Vikan


Vikan - 28.12.1967, Page 44

Vikan - 28.12.1967, Page 44
— Langar þig aldrei til að hverfa aftur til Austurríkis? — Nei, ég er orðinn svo mikill Islendingur að ég hlakka alltaf til að koma heim, þegar ég er erlend- is. Heim, sagði ég, því að ég er löngu farinn að segia heim, þegar ég tala um Island. En auðvitað þyk- ir mér vænt um Austurríki líka og þá sérstaklega um fæðingarborg mína, Graz. Þar á ég móður og systur. Móðir mín kom hingað upp í fyrra í fyrsta sinn og varð svo hrifin af landinu að hún gat varla hugsað sér að fara aftur. Sama er að segia um mig,- mér hefur aldrei fundizt ég vera útlendingur hér. Fólkið hefur reynzt mér sérstaklega vel og frá upphafi tekið mig sem íslending. Og ef ég ætti eitthvað að taka fram að síðustu, segir Páll að lok- um, — þá vildi ég mega óska Lúðra- sveit Reykjavíkur allra heilla í fram- tíðinni, að þeir haldi áfram af sama áhuga og samheldni, iafnt eldri sem yngri, hvort sem ég verð með þeim mikið lengur eða ekki. Sveitin hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í íslenzku tónlistarlífi og á vonandi fyrir höndum að gegna því áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. dþ. Háskóli og sjúkrahús .. P'ramhald af bls. 27. ekki til. Astæðan er sú, að ekki hefur til komið sameig- inlegt norrænt framtak. Hér skortir ekki menntun og hæfi- leika ágætra manna heldur skipulag. Hvað deyja marg- ir Norðurlandabúar ár hvert af þessum sökum? Dönmn, Finnum, fslendingum, Norð- mönnum og Svíum sæmir ekki að treysta á læknavís- indi Bandaríkjanna eða Rússa. Norðurlandaþjóðirn- ar geta ekki látið sér nægja að vera til fyrirmyndar um almannatryggingar og sjúkra- samlög. Skilningurinn, sem þar liggur til grundvallar, þarf að hefjast í æðra vehli með sameiginlegu sjúkrahúsi Norðurlanda. Baráttan gegn sjúkdómunum krefst í senn hugsjóna og vísinda. Norð- urlandaþjóðirnar hafa sann- arlega vilja til góðs, en þær þekkja ekki sinn vitjunar- tíma. Sameiginleg afstaða Norð- urlandaþjóðanna í heimsmál- unum er vissulega þýðingar- mikil. Samt ber að setja markið hærra en slík sam- staða náist. Atburðir stjórn- málanna marka ekki einstakl- ingum og þjóðum öll örlög. 44 VIKAN 52- tw- Höf u ðn au ðsyn nor r æn n ar samvinnu er og verður að stefna í átt þróunar og ham- ingju á líðandi stund og um alla framtíð. Háskóli og sjúkrahús allra Norðurlanda á að sanna þá viðleitni. Um gildi þeirrar norrænnar sam- vinnu gæti enginn efazt. Hún tæki af öll tvímæli. Draumurinn um norrænt hernaðarbandalag rættist ekki. Norðurlandaþjóðirnar munu heldur aldrei keppa við stórveldin í vígbúnaði og hergagnasmíði. Þau geta að- eins reynt að miðla málum, ef í odda skerst með mislynd- um jöfrum heims, lagt þjóða- bandalaginu til framkvæmda- stjóra og talað af einurð og ákynsemi máli friðar, skiln- ings og samvinnu. Sú við- lcitni er þakkarverð og miklu áhrifaríkari en vopn og verj- ur. Styrkur Norðurlanda- þjóðanna er andlegur, mennt- un og menning, vísindi og listir, frelsi og mannréttindi, en hann þarf að sannast í táknrænu verki á öld sam- keppni, tækni og skipulags. Ella verður hann óraunhæft hugtak milli vonar og ótta. Norðurlandaþjóðirnar ættu að stofna bandalag til að efla og tryggja ýmsa sameigin- lega hagsmuni út á við. Slíkt er þeim nauðsyn í umróti samkeppni og viðskipta. Það tekst þeim helzt, ef viðleitni norrænnar samvinnu beinist að framtaki, er skeri úr um andlegan þroska og vísinda- lega menningu. Þá verða Norðurlönd heild, sem aldr- ei rofnar, nema veröldin far- ist. Þess vegna á draumur- inn um háskóla og sjúkrahús allra Norðurlandanna að ger- ast veruleiki að frumkvæði merkra leiðtoga. Þá væri unn- inn frægur og blessunarlegur norrænn sigur, sem vekti at- hygli og aðdáun um gervalla heimsbyggðina og sannaði mannkyninu og veröldinni, hvert er ríki Norðurlanda- þjóðanna í trú og von á manninn og lífið. Helgi Sœmundsson. TÍ6IIISTÚNN FramhaJd af bls. 25. svörin voru, hvað sem þau hefðu gert, eða hætt á eSa þjáðst, hafði það allt verið tilgangslaust. Honum fannst hann allt í einu verða ákaf- lega gamall. — En setjum nú svo, að þetta ósennilega gerist? sagði hann. Selby brosti breiðu kosningabrosi. — Þá verð ég vafalaust hálshögv- inn, Tarrant. Það er einnig mjög sennilegt að ég yrði hálshöggvinn, ef ég léti til skarar skríða, eins og þér mælið með, og hið ósennilega gerist ekki. í einlægni sagt álít ég, að sérstök aðgæzla frá áttunda september sé nægjanleg f þessu máli, en látið mig að sjálfsögðu vita, ef þér fáið annað skeyti. — Ég fæ það ekki, sagði Tarrant stuttaralega. Modesty Blaise myndi ekki trúa því, að við þyrftum að láta segja okkur þetta tvisvar. Selby lét sem hann tæki ekki eftir því hve stuttaralegt svarið var og hélt brosinu. — Þá gæti vel verið að þessi Modesty Blaise og sveinn hennar, Garvin, heppnist að sigrast einhvern veginn á óvininum af eigin rammleik, svaraði hann léttilega. — Eins og þér hafið sagt, eru þau afar hugmyndarfk. Tarrant fann hálsinn á sér herp- ast saman. — Það er tíl afar mikils mælzt, tókst honum að segja, um leið og hann sneri sér undan og gekk út úr herberginu. Tíu mínútum síðar stóð Tarrant í sinni eigin skrifstofu og horfði niður á White Hall, meðan hann skýrði Fraser frá árangri viðræðna sinna við ráðherrann. Fraser lagaði á sér gleraugun og ragnaði hressilega. — Svo við verð- um bara að sitja á heitum rössun- um á okkur og horfa á það gerast, sagði hann svo. — Heldurðu að það væri til nokkurs gagns ef þú færir til forsætisráðherrans beint, fram- hjá Selby? — Nei. Tarrant sneri frá glugg- anum. Hann yrði að láta Selby ráða og þetta er allt saman svo undarlega ósannað. Jack. — Ekki fyrir okkur. — Það er rétt. En af hverju ekki fyrir okkur? Fraser starði á hann. — Ja — vegna þessa skeytis. — Já. Skeytis, frá Modesty Blaise. Við þekkium hana og þess- vegna vitum við hvers virði skeyt- ið er og við erum sannfærðir. En hvernig í andskotanum á að sann- færa stjórnmálamenn. I þeirra aug- um er þetta einhver dularfull, ung kona með ákveðna, en ósannaða glæpafortíð, sem vinnur óbeinlínis fyrir mig. Tarrant hristi höfuðið. — Það er ekki hægt að koma því inn f hausana á þeim hvers virði hún raunverulega er. — Þeir vita hvað hún gerði í Gabrielsmálinu. — Orð á pappír. Tarrant yppti öxlum. — Það er óraunverulegt, eins og saga af stríðshetiu: . . . þrátt fyrir ákafa skothríðina eyði- lagði Blank kapteinn, einn síns liðs, tvö vélbyssuhreiður. Stórkost- legt ef þú þekkir af reynslunni hvað það þýðir, en ekkert ef þú getur séð það sem er tíu sinnum betra í sjónvarpinu, í hverri viku. Fraser neri á sér hökuna. — Allt í lagi, þá er þetta bara skeyti. En allt það sem gerðist áður. — Fyrir utan það sem ég sagði Selby, gerðist ekkert áður en þetta skeyti kom, annað en Modesty Blaise og Willie Garvin gáfu þér einhverja svefndropa og hurfu svo, og barn sem var skjólstæðingur Willies hvarf Ifka. — Minntu mig ekki á dropana, sagði Fraser fýlulega. — Kristur, þegar ég minnist þess hvernig ég sat þarna og sagði henni hvað ég væri snjall.... — Gleymdu þvf, sagði Tarrant stuttaralega. — Þig hafði aldrei ór- að fyrir því að það yrðu settar á hana þumalskrúfur með því að ræna barninu. Henni datt það ekki einu sinni í hug sjálfri. Og þér lán- aðist býsna vel að komast á hlykkj- ótta slóðina næstu vikurnar. Fraser gekk að korti sem lá á borði úti í horni. Hann bankaði með löngu töng vinstri handar á Persíu. — Það endaði allt í Teheran, sagði hann fýlulega. — Ég myndi segja að þaðan hefðu þau verið flutt yf- ir landamærin til Turkmen. Tarrant staðnæmdist við hliðina á honum og leit á kortið. — Það getur verið að þau séu ekki á bak

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.