Vikan


Vikan - 28.12.1967, Page 28

Vikan - 28.12.1967, Page 28
Maður og kona elskast. En þau búa í landi þar sem þau geta ekki notið hamingjunnar. Þau ákveða að flýja og gera ótrúlega flóttaáætlun. Þau þurfa að vera aðskilin í tvö ár, en svo samein- ast þau aftur, og búa saman í sátt og samlyndi til æviloka. Þannig er það í ævintýrunum, en það er ekki svona einfalt í raunveruleikanum. Hér segir frá tveimur mann- eskjum, sem áttu í miklum vand- ræðum, bæði með það umhverfi sem þau neyddust til að búa í, og einnig sín á milli, en að lok- um gátu þau ráðið fram úr vand- anum, þótt það skapaði þeim báðum mikla sorg. Flótti manns- ins átti að vera skilnaður þeirra á milli, en í stað þess að gleyma, þráðu þau hvort annað. Martha Rosmanith er hávaxin og glæsileg kona, geislandi af fjöri. Hún kann aðeins fáein orð í sænsku, svo maður hennar verður að túlka fyrir hana. Hún segir okkur frá erfiðleikum sín- um, og svipurinn er ýmist sorg- mæddur eða fullur vonar. — Þú varst erfiður í sambúð, segir hún við mann sinn, Andor Rosmanith, en hún brosir þegar hún segir það. . . . Þau hittust þegar hún var sext- án ára og hann tuttugu og fjögra. Hann var nýútskrifaður læknir, hún afgreiddi í sælgætisverzlun. Þau urðu ástfangin hvort af öðru. — Manstu eftir því, að þú varst nærri búinn að missa vinn- una, vegna þess að þú vildir ekki vinna á laugardögum og sunnudögum? Þú vitdir vera hjá mér! Martha Rosmanith brosir. Þau giftu sig, þegar hún var tvítug og hann tuttugu og átta ára, fluttu inn í litla íbúð í Buda- pest, og eignuðust soninn Bandi, sem nú er níu ára. Hún hætti í sætgætisbúðinni og lærði hjúkr- un. Þau unnu bæði úti. Bandi var stundum á dagheimili og stund- um hjá foreldrum hennar. Upphaflega gekk þetta allt vel, segir Martha. — En svo fórst þú að verða eirðarlaus. . . . Hún lítur á manninn. — Ég var ánægð með tilveruna, þótt það yrði æ erfiðara að búa í Ungverjalandi. Þetta var stöðug barátta, til að geta brauðfætt sig, annað var ekki um að tala. Það var ekki timi til að gera neitt, nema að vinna og hvíla sig. Mér fannst þetta erfitt, en ég sætti mig við það, en það gerðir þú ekki. Þú vildir njóta lífsins. Þú vildir að við færum út að skemmta okkur, borða úti, en það var ekki mögu- legt. Ef við gerðum það, urðum við að svelta alla vikuna. Þegar þú hugsaðir um það, fór það á sinnið. Þér fannst allar dyr lok- aðar, þú þoldir ekki við. Martha hikar svolítið, áður en hún heldur áfram að segja frá því sem svo skeði.... Hún fann að hjónaband þeirra var að fara í mola. Hann hafði enga ró á sér heima. Hann var í stöðugri andstöðu við sjálfan sig og umhverfið. Hann var reiður yfir því að hún skildi geta sætt sig við þetta. Hvernig gat hún verið ánægð með þetta hunda- líf? Hann fór að fara út, leil jafn- vel á hjónabandið sem fjötur um fót. — Það er eðli mannsins að vera bæði fjölkvænis og ein- kvænismaður! átti hann til með að segja við hana. — Ef maður afneitar eðli sínu, lokar maður sjátfan sig inni! — Ég hefði kannski átt að skilja þetta, segir Martha. — En ég er bara ekki þannig sjátf. Ég vil aðeins einn mann. . . . í upphafi var hún sorgbitin og særð. En svo fór hún að verða reið. Hún gerði allt sem á henn- ar valdi stóð til þess að hann gæti orðið hamingjusamur, en hann sagði að hún lokaði sig inni og svipti sig ÖIlu fretsi. Hann vildi komast út úr fangelsinu, komast í burtu frá henni. En hann kom aftur, fór — og kom.... Hann reyndi að gera henni ljóst, að hann elskaði enga aðra konu, en að hann þráði frolsið svo ákaft. . . . Þú fórst að tala um að flýja frá Ungverjalandi, heldur Mart- ha áfram. — Ef við kæmumst til einhvers lands, þar sem við gæt- um verið frjáls, þá hefði ég enga löngun til annarra kvenna! sagð- ir þú. Ég skildi þig að nokkru leyti, en mér fannst þetta hrylli- legt. í Ungverjalandi áttum við alta okkar vini og ættingja. Þeg- ar ég sagði þetta við þig, varð þörf þín fyrir frelsi enn meiri. — Svo, einn daginn, kom bréf frá þér. Þú varst að hugsa um að flýja, — án þess að reyna að taka okkur Bandi með þér. Ég fékk taugaáfall. Þú hafðir ekk- ert talað um þelta við mig. Þeg- ar ég sagði þér að ég hefði lesið bréfið, sagðir þú: — Reyndu bara ekki að aftra mér, það þýð- ir ekki neitt. Það er sama hvort ég er hér eða einhvers staðar annars staðar, það er allt búið okkar á milli. Hún fann hvað lá að baki þess- ara orða, fann að þörfin fyrir frelsi var orðin öllu öðru sterk- ari hjá honum, og hræðslan um að hún reyndi á einhvern hátt að hefta hann, kom honum til að segja það, sem hann í raun og veru ekki meinti. Hún gat ekki 28 VIKAN 52- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.