Vikan


Vikan - 28.12.1967, Side 45

Vikan - 28.12.1967, Side 45
LILJU BINDI ERU BETRI við járntialdið, sagði hann óljóst. Fraser leit undrandi á hann. — Hvað kemur þér til að segja það? — í sannleika sagt hef ég ekki hugmynd um það. Tarrant gretti sig eins og hann væri óánægður með sjálfan sig. — Og það bjargar svo sem engu. Við Verðum að ganga út frá því að þau séu bak við járntjaldið, svo ég býst við að við ættum að búa okkur undir þann möguleika að þau geti . . . að þau einfaldlega geti einhvern veginn komizt út. — Og hvernig búumst við undir það? Tarrant þagði lengi. Hann strauk hendi yfir suður-landamæri Rúss- lands og f þessari hreyfingu voru Tyrkland, Persía og Afganistan innifalið. — Það er hættulega lítið sem við getum gert af eigin ramm- leik, sagði hann. — Selby vildi ekki leyfa þér að hafa samvinnu við Ameríkananna, sagði Fraser og gretti sig. — Þeir hafa menn alls staðar. — Hann sagði, að Ameríkanarn- ir myndu hlægja að okkur. — Það getur vel verið. — Já. Tarrant settist við borðið sitt. Hann tók vindil upp úr kassan- um og kveikti í honum af mikilli alúð. Það var þvermóðskusvipur á andliti hans. Fraser beið og var orðinn ofurlítið spenntur. Hann þekkti þennan svip. Sá gamli ætl- aði einhvern veginn að taka bitann upp í sig sjálfur. — Það er undir því komið, hvern- ig við gerum Ameríkönunum við- vart, sagði Tarrant. — Eða kannske hver gerir þeim viðvart. Mér dettur í hug þessi náungi, Dall, þessi ná- ungi sem Modesty fékk til að koma og leika á móti sér í spilavítinu í Beirut. . , . Það er stór karl. — í viðskiptum, já. Hann á þrjú eða fjögur heimsveldi að mér skilst. Verzlun og stjórn hafa nánari samskipti í Bandaríkjunum, Jack. Mergurinn málsins er sá, að hún hlýtur að vera hátt skrifuð hjá hon- um. — Sem kona? — Vafalítið. En ég held að hann hafi einnig ástæðu til að vita að hún er mjög áhrifarfk í starfi. — Þú átt við að hann myndi skilja alvöruna í skeytinu, sem hún sendi? — Kannske. Tarrant lyfti upp einu símtólinu á borðinu hjá sér og sagði: — Náið fyrir mig í Jahn Dall í Dall Enterprises Incorporatet, New York. Hann þekkir mig ekki, svo þú skalt segja að ég hringi vegna Mo- desty Blaise. Ef hann er ekki á skrifstofunni biðurðu um að honum séu send boð og ég væri mjög þakklátur ef hann gæti hringt til mín, út af mjög áríðandi máli. — Náðirðu þessu? Hann hlustaði og sagði 'svo: — Rétt. Hann lagði frá sér símann. Ef hún nær f Dall vil ég að þú farir út úr skrifstofunni á meðan. Þú ert ekki með í þessu. — Mig langar til þess. — Nei. Þetta er skipun, Fraser. — Allt í lagi, Sir Gerald. Fraser renndi sér yfir í sitt venjulega hlut- verk, deplaði augunum taugaóstyrk- ur. — Má ég bera undir þig nokkur önnur mál á meðan? Það er núna miður morgunn í New York. Það getur verið að símastúlkan verði að bíða í nokkrar klukkustundir áð- ur en hún getur náð í skrifstofu herra Dalls. — Dall á fyrirtæki um hálfan heiminn, sagði Tarrant. — Ég get mér til að það sé einhvers konar næturþjónusta hjá honum, en við skulum engu að sfður gera það sem við erum vanir að gera. Ég skal taka við fréttunum frá Vaug- ham og Balkanskaga fyrst. Einum og hálfum klukkutíma síð- ar hringdi síminn. Tarrant lyfti tól- inu og sagði: — Já? Hann hlustaði og allt f einu varð undrun og ánægja í augum hans. Svo sagði hann: — Klukkan hálf tvö? Takk. Hann lagði frá sér símann og leit á Fraser. — Við náðum sambandi, Jack. John Dall er hér í Birming- ham í viðskiptaerindum. New York skrifstofan hringdi í hann þangað og lét hann hafa skilaboðin mín. Tarrant benti á sfmann. — Þetta mun vera einkaritarinn hans að hringja frá Birmingham, þeirra er- inda að herra Dall væri þegar lagð- ur af stað og byði mér að borða með sér í einkaíbúð sinni hjá Lund- únarskrifstofu hans, klukkan 2.30. — Ha Svo þú hafðir rétt fyrir þér. — Um hvað? — Dall. Hann hlýtur að taka mjög mikið mark á henni og drott- inn minn, sá sóar ekki tímanum. Fraser hikaði, en þú gætir átt á hættu að verða höggvinn fyrir þetta. — Ég veit það. Það er undir því komið hvernig Dall meðhöndlar það og hvernig Amerfkanarnir bregðast við. Tarrant varð aftur hugsað til viðræðna sinna við Sel- by og hann fann reiðina vella upp í sér. Einustu viðbrögð Selbys voru að stinga upp á því með léttum hlátri að ef til vill tækist Modesty og sveininum hennar, Garvin að rugla óvinina upp á eindæmi. Það kom beiskja í magurt and- lit Frasers. — Mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvað Modesty Blaise er að gera, sagði hann hægt, — meðan hinn háæruverðugi Rog- er Selby situr í ráðherrastólnum sínum og tætir af sér þessi andskot- ans hnifilyrði sín. 17. Þótt það væru upp undir fimm hundruð manns samankomnir í brekkunum yfir breiðu klettasvið- inu var þögnin næstum fskyggileg. Modesty Blaise stóð á miðju svið- inu. Hún var í einkennisbúningi flokksforingja, grárri blússu og bux- um og í herstígvélum. Vinstra meg- in við hana var tuttugu metra þver- hnípi og hægra megin hálfhringur- inn með mönnum í brekkunni ofan við sviðið. Þrjátíu metrum fyrir framan hana, á jafnsléttu ofurlítið til hlið- ar við aðaláhorfendaskarann, stóð Karz með hendur á baki, höfuðið sokkið milli axlanna og virti hana hugsi fyrir sér. Við hlið hans stóðu Tvíburarnir og beint fyrir aftan þá í ójöfnum hálfhring voru hinir flokksforingjarnir — Liebmann, Hamid og hinn sírólegi Thamar; Sarrat, Brett og Delgado. Og Willie Garvin. Tvíburarnir voru að fara í svarta glófana. Willie stóð með handlegginga kæruleysislega krosslagða á bring- unni og tekkbrúnt andlitið var eins og gríma, þegar hann horfði á hana. Karz lyfti höfðinu og tók til máls, þung rödd hans náði skýrlega til allra mannanna. — Þessi kona er kölluð Blaise, sagði hann. — Hún hefur reynzt Óheilbrigð. Þótt hún héldi stöðu flokksforingja meðal ykkar, reynd- ist hún sitja á svikráðum. Fyrir þetta skal hún nú deyja. Karz þagnaði. Bergmálið af rödd hans dó út og það heyrðist ekkert. Spennan var svo mikil að hún var eins og þaninn fiðlustrengur. Augu mannanna hvörfluðu frá Karz á veruna á miðju sviðinu. Hún stóð með hendur niður með síðum og hárið dregið í þéttan hnút [ hnakk- anum. Karz sagði: — Með hverju ætlar þú að berjast, Blaise? Rödd hennar var full af fyrirlitn- ingu en heyrðist glöggt í þögninni. — Ég ætla að berjast eins og ég stend. L 0 X E N E - og flasan fer Vantrúarkliður fór f gegnum mannf jöldann. — Þér er heimilt að nota hvers konar vopn, önnur en skotvopn. — Ég veit. Hún leit á Tvíburana og hækkaði röddina ofurlítið, jók á fyrirlitningarhreiminn. — Ég ætla að berjast eins og ég stend. Karz sneri stórum Mongólahausn- um löturhægt og kinkaði kolli til Tvíburana. Lok leit á Chu með kipruð aug- un. — Þetta er ekkert, kerling og meira að segja vopnlaus. Ég drep hana. Chu lét skína í tennurnar. — Reyndu ekki að segja mér fyrir verkum kvikindið þitt! Heldurðu að ég ætli að vera langt á eftir þér — Þið byrjið nú! sagði Karz með rödd sem var eins og skriðjökull. Tvtburarnir þögnuðu. Eina langa sekúndu störðu þeir heiftúðugri hvor á annan, svo lögðu þeir af stað í áttina til Modesty Blaise. Liebmann virti þá athugull fyrir sér. Aldrei þessu vant vottaði fyrir einhverju ósamræmi milli þessara manna sem hlekkjaðir voru saman á öxlunum. Með því að gera sjálfa sig að auðveldri bráð hafði Blaise náð Tvíburunum fram á sviðið, sjálfum sér sundurþykkum. Þetta var góður, sálfræðilegur leikur, en of dýrkeyptur að áliti Liebmanns. Honum fannst það ekki vega upp á móti vonleysinu. Kongóvopnið hafði verið tekið af henni og hún hafði ekkert falið í Framhald á bls. 48. 52. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.