Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 37

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 37
vel orðið númer þrjátíu og sjö þúsund og eitt.“ Við neyddumst því til að búa á hóteli, en það kostaði mig öll mín laun og meira til. En þegar komið var fram í júní var mér sagt að ég gæti ekki fengið að dveljast þar lengur. Þá var ekki um annað að gera en að gerast það sem í Stokkhólmi er kallað flækingur. Hver maður mátti ekki vera nema þrjár nætur í röð á sama hóteii og þá var eina ráðið að flytja fram og aftur milli tveggja eða fleiri hótela eftir því sem kaupin gerðust á eyrinni. Þetta reyndist mér allt svo erfitt að ég sagði konu minni að bezt væri að hún færi til Englands með dóttur okkar að heimsækja syst- kini sín þar. Hún dvaldist svo þar um sumarið. Sjálfur gat ég fengið herbergi og var einn míns liðs í Stokkhólmi um skeið. Það var að því leyti til gott að ég stundaði mikið leikhús sem nóg er af í Stokkhólmi, mjög góðum, og lærði sænskuna fyrr en alla mundi. Á þessum tíma fékk ég urhráð yfir lítilli íbúð, og um haustið gat ég skipt á henni og stórri íbúð, svo stórri að við gátum bæði haft skrifstofuna og íbúð okkar hjóna á sama stað. En sannast að segja er það eitt af því erfiðasta sem ég hef komizt í að útvega mér íbúð í Stokk- hólmi. Seinna, líklega ári seinna, lenti ég aftur við hliðina á hin- um sama borgarstjóra í svipuðu samsæti. Og þá var eins og við hefðum aldrei skilið. ,.Jæja, hvernig gekk yður að fá íbúð?“ spurði hann. Ég sagðist hafa fengið íbúð eftir langa mæðu, en varla þurft annars staðar að hafa meira fyrir því, að ekki sé minnzt á hvað hún kostaði, en leiguskil- mála vildi ég ekki segja honum sem húsnæðismálaborgarstjóra. „Þó að það sé dýrt að leigja hér þá megið þér prísa yður sælan,“ sagði hann, „því að nú eru kom- in 47 þúsund á biðlista.“ Á þessu eina ári hafði þeim fjölgað um líu þúsund sem vildu og þurftu að fá sér íbúð. Og þegar ég fór frá Stokkhólmi eftir sjö ára dvöl sá ég í blöðum að biðlistinn hafði enn lengzt til muna, þá voru þar um 70 þúsund. — Viltu ekki segja mér eitt- hvað frá þekktum mönnum sem þú áttir skipti við á þessum ár- um? Þú hefur líklega kynnzt fleiri ráðamönnum þjóða en nokkur annar fslendingur. — Ekki veit ég það. en er þá ekki bezt að ég segi eitthvað um Svíakonung. Fyrtsu árin sem ég var í Sví þjóð var ég sendifulltrúi, en er ég var skipaður sendiherra af- henti ég trúnaðarbréf mitt kon- ungi og átti eftir það ýmis skipti við hann eins og gengur í sendi- herrastarfi. Ég verð að segja það um þennan konung, þó að margt sé misjafnt um slíka menn sagt nú á tímum, að öllu ljúfari og ánægjulegri menn hef ég ekki hitt en Gustav Adólf sjötta. Mér fannst einhver heiðríkja kringum konung, birta og góðsemi, góð- vild til alls lifandi. Ég verð að segja að ég hef heldur haft horn í síðu allra kónga um dagana, líklega frá sögunámi mínu í skóla, en hann er þjóðhöfðingi sem ég tel gæfulegastan af öll- um þeim sem ég hef eitthvað les- ið um eða kynnzt. — Ég hef heyrt tvennt um þennan konung: að hann sé vís- indamaður og bindindismaður, bragði ekki áfenga drykki. ■—- Já, hann er það hvort tveggja. Hann er bæði alger bindindismaður og ágætur vís- indamaður. En það er ekki ein- asta að hann sé vísindamaður, hann er jafnvígur á allan fróð- leik. Embættismenn sögðu mér að þeir þyrftu að vera vel á verði að standa ekki á gati í sam- tali við hann jafnvel þegar hann væri að fara inn á þeirra eigin svið. Um huga hans í þessum efn- um má geta þess að hann er for- seti vísindaakademíunnar sænsku og sem slíkur er hann titlaður preses. Nú skyldi maður ætla að konungur væri alltaf ávarpaður „yðar hátign“. en hann biður þess að þegar hann er starfandi sem forseti akademíunnar sé hann ekki ávarpaður þannig, heldur preses. Ástæðuna segir hann vera þá að það sé meiri tign að vera forseti vísindaaka- demíu en konungur Svíþjóðar. Aðaláhugamál hans er fom- leifafræði. Hann hefur stundað uppgröft á ýmsum stöðum til þess að geta kynnt sér fornleifa- fræði alveg frá byrjun. Hann hefur og safnað töluverðu af mjög merkum gripum sem hann hefur í höllinni, en það er þó hans einkasafn. Annars held ég að það sé óvíða hægt að grípa niður þar sem hann er ekki heima. Meira að segja sagði kín- verski sendiherrann mér að hann hefði verið mjög hrifinn af því að konungurinn skyldi vita meira um fornt kínverskt postulín held- ur en hann sjálfur. — Mig langar líka til að spyrja þig um álit þitt á Norðurlanda- þjóðunum, einkum á Svíum sem þú þekkir líklega bezt. Það er gaman að fá álit manns eins og þín á þessum frændum okkar einkum af því að áður hafðir þú kynnzt náið flestum öðrum þjóð- um í Evrópu. — Þetta er nú hálfgerð sam- vizkuspurning. En það er bezt að segja það strax að Svíum skipti ég í tvennt. Mikill meirihluti þeirra eru ágætismenn, víðsýnir og góðviljaðir. En yngra fólkið sem alið hefur verið upp í vel- gengni velferðarríkisins virðist ekki hafa hugsjónir og eiginlega ekki hafa tekið afstöðu til lífs- ins. Þar ber allmikið á klifrur- um sem virtust halda að helzta leið til frama og mannvirðinga sé að leggjast á Htilmagnann. Urðum við íslendingar þess var- ir á fleiri en einu sviði. Við teljum það ódrengskap að leggj- ast á lítilmagnann, en að bæta þar á ofan lygum á bak lýsum við með orðum sem ég vil ekki taka mér í munn. Er ég kom til Þýzkalands fékk ég að heyra það hjá Þjóðverjum að Loftleiðir hefðu skaðað SAS um 10 milljónir dala. Ég hafði þá allar tölur um Loftleiðir í höfðinu svo ég bað um hjálp þeirra til að reikna þetta út. Reiknuðum við þá út hve mörg sæti væru í þeim flugvélum sem Loftleiðir áttu þá og hvað oft væri flogið og hvað fargjaldið væri. Allt þetta áttu Þjóðverjar að vita. Kom þá í Ijós að þó öll sæti væru alltaf seld, sem auð- vitað er ómögulegt, gat SAS ekki hafa skaðazt um tíunda hluta og ekki einu sinni tuttugasta hluta af því sem Svíar höfðu sagt Þjóð- verjum. — Kynntist þú ekki mörgu fólki frá hinum Norðurlöndunum líka? •— Jú, það var heilmikið af alls konar norrænum samkomum þennan tíma sem ég var í Stokk- hólmi. Ég var boðinn í margar þeirra. Svo sat ég auðvitað marg- ar ráðstefnur með mönnum af öðrum þjóðum. En það er oft Framhald á bls. 40. VIDARKLAEDNINGAR á LOFI 09 VEGGI Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE LERKI EIK ÁLM ASK CHERRY CAVIANA GULL-ÁLM TEAK HNOTU HARÐVIÐARSALAN S F. Þórsgötu 13 — Símar 11931 & 13670 V____________________________________________________) 3. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.