Vikan


Vikan - 18.01.1968, Síða 4

Vikan - 18.01.1968, Síða 4
 Nylonsokka- buxurnar vinsælu með ‘ mattri áferð gera fætur yðar enn fegurri. Sl'Sl nylon- sokkar 20 den. Micro-Mesh 30 — Micro-Mesh 1x20 — Crepe 2x30 — Crepe Faileg áferð, góð ending, lágt verð. 5151 ER SOKKURINN Einkaumboð: S#l S. ArmaNMaoMssin Heildverzlun - Hverfisgötu 76 - Sími 16737 AÐ PÚA PÍPU. Kæri Póstur! Þú ert eini maðurinn (eða eruð þið kannski fleiri en einn?), sem hjálpar fólki til að leysa hin litlu og hversdagslegu vanda- mál. Þótt um smámuni sé að ræða og vandamálin séu kannski ekki beint gáfu- leg, — þá geta þau valdið miklum erfiðleikum og farið ægilega í taugarnar á manni. Maðurinn minn er mikill pípureykingamaður, og er ekkert við því að segja. það er vinalegt og heimil- islegt, þegar hann situr í stofunni og púar sína pípu. En hann reykir pípuna sína úti sem inni. Þegar við förum saman í búðir, eins og til dæmis fyrir síð- ustu jól, þá púar hann oft beint framan í vegfarend- ur. og þeir gefa mér illt auga fyrir bragðið. Hvern- ig á ég að venja hann af þessum ósið? Með kærri þökk, H. K. S. Þú skalt kaupa þér stór- an og digran vindil og reykja hann jafnt úti sem inni, þegar þið farið í búð- ir og púa reyknum — beint framan i hann!‘ I ÚTKJÁLKABÚAR OG ÚTVALDIR SUNNLENDINGAR. Kæri Póstur! Ég bý í fásinni, eins og hefur kannski tekið eftir á dagsetningunni á þessu bréfi frá mér, ef bréf skyldi kalla. Hér er ekkert sjón- varp til þess að sitja yfir á köldum og dimmum vetrarkvöldum. Og ekki er heldur hægt að bregða sér í bíó til að bæta sér upp sjónvarpsleysið, nema þeg- ar þeim dettur í hug að sýna einhverja eldgamla mynd í samkomuhúsinu okkar. Auðvitað fer maður að sjá hverja einustu mynd, enda eru þær ekki svo margar. En maður fer ekki síður til að hitta fólkið en horfa á myndina. Þið þarna fyrir sunnan gerið ykkur áreiðanlega ekki grein fyrir því, hvað það er niðurlægjandi og aumt fyrir okkur þessa fáu útkjálkabúa að lesa í blöð- unum lýsingar á dýrindis sjónvarpsþáttum og alls konar fíneríi, en fá svo ekki að njóta neins af því. Ég tala í fullri alvöru, þegar ég skora á ríkis- stjórnina, að vinda nú bráð- an bug að því að koma sjónvarpinu út um allt land. Ég fæ ómögulega skilið, hvernig þessir fínu herrar gátu vogað sér að lengja sjónvarpsdagskrána fyrir hina útvöldu Sunnlendinga, í staðinn fyrir að nota pen- ingana til að reyna að koma sjónvarpinu víðar út á landsbyggðina. Það gefur auga leið, að það er miklu meiri þörf fyrir sjón- varp í dreifbýli en þéttbýli. Með réttu hefði fyrst átt að sjónvarpa fyrir lands- byggðina, en láta Stór- Reykjavík einu sinni sitja á hakanum. Argus. Atarna ar aldeilis reiði- Iestur. Það er alltaf hress- andi að fá svolítið mergjuð skammabréf, og við þökk- um Argusi kærlega fyrir tilskrifið. Það er ofur skilj- anlegt, að dreifbýlinga langi til þess að horfa á sjónvarp „á köldum og dimmum vetrarkvöldum“. En það er erfitt að gera öllum til hæfis í einu. Það er ekki svo langt síðan ís- lenzka sjónvarpið hætti að vera tilraunasjónvarp, og við munum ekki betur en það veröi einmitt á þessu ári, sem sjónvarpið kemst norður og austur um allt land. MYNDARLEG GETRAUN. Kæra Vika! Ég les Vikuna í hverri viku og get ekki án hennar verið. Efni hennar er fjöl- breytt og stundum skemmti- legt. En eitt langar mig sér- staklega að þakka og það er Jólagetraunin ykkar, sem efnt hefur verið til nokkur undanfarin ór. Hún er óvenju glæsileg. Þegar ég las fyrst um þessa get- raun, trúði ég varla mín- um augum. Ég hélt að hér væru einhver brögð í tafli eða eitthvert sprell. Ég gat ekki látið mér detta í hug, 1001 krakki fengi jólagjöf frá Vikunni. En það kom í ljós, að þetta var allt satt og rétt. Á mínu heimili hafa krakkar verið svo heppnir að fá jólagjöf frá V_ 4 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.