Vikan


Vikan - 28.12.1967, Side 29

Vikan - 28.12.1967, Side 29
■ ' : ■ Þetta er ótrúleg, en sönn saga. Hér segir frá því hvernig sænski múrarinn, Thore ionsson hjálpaði Mörthu og Andor Ros- manith til að koma henni, ásamt syni þeirra hjóna til SvíþjóSar. Andor komst þangað fyrir tveim árum, og með því að giftast hinum unga Svía, gat Martha, ásamt syni sínum Bandi, stigið fæti á sænska grund í vor. Þessi litla fjölskylda getur nú hafið nýtt líf í frjálsu landi. Hér tala þau hjónin við hlaðamann og segja frá öllu sem á undan gekk. ^ Ilin þrítuga Ma.rtha Romanith var grannvaxin og falleg. geisl- andi af fjöri. Til þess aö geta koinizt tii bónda síns i Svíþjóð, varð hún að gifast liinum hjálpsama Svía, Thore Jousson, en það var aðeins formsatriði. <5 Martha hafði verið frá sér af hræðslu meðan á flugferðinni stóð, hrædd um að hún yrði stöðvuð, en að flugferðinni lokinni andaði hún létta.r, þegar hún stcig á danska grund á flugvellinum í Kastrup. Thore Jonsson lék hlutverkið til enda. Hann tók á móti konu sinni og syni hcnnar á flugstöðinni. Eftir tveggja ára aðskilnað gátu Martha og Andor nú sameinazt sem frjálsar manneskjur, RJALANDI barizt gegn þessu lengur. Hún var særð, en á einn hátt skildi hún þetta. — Ef þú ert svona óhamingju- samur hér í Ungverjalandi hjá mér, þá er betra að þú farir, sagði ég að iokum. . . . Þau ákváðu að skilja, og fengu skilnað að borði og sæng. En líf- ið gekk sinn vanagang. Annað slagið talaði hann um að flýja, og vildi fá okkur Bandi með, — annað slagið vildi hann fara einn. Einn daginn hvarf hann. Hann hafði farið í hópferð til Tyrk- ands, hún vissi hvað það þýddi. — Þú fórst ieiðar þinnar, Andor! Martha brosir angur- vært. — En þú varst ekki fyrr kominn úr landi en þú byrjaðir að skrifa mér iöng bréf. Ég var ekki svo undrandi yfir því sem þú skrifaðir. Mér var það ljóst að þá, þegar þér hafði tekizt að flýja, komu þínar réttu tilfinning- ar í ljós. Þú sagðist þrá mig, og að við yrðum að sameinast aftur. Þú varst kominn til Svíþjóðar og byrjaður að læra málið. Svo fékkstu læknisstarf, og síðar þitt eigið læknisdæmi. .. . Hún fann ekki til beizkju gagnvart manninum, sem hafði yfirgefið hana, hún gladdist inni- lega yfir ástúðinni í bréfum hans. Allir kunningjar hennar voru undrandi yfir þeirra afstöðu sem hún tók til þessa máls; þeim fannst einkennilegt að hún gæti ekki slegið striki yfir hjónaband sitt og gleymt þessum manni. — Hugsarðu ekkert um Bandi? sögðu vinirnir. — Strákarnir í skólanum slríða honum, vegna þess að hann á engan föður. Þeir töluðu um ábyrgðarleysi, en hún heyrði ekki einu sinni hvað þeir sögðu. Hún vissi vel hvað það var, sem lá að baki flótta Andors, þrá eftir betri lífsskilyrðum. .. . -— Einu sinni skrifaðir þú mér um fólk sem hafði flúið, heldur Martha áfram. — Ég skildi hvað þú áttir við, og að þú varst far- inn að hugsa úl einhvern mögu- leika til þess að ég gæti komið til þín. Svo kom bréf, þar sem þú sagðir mér frá Thore Jonsson. Ég hafði aldrei heyrt hann nefnd- an, en þú skrifaðir: — Manstu ekki eftir honum, þegar við hitt- um hann í Berlin? Það getur verið að hann komi til að heilsa upp á þig einhvern daginn.... — Eftir þetta bréf varstu var- kár með það sem þú skrifaðir. En þú gazt alltaf komið orðinu urzo inn á milli orða. Ég var vön að kalla þig björninn, svo ég skildi hvað þú áttir við. Það sýndi líka að þú skrifaðir þessi bréf, og enginn annar. Það sagði Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.