Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 27
r HIIGSAD Á LEIOINNIHEIM ] v________________________J EFTIR DAG ÞORLEIFSSON SIJMIR andansmenn verða að bráð þeim örlögum að öllu fleiri kannist við þá af munnmælum og brönd- urum en kunna skil á hugverk- um þeirra. Einn þeirra er að lík- indum Ezra Pound. Þegar hann einhverju sinni kom til Parísar, fór hann undir eins upp í Eiffel- turninn og þaðan varð honum ekki þokað meðan hann stóð við hjá Fransmönnum. Að sjálf- sögðu snjóaði óðara á fund stór- skáldsins smáskáldum, blaða- mönnum og menningarvitum; þeir nálguðust spámann sinn af þeirri nærgætni er óttablandinni lotningu fylgir og fálmuðu fyr- ir sér með hátíðlega framborn- um hálfhikandi spurningum: hvað það væri nú sem héldi meistaranum einmitt á þessum stað, hjá mannvirki því, sem ef til vill burtséð frá Notre Dame og Svartaskóla er kunnast af því skarti sem heimsborgin við Signu prjálar. Þeir áttu vitaskuld von á einhverju delfísku, marg- ræðu svari, af því tagi er talið er sæma þeim vitringum er vita hvað nýs er í mörgum heimi sem meðalmenni þekkja enga leið til, en Pound gegndi tóm- lega: Nú þetta er eini staður- inn í allri París þar sem maður sér ekki þennan andskotans turn. Ef svo skyldi fara á komandi árum að Reykvíkingar almennt drægju lærdóm af dæmi Pounds, ættu prestar Hallgrímssóknar varla að þurfa að kvarta um slaka messusókn, gagnstætt öðr- um sálnahirðum þjóðkirkjunnar sem mega þakka fyrir að fá inn svo sem hálfa tylft gamalmenna nema þegar fermt er. Þótt turn hins umdeilda hofs á Skóla- vörðuholtinu sé ennþá ekki kom- inn í fulla hæð, þá hafa augun ekki frið fyrir honum hvar sem maður er staddur í Reykjavík og nágrenni, svo fremi að bjart sé; fyrr voru kunnust kennileiti reykvísks sjóndeildarhrings Esjan, sem er orðið okkur nokk- urskonar helgafell eða Fúsijama, svo að engum stjórnmálaflokki 20 VIKAN 3- tw' þýðir að biðla til borgarbúa í kosningum nema hann hæli þessu fjalli meira en öðru há- lendi; Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar og síðast en ekki síst Snæfells- jökull, sem á mörgum kyrru- morgni sést í fagurri bláma- birtu hanga milli himins og jarð- ar, líkt og hof með hvolfþaki úr hvítum marmara sem borið er uppi af súlum svo mjóum, að þær sjást ekki berum augum úr fjarlægð, eins og þær sem héldu uppi hengigörðum Babýlonar. Nú tranar sér fram fyrir allt þetta og fleira turninn nýi, hrikalegur drangfingur sem rís móti himni í nauðgandi ógn og minnir einna helzt á tröllaukinn fallos á japanskri klámmynd. Ég man eftir flissljúfum smá- meyjum sem roðnuðu af skyld- ugri kvenlegri feimni er þær flettu í Kamasútru eða Kærlig- hedens Billedbog; lokuðu síðan bókinni. En í þessu tilfelli verð- ur engu lokað. Mér kæmi ekki á óvart þótt einhverjum sannheið- arlegum manni, sem gert hefði fegurðina sér að guði, manni með smekk Harðar Ágústssonar og geðsmuni Thors Vilhjálms- sonar, yrði það á að tryllast og st.inga úr sér augun einhverntíma þegar þetta höfuðminnismerki íslenzkrar heimatkúnstar lenti í sjónlínunni er hann vildi horfa vestur á Jökulinn. Það væri vit- ið meira en að grilla sig í bensíni út af abstraksjónum á borð við frelsi eins og búddanunnur gera stundum í Víetnam. T DAG er veður gott aldrei þessu vant um þetta leyti árs. súld og þoka sem á litinn minnir á verksmiðjureyk, hlýtt og logn; það varð ekki bjart um hádegið. Þetta er viðkunnanleg tíð vegna þess að hún skiptir um svip á borginni, bregður á hana afslappandi dul sem fífldjörf augnabliksskynjun hvíslar lokk- andi að verði kannski eilíf. Og turninn mikli sem reistur er undir því heyrinkunna kjörorði þjóðernislegrar forheimskunnar: Heima er bezt, sést ekki langt að frekar en annað; væri ekki rauða týran efst á honum gleymdi maður líklega að hann væri til. Þetta ljós er þarna kannski af nærgætni við flugvélar og ann- að sem flýgur, þó varla engla, því þeir hljóta að hafa vit á að halda sig fjær þessum drang, sem er varla mjög ólíkur bjarg- inu, sem jafnvel Guðmundur góði heyktist á að vígja. Það fer heldur lítið fyrir aum- ingja Leifi, þegar litið er til hans um öxl þegar gengið er af holt- inu niður á Skólavörðustíginn og heiðnaberg þetta gnæfir á bak við hann í þokunni eins og æfa- reitt rauðeygt og eineygt sjó- skrímsli, sem risið hefur upp úr Atlantshafinu og elt víkinginn hingað upp á holtið til að gleypa hann fyrir þá ósvífni að dirfast að bjóða byrginn því sama hafi og finna nýja heimsálfu. ‘C'N ÞAÐ ER ástæðulaust að gera Leif að neinu hitamáli, þótt svo latneskir hávaðabelgir og Kólumbusardýrkendur megi ekki heyra svo á hann minnzt að þeir tæti ekki í sundur landa- bréf og rífi sig til blóðs á skall- anum með tilheyrandi handapati og andlitsfettum, sem eru aðall þess kynstofns. Vínlandsfararn- ir íslenzku stóðu að vísu í engu að baki öðrum þeirrar tíðar Skandínövum hvað snerti áræði og siglingatækni, en hugmynda- flug þeirra hefur greinilega ekki verið í samræmi við dugnaðinn. Annars hefðu þeir trúlega haft rænu á að færa sig um set frá heimskautahólmum þeim tveim- ur, er þeir höfðu þá nýskeð num- ið, til víngróinna sólarlanda, þar sem hirtir hlupu í hjörðum um stórskóga og flyðrur byltust í fjöruborðinu og ekki voru aðr- ir til varnar en Indíánar sem börðu grjóti. Þá hefðum við í dag glaðst við heitin Markland og Vínland á landabréfum, þar sem nú stendur Nova Scotia og New- foundland. En því fálmi og al- vöruleysi, sem einkenndi Vín- landsferðir norrænna manna, verður bezt lýst með grínvísum nokkrum kunnum, sem stúdent- ar syngja. Þar er því lýst er Leif- ur gengur á land í Vesturálfu, hreifur vel af koníaki, en stýri- maður hans, Þjóðverjinn Tyrk- ir, kannast undireins við þann ókennilega við, er sprettur á þvísa landi, því „suður þar sem rennur Rín“, veit hann til þess að dýrar veigar fást úr jurt þessari. Var auðvitað ekki við annað komandi en Tyrkir léti hina langþyrstu sæfara njóta kunn- áttu sinnar og lagaði þeim mjöð úr þrúgum. Og svo bráðir voru þeir til drykkjarins að Tyrkir hafði varla við við að láta í keraldið. En allt á sér takmörk, og bragnum lýkur með þessum lín- um, sem gætu verið dæmi uppá gæfuleysi það, er fylgdi landa- fundinum: þegar uppskeruna þraut þeir til Grænlands héldu á braut. Þegar til þessa verður hugsað, fer varla hjá því að manni virð- ist Leifur litli kafna heldur bet- ur undir viðurnefni sínu. Þá verður Kólumbus að teljast öllu heppnari, þótt svo að hann héldi sig alla ævi hafa fundið allt ann- að land en hann fann, svo að maður minnist ekki á sýfilisinn, sem menn hans urðu sér úti um hjá einhverjum Indíánakerling- um, eða konkistadórana, sem gereyddu mannlífi og menningu í mörgum þjóðlöndum. Já, það er ástæðulaust að mikla Leif fyrir sér. Og ekki stækkar hann við þessa síðustu stuðlabergsupphækkun á holtið. Víkjum þá enn að guðshúsi þessu, því mesta er gert hefur verið á íslandi. CAGT HEFUR verið að sumir’ ^ mestu byggingaj öfrar sög- unnar svo sem faraóar þeir er pýramídana hlóðu eða konung- arnir í Kambódíu sem byggðu Angkor Vat, hafi verið haldnir stórmennskubrjálæði — megal- ómaníu. Einnig hefur verið full- yrt að aldrei séu reist veglegri guðshús en á guðleysistímum. Benda má á renessansinn ítalska þessu til sönnunar. Þá voru páf- ar og kardínálar orðnir heiðnir að því marki að þeir héldu frill- ur í tugatali og hétu á Seif og Appollón í stólræðum. Þá var Péturskirkjan, dýrlegasta must- eri kaþólsks dóms, byggð fyrir fé, sem vélað var út úr alþýðu með bellibrögðum á borð við af- látssölu. Það þai’f sterk bein til að þola góða daga, og líklega hefði þetta góðæri riðið kristn- inni að fullu, ef Lúther, Kalvín og fleiri svartagallsrausarar sem sáu djöfla í hverju horni, hefðu ekki fundið upp á því að veitast að jarli Jesúsar í Róm. Á svip- aðan hátt hefur saga kristins dóms á íslandi verið. Forfeður okkar veittu honum ekki við- töku af frjálsum vilja, frekar en flestar aðrar þjóðir, er játast hafa Gyðingakónginum unga, sam- anber Þorstein Erlingsson, sem með sárbitrum söknuði minnist örlaga hinnar klassísku forn- menningar, iistarinnar grísku, sem lá ...... svívirt og særð hjá Seifi og Appolló dauðum. Síðan fylgir skáldið sigurför krossins norður á bóginn af sí- minnkandi hrifningu: Og næst var svo krossinn með nauðung og þraut að norrænu þjóðunum borinn, og svipan og morðvopnin brutu honum braut og blóðug og mörg voru sporin. Og Ásum í Hliðskjálfi ólgaði blóð, þá austræna skrímslið þeir sáu er suður um valinn það svaml- andi óð, þar saxnesku hetjurnar lágu. OG ÞAÐ FÓR með íslend- inga eins og fleiri; efna- legir hagsmunir máttu sín of mikils með þeim til að þeir gætu ■ virt að vettugi vilja þess ofstæk- isfulla trúníðings, er þá hafði ris- ið til ríkis fyrir austan haf og brotið Norðmenn til hlýðni við Krist hinn austræna, með því að færa árnaðarmenn heiðins siðar bundna í flæðisker eða láta glóðarker koma á kvið þeim nakinn. En kristnir urðu hér- landsmenn þó varla svo heitið gæti, enda eftir skilin í lands- lögum sú stórgáfulega klásúla að heimilt væri mönnum að éta hross og blóta á laun, atriði sem sýnir hversu miklu frjálslyndari og meiri lýðræðissinnar menn Óðins voru en menn Krists. Sjálfsagt hafa hárir Þórsvinir á borð við Runólf í Dal, sem gamall hlaut að geifla á salti særingamanna hins nýja siðar, þeirra er klíngdu hringlum og rauluðu latneskar töfraþulur á helgasta stað þessa heiðna lýð- ræðisríkis, hætt er við að þeir hafi litið á nýmæli þessi svip- uðum augum og Hrærekur á Heiðmörk, sem Guðmundur á Sandi kveður um: Heiðninnar son á hindurvitna- kenning, horfði með augum spekimennsku sinnar. En forfeður okkar fengu að blóta á laun, lof sé Óðni, án þess að vera augnastungnir og tungu- togaðir svo sem löngum hefur þótt kristilegast að fara að við þá er svo breyttu. Merkast laun- blóta þeirra var framleiðsla handrita okkar víðfrægra um forn minni þjóðar og kynstofns á sama tíma og aðrir Norður- landamenn kepptust um að gleyma menningu sinni, tungu og þjóðerni og forþýzkast. Það var ekki fyrr en grimmdarstórleik- ur náttúrunnar og maðkamjöl kóngsþræla höfðu drepið úr mörfjöndum dug að því marki, að minnstu munaði að þeir yrðu álíka úti og frændur þeirra Grænlendingar, að þeir kristnuð- ust að ráði. Svo langt gekk kristindómur íslendinga þá, að þeir voru langt komnir með að éta ofan í sig fyrrnefnd laun- blót, þegar Árni Magnússon kom blaðskellandi og sleit út úr þeim síðustu skinnsnifsin. Heilagur Tertúllían rökstuddi helztu atriði trúar sinnar með bví að þau væru fjarstæða. Framhald á næstu síðu. 3. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.