekki, getur reiknað með að verða 74 ára. Ef hann byrjar svo að púa 1—9 sígarettur á dag, verður hann aðeins 69 ára. 68 ára verður hann ef hann reykir upp undir 19 sígarettur, en 67 ef hann reykir milli 20—39 sígarettur á dag. En það er bágt með þá, sem reykja 40 og þar yfir. Þeir ná ekki að taka á móti ellilífeyrinum sínurn. Þeir deyja drottni sínum 65 ára í síðasta lagi. Annars getið þið reiknað ævina út sjálf, með 15 mínútur í mínus fyrir hverja reykta sígarettu, og við skulum ganga út frá 74 ára meðalaldri miðað við tóbakslausa ævi.... * 52. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.