Vikan


Vikan - 28.12.1967, Side 36

Vikan - 28.12.1967, Side 36
Óskum öllum landsmönnum glegilegs árs með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti liðinna ára. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN ^ngáitjue ?jórœningimt Framhald af bls. 15. hafði hún vogað sér í hendur hans, án þess að sýna minnstu varfærni. Hvað hafði hann átt við með þvi að segja að hann myndi láta hana borga skuldina seinna? Hverskonar greiðsluforms æskti hann fyrir þá hjálp sem hann hafði látið i té, og sömuleiðis þá andstyggðarbrellu, sem hún hafði gert honum áður? — Að þvi leyti er hann þó frábrugðinn eiginmanni mínum að hann sýnist ófær um að gera nokkurt góðverk, án þess að heimta greiðslu, eða sýna höfðingslund, án þess að eiga í því arðsvon, sem er einmitt eitt af einkennum sanns aðalsmanns. Joffrey de Peyrac, hann var sann- kallaður höfðingi. Hún varð að beita sig hörðu til að hafa yfir nafn hans, nafnið sem hafði búið henni svo lengi 1 hjarta. — Joffrey de Peyrac! — Hve mörg ár voru liðin síðan hún hafði leyft sér að vekja upp minningu hans! Hve mörg ár voru liðin síðan hún hafði gefið upp vonina um að finna hann nokkurntima í þessum heimi? Hún hélt að hún hefði særzt ákaft, en nú gerði hún sér ljóst að von hennar var jafn djúp núna og hún hafði alltaf verið. Lífið hafði ekki verið fært um að þurrka út minninguna um þetta dásamlega hamingjutímabil og þó var hún svo gerfrábrugðin nú, þeirri ungu konu, sem hafði verið de Peyrac greifafrú! í þá daga vissi ég ekkert. Samt var ég handviss um að ég vissi allt. Mér fannst fullkomlega rétt og eðlilegt að hann elskaði mig. Hún brosti þegar henni varð hugsað til þess hvernig hún og de Peyrac greifi hlytu að hafa iitið út, nú var það ekki annað en mynd, og hún gat hugsað um hana, án þess að finna til of mikils trega, eins og hún væri að virða fyrir sér mynd af tveimur ókunnugum verum. Það var svo lítið sameiginlegt milli íburðarmikils lífs þeirra, hinna menntuðu hirðmanna, sem höfðu umkringt þau, hins lága sess lávarð- 36 VIKAN 52-tbl' arins af Aquitaine í konungdæminu, og dularfulls skips, hlöðnu af öt- flytjendum og sjóræningjum á leið til framandi lands. — Og fimmtán ár voru liðin siðan þá? Þetta konungdæmi var nú langt í burtu og konungurinn myndi aldrei framar finna Angelique de Plessis-Belliére, fremur en de Peyrac greifa- frú. Hvað konunginn snerti var hann að mnnsta kosti kyrr í sin-u kon- ungdæmi, meðal strengbrúðanna sinna, í miðju sínu glæsifagra og glitrandi skríni, Versölum. En eftir þvi sem skipið leið lengra útá hafið varð mynd Versala daufari. Smám saman stirðnaði hún og tók á sig ómerkilegan gervi- svip leiktjalda. — Nú er líf mitt raunverulega að byrja, sagði hún við sjálfa sig. Fyrst nú er ég orðin ég sjálf ..... eða í þann veginn að verða það. Þvi jafnvel á dýrðardögunum við hirðina þjáðist ég alltaf af þeirri tilfinningu að eitthvað vantaði, eins og ég væri á rangri leið. Hún stóð upp og horfði út í myrkrið, þangað sem allir sváfu með sorg sína og þreytu. Það lá við að Angelique yrði smeyk við þá hvöt að byrja upp á nýtt, sem hún hafði uppgötvað með sér. Hún gat ekki einfaldlega neitað fortíð sinni á þennan hátt, hún gat ekki varpað af sér með einum axlahnykk, öllu því sem orðið hafði til að skapa og móta skapgerð hennar, hún gat ekki afneitað ástum sínum.......né hatri ........ Og þó var þetta einmitt Þannig. Nú fannst henni að allt hefði verið tekið frá henni, jafnvel fortiðin. Hún hafði náð þeim áfanga i líf- inu að hennar eina verðmæti varð ekki frá henni tekið. Það var hún sjálf. Á ævinni hafði hún skipað mörg hlutverk og ævinlega höfðu þau verið henni að einhverju leyti andstæð — hún hafði bæði verið trygg og ótrú, metnaðargjörn og hreinlynd, óhagganleg og undirgefin — og að lokum, þrátt fyrir allt fann hún til friðar. Það er eins og ég hafi lifað þetta allt af, til þess að uppgötva sjálfa mig, dag nokkurn um borð í óþekktu skipi, meðal ókunnugs fólks, á leiðinni til framandi ákvörðunarstaðar. — En yrði hún einnig að gleyma Joffrey de Peyrac? Varð hún einn- ig að skilja hann eftir í fortíðinni? Söknuðurinn eftir það, sem ást þeirra saman hefði getað verið, nísti hana eins og rýtingur í hjartað. Myndi ást þeirra hafa sofnað, eftir því sem árin liðu, eins og hún hafði séð fara fyrir svo mörgum hjón- um? Eða hefðu þau getað haldið ástinni lifandi, þrátt fyrir allar þær gildrur sem lífið lagði fyrir þau? — Það hefði verið erfitt....Ég þekkti hann varla........í fyrsta skipti viðurkenndi hún það, að þótt hún hefði verið eiginkona Joffrey de Peyrac, hafði hún að engu leyti skilið hann til fulls. Þau höfðu lifað saman, fáein, stutt ár, og á þeim tíma hafði Angelique verið nið- ursokknari í uppgötvun ástarinnar og unaðssemd hennar, sem þessi mikli aðalsmaður í Toulouse, tólf árum eldri en hún, hafði kennt henni af svo mikilli natni, en lítið skeytt því að öðlast djúpstæðan skilning á honum. Henni hafði ekki gefizt tími til að reyna sitt eigið siðferði eða uppgötva i Joffrey de Peyrac, hinn innsta kjarna skap- GLAUMBÆR óskar öllum viðshiptavinum sínum glcðilegs árs og þaklcar viðskiptin á liðna árinu. OPIÐ Á GAMLÁ RSKVÖLD OG NÝÁRSKVÖLD Matur framreiddur frá kl. 7 báða dagana. Skreyttir salir. MÁNAR leika og syngja. GIAIIMBÆR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.