Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 12
ANDRÉS INDRIÐASON Scott McKenzie. „Gleymið ekki að setja blóm í hárið, þegar þið komið til San Fransisco!" Þessi ljóðlína er úr laginu „San Fransisco“, sem Scott Mc- Kenzie gerði svo vinsælt á árinu 1967> en það lag má með sanni nefna kynningarlag nýrrar stefnu dægurtónlistar, sem á rætur að rekja til Haight Ashbury, hins gamia borgarhluta San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Þegar söngvarnir um blóm, frið og kærleika tóku fyrst að berast yfir hafið til meginlandsins, voru menn fyrst í stað ekki alveg með á nótunum, og voru flestir í nokkrum vafa, hvort hér væri grín eða alvara á ferðum. Það var talað um vald blómanna, psychedelic pop músik, „flower power“ og fleira í svipuðum dúr. sem fæst- ir skildu, en samnefnari alls þessa var sú grundvallarmeining, að mennirnir ættu að vera betri hver við annan, að mannfólkið ætti að læra að þekkja sjálft sig og þá ver- öld, sem það hrærðist í. Það leið ekki á löngu, þar til þessi sígilda heimspeki hafði náð að festa rætur í Bretlandi en þaðan barst hún með hraða í öðru veldi til ann- arra landa á meginlandinu. Samfara þessu jókst innflutningur á hljómplötum frá Banda- ríkjunum að miklum mun, og bar nú mikið á hæggengum hljómplötum, og þeir, sem höfðu verið í vafa um allt þetta stand haf- andi aðeins heyrt um það talað, urðu ekki miklu nær, þegar þeir heyrðu. hvers kyns músik hér var á ferðum. Þessi svokallaða psychedelic músik, sem á að víkka sjónar- hring hlustenda, hefur ekki náð að festa rætur að neinu marki. Margir hafa gefizt upp á að reyna að melta hana, og söngvarn- ir, sem fjalla um ferðir sátarinnar, dulspeki og hvers kyns sýnir, hafa ekki heldur fallið í sérlega góðan jarðveg. Vart er við því að búast að „pop“ músikin muni frelsa mann- kynið. Því miður. Kannski vegna þess, að enginn nennir að leggja við eyrun. Kannski vegna þess að enginn skilur hvað þeir spá- menn eru að fara> sem senda frá sér boð- skapinn. Kannski vegna þess að spámennirn- ir eru engir spámenn. Bara húmbúkk. Dæmigerður spámaður með síða kampa, — perlufesti og kúabjöllu um hálsinn. Myndin, sem hann heldur á, er af honum sjálfum. — Til sölu! yngffrú alþ|óðatáningup Ekki er að sjá, að hann hafi mikla krafta í kögglum, náunginn í miðið, en stúlkan, sem hann heldur á, heitir Birgitta Haglind og er sænsk, eins og nafn og útlit gefur til kynna. Hún var kjörinn fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar í Svíþjóð árið 1967, og að verðlaunum fékk hún m. a. reisu til Englands, þar sem hún fékk tækifæri til að heilsa upp á þessa furðufugla, sem skipa hljómsveitina „Cream“. Þeir heita Eric Clapton, Ginger Baker og Jack Bruce og Þykja mjög liðtækir spilarar og söngvarar. Umræðuefni stúlkunnar og þeirra félaga hefur eflaust verið Svíþjóð, en þangað héldu þeir skömmu síðar og komu fram á hljómleikum í Stokkhólmi. Svíþjóð virðisl annars vera fyrirheitna landið hjá brezkum hljómsveitum, hvað sem því kann að valda, maturinn eða stúlkurnar, sem ann- álaðar eru fyrir fegurð og glæsileika. Svíar hafa árum saman haft þann háttinn á að kjósa fulltrúa ungu kynslóðarinnar og stúlk- an, sem hlaut þann titil árið 1966, Ewa Aulin, datt heldur en ekki í lukkupottinn. Hún tók þátt í alþjóðlegri unglingafegurðarsamkeppni vestur í Bandaríkjunum og var kjörin „Miss Teen International“ eða Ungfrú Alþjóðatán- ingur. Kvikmyndagerðarmenn veittu henni fljótlega athygli, og hún hefur þegar leikið í nokkrum kvikmyndum, og þessa dagana er hún að leika í nýrri kvikmynd í Rómaborg ásamt Richard Burton, Marlon Brando og Ringó Starr! Myndirnar, sem við sjáum hér af Ewu, eru teknar með árs millibili, og and- litsmyndin sýnir okkur hana, eins og hún lítur út í dag, aðeins 17 ára gömul. 12 VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.